Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 28
390 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 breytingu í geninu. í ljós kom að þennan mun má skýra með því að æxlin með p53 stökkbreytingu voru í öllum tilfellum langt gengin og í fjölþátta Cox greiningunni tapaði p53 sjálfstæðu spágildi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að tíðni stökkbreytinga í p53 sé frekar lág og að þær verði seint í myndunarferli æxlisins. Spágildi p53 virðist vera háð tengslum þess við háa gráðun og stig. E-20. Langlífi B-eitilfrumna og bcl-2 í fjölskyldu ineð ofvirkar B-eitilfrumur Helga M. Ögmundsdóttir, Steinunn Sveinsdóttir, Ásbjörn Sigfússon, Bjarni A. Agnarsson, Jón Gunn- laugur Jónasson Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffrœði, Rannsóknastofu Há- skólans í ónœmisfrœði, Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði Stýrður frumudauði skiptir verulegu máli við þroskun ónæmiskerfisins og er líka nauðsynlegur til að binda enda á ónæmissvörun. Við höfuni rannsakað íslenska fjölskyldu með til- hneigingu til góðkynja og illkynja æxlisvaxtar af B-frumuuppruna. Þriðjungur einkennalausra fjöl- skyldumeðlima sýnir afbrigðilega mikla fram- leiðslu á immúnóglóbúlínum eftir mítógen örvun í rækt. Skoðuð var lifun eitilfrumna í rækt með og án örvunar, metin tjáning á langlífisgeninu bcl-2 með mótefnalitun og flæðifrumusjárgreiningu. stýrður frumudauði (apoptosis) var mældur með TUNEL aðferð. Einnig var mæld tjáning á CD32 (viðtaki fyrir immúnóglóbúlín G, FcyRH) sem temprar boð- flutning um B-frumuviðtakann. Eitilfrumur frá þeim fjölskyldumeðlimum sem höfðu ofvirkar B eitilfrumur lifðu marktækt lengur en frumur úr samanburðareinstaklingum í mitogen- örvaðri rækt. I eitilfrumuræktum úr samanburðar- einstaklingum jókst bcl-2 tjáningin tímabundið eft- ir örvun en féll síðan aftur og jafnframt kom fram apoptosis. Þetta fall á tjáningu var minna í ræktum frá einstaklingum með ofvirkar B eitilfrumur og eftir sex daga höfðu slíkar ræktir enn áberandi hóp af bcl-2 jákvæðum B eitilfrumum sem þá voru al- veg horfnar úr samanburðarsýnum. I hópnum með ofvirkar B-frumur var hlutfall frumna með CD32 að meðaltali hærra (50,9%) en meðal viðmiða (35,4%) og í fjölskyldumeðlimum með eðlilega frumuvirkni (39,1%). Þetta mætti túlka sem afleið- ingu af viðvarandi virkjun eða ofurtjáningu á gall- aðri sameind. Afbrigðilegt langlífi B-eitilfrumna í þessari fjölskyldu virðist því tengjast aukinni tján- ingu á bcl-2 en líklegt er að hún sé afleiðing af öðru, þar sem engin afbrigði koma fram fyrr en eft- ir örvun. V-01. Non-Hodgkins lymphoma og Hodgkins sjúkdómur á íslandi 1989- 1997. Tíðni og dreifing æxla Bjarni A. Agnarsson Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði Safnað hefur verið upplýsingum um lymphoma á Islandi frá 1989 og eru frumniðurstöður um fjölda og dreifingu þessara æxla birtar hér. Non-Hodgkins lymphoma voru 207 (kk:kvk=1.5). Meðalaldur við greiningu var 61 ár. Um það bil helmingur þessara æxla greindist í eitl- um en um helmingur var utan eitla (extranodal), þar af meira en þriðjungur í meltingarvegi. Af B-frumu uppruna voru um 70% æxla en af T-frumu uppruna um 10%. Æxlin voru flokkuð samkvæmt Working Formulation og eru diffuse large cell og immuno- blastic algengustu flokkarnir. Hodgkins sjúkdómur greindist í 52 sjúklingum (kk:kvk=2.25). Meðalald- ur við greiningu var 34 ár. Af þessum æxlum falla 65% í nodular sclerosis ilokkinn, 13% í mixed cellularity og 8% eru af lymphocyte predominance gerð en lymphocyte depletion greindist aðeins í einum sjúklingi á tímabilinu (2%). Aldursdreifing, kynjahlutfall og undirflokkar þessara æxla hafa að mestu leyti lítið breytst sam- anborið við samskonar rannsókn sem gerð var 1955-1982 þrátt fyrir að veruleg aukning hafi orð- ið á fjölda þeirra. V-02. BRCA2 og briskrabbamein Steinunn Tltorlacius, Guðríður H. Olafsdóttir, Hrafn Tulinius, Helgi Isaksson, Jórunn E. EyJjörð, Jón Gunnlaugur Jónasson Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíjfrœði, Krabbameinsskrá KI, Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði Kímlinbreytingarí BRCA2 geninu eru taldar auka líkur á brjóstakrabbameini í konum og körl- um. í fjölskyldum með BRCA2 stökkbreytingar hefur einnig borið nokkuð á öðrum krabbameinum svo sem í blöðruhálskirtli og brisi. Talið er að 5- 10% briskrabbameina séu ættlæg og úrfelling á BRCA2 svæðinu hefur fundist í æxlum úr brisi. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna tíðni 999del5 stökkbreytingarinnar í BRCA2 geninu í briskrabbameini, bæði í óvöldu úrtaki og í sjúkling- um sem greindust yngri en 50 ára. Skimað var fyr- ir stökkbreytingunni í erfðaefni úr 140 briskrabba- meinsæxlum sem fengust úr Dungalssafni. Sýnin voru valin af handahófi úr gögnum Krabbameins- skrár en einnig var safnað sérstaklega sýnum úr öll- um einstaklingum sem greindust með sjúkdóminn innan við 50 ára aldur. Breytingar fundust í fimm sýnum eða 3,6%. Tveir sjúklinganna voru yngri en 50 ára vic) greiningu en meðalaldur sjúklinganna var 59 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.