Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 58
418 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Samþykktir og álitsgerðir Samþykkt stjórnar LÍ frá 14. apríl 1998 Stjórn Læknafélags Islands ræddi frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði á fundi sínum í dag. Kári Stefánsson læknir, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar sat fundinn. Stjórn LÍ gerir athugasemdir við ýmis atriði í frumvarpinu. Mörg álitainál eru í frumvarpinu og hefur umræðan vakið mikla athygli hérlend- is sem erlendis. Mikilvægt er að nýta þær sér- stöku aðstæður, sem eru á íslandi til ýmissa rannsókna, en jafnframt verður að tryggja jafn- rétti til vísindarannsókna og að alþjóðareglum um rannsóknir, þar á meðal siðareglum, verði fylgt. Stjórn LI lýsir eindregnum stuðningi við álit heilbrigðisráðherra um að þetta flókna og mik- ilvæga frumvarp fái góða umfjöllun og verði ekki afgreitt sem lög á vorþinginu. Stjórn LÍ mun beita sér fyrir því að frum- varpið fái ítarlega umfjöllun og vandaða af- greiðslu í samræmi við ríkjandi viðhorf í sið- fræði og læknavísindum þar sem virt verða sjónarmið allra þeirra aðila sem málið snertir. Bráðabirgðaálit Siðfræði- ráðs LÍ frá 1. apríl 1998 Stjórn Siðfræðiráðs Læknafélags íslands hefur á fundi sínum í dag fjallað um frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði, sem kynnt hefur verið í rfkisstjórn, og samþykkt að verði lagt fram. Um er að ræða viðamikið frumvarp, sem lýt- ur meðal annars að því að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir gerð og starfrækslu gagnagrunna á heilbrigðissviði. Samkvæmt frumvarpinu er heimilt að veita einum aðila einkaleyfi í 12 ár að gerð og starf- rækslu slíks gagnagrunns. Starfsleyfishafi get- ur heimilað öðrum aðilum að tengjast gagna- grunninum. í frumvarpinu eru ákvæði um að upplýsingar séu aftengdar persónugreindum eða persónu- greinanlegum einstaklingum fyrir skráningu í gagnagrunninn. Lítill vandi er að rjúfa þá kóða, sem gerðir eru til að fela persónueinkenni. Með því er hætt við því að varðveisla heilsufarsupp- lýsinga um einstaklinga hverfi út í veður og vind. Stjórn Siðfræðiráðs Læknafélags Islands hefur miklar efasemdir um frumvarp þetta og lýsir þungum áhyggjum yfir því að slíkt frum- varp sé lagt fram og þeim skamma tíma, sem virðist eiga að afgreiða frumvarpið á. Sú staðreynd að 300-400 einstaklingar muni verða í fuilri vinnu við að ná upplýsingum þessum bendir til að ekki sé eingöngu verið að safna aðalatriðum er varða heilsufar einstak- linga, heldur verði öll atriði stór og smá grafin upp. Eins og fram kemur í athugasemdum við frumvarpið standa lög um réttindi sjúklinga í vegi fyrir því að unnt sé að veita aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám til skráningar í gagnagrunn. Einnig má benda á að í mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar segir að allir skulu njóta friðhelgi einkalífs. Akvæði í frumvarpinu sýnast ganga þvert á þetta stjórnarskrárákvæði, þar sem ekki er gert ráð fyrir samþykki sjúk- lings fyrir því að þessar upplýsingar verði veittar. Einnig hefur stjórn Siðfræðiráðsins miklar efasemdir um að ákvæði í frumvarpinu standist Mannréttindasáttmála Evrópu og aðra alþjóðlega samninga og samþykktir sem ís- lendingar eru aðilar að og koma í veg fyrir að slíkur gagnagrunnur verði gerður. Þessi atriði og fleiri valda þvf að full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af því að varðveisla heilsufarsupplýsinga sé tryggð. Samkvæmt fruinvarpinu stendur til að veita einkafyrirtæki, sem að mestu leyti er í eigu er-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.