Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 40
400
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Greinilegt er á umræðunni að ýmsir hafa séð
sér hag í því að með samþykkt frumvarpsins
væri hægt að flýta fyrir nauðsynlegri tölvuvæð-
ingu heilbrigðiskerfisins. Jafnvel hafa menn
hugsað sér gott til glóðarinnar og ætla að leysa
fjárhagssvelti heilbrigðiskerfisins með erlendu
áhættufé.
Mikilvægt er að láta ekki von um skyndi-
gróða blinda sér sýn. Heilbrigð skynsemi er hér
affarasælust. Engar líkur eru á því að grunnur-
inn leysi öll þau vandamál sem látið er að
liggja-
Svo virðist að búið hafi verið að semja um
niðurstöðurnar áður en frumvarpið var lagt inn
til Heilbrigðisráðuneytisins og er það með ólík-
indum.
Samþykkt frumvarpsins mun viðhalda sýnd-
arveruleika hinna erlendu fjárfesta og sýna
þeim áhrifamátt íslenskrar erfðageiningar yfir
íslenskum stjórnvöldum. Grunnur sem þessi
hefði í för með sér margvíslegan skaða. Trún-
aður milli sjúklinga og lækna mun bíða mikinn
hnekki.Viðkvæmar upplýsingar um heilsufar,
sem auðvelt verður að rekja til ákveðinna ein-
staklinga, verða seldar þriðja aðila. Miklar
hömlur verða lagðar á vísindastarfsemi annarra
en einkaleyfishafa, sem er vísasti vegurinn til
stöðnunar. Með grunninum væri búið að sam-
keyra í eina heild upplýsingar úr fjöldamörgum
skrám. Slíka samkeyrslu má Tölvunefnd aldrei
heimila.
HEIMILDIR
1. Lög um réttindi sjúklinga, 1997, nr. 74, 28. maí.
2. Helsinkiyfirlýsingin: Ráðleggingar til leiðbeiningar fyrir
lækna varðandi læknisfræðirannsóknir á mönnum. Sam-
þykkt á átjánda heimsþingi lækna í Helsinki í júnf 1964,
breytt á tuttugasta og níunda þinginu í Tókíó í október
1975, á þrítugasta og fimmta þinginu í Feneyjum í október
1983 og á fertugasta og fyrsta þinginu í Hong Kong í sept-
ember 1989. Sjá Siðfræði og siðamál lækna. Reykjavík:
Iðunn 1991.
3. Drög að alþjóðlegum ráðleggingum um læknisfræðirann-
sóknir á mönnum. Sameiginlegt verkefni Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar og Ráðsins fyrir alþjóðleg sam-
tök um læknavísindi. Gefið út af CIOMS, Genf 1982. Sjá
Siðfræði og siðamál lækna. Reykjavfk: Iðunn 1991.
4. International Guidelines for Ethical Review of Epidemi-
ological Studies. Geneve: Council for International Org-
anization of Medical Sciences 1991.
5. Lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, 1989,
nr. 121, 28. desember
6. Codex Ethicus, Siðareglur lækna. Samþykkar á aðalfundi
Læknafélags íslands 1992.
7. Stefnumótun í upplýsingamálum innan heilbrigðiskerfis-
ins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Rit 1-1997.
Töflur, C 09 C A
Innihaldslýsing: Hver tafla inniheldur Candesartanum
INN, cilexetil 4 mg, 8 mg eða 16 mg.
Ábendingar: Hár blóðþrýstingur.
Skammtar og lyfjagjöf: Skömmtun: Venjulegur viðhaldsskammtur Atacand® er
8 mg eða 16 mg einu sinni á dag. Hámarks blóðþrýstingslækkandi verkun næst
innan 4 vikna frá upphafi meðferðar. Lyfið má taka með eða án matar og án
tillits til aldurs. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e.
kreatínín klerans <30 ml/mín. skal hefja meðferð með 4 mg. Börn: Lyfið er ekki
ætlað börnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins.
Meðganga og brjóstagjöf. Varnaðarorð og varúðarreglur: Skyld lyf geta aukið
þvagefni í blóði og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með tvíhliða
nýrnaslagæðaþrengsli eða þrengsli í slagæð að einu nýra ef aðeins eitt nýra er
til staðar. Þetta getur einnig átt við um angíótensín II viðtaka antagónista. Hjá
sjúklingum með alvarlega skert blóðrúmmál geta einkenni lágþrýstings komið
fram. Samhliða gjöf á Atacand® og kalíumsparandi þvagræsilyfi getur valdið
hækkun á kalíumþéttni í sermi. Milliverkanir: Engar þekktar. Aukaverkanir:
Lágþrýstngur vegna áhrifa lyfsins. Lyfhrif: Eiginleikar: Atacand® er forlyf ætlað
til inntöku. Það umbreytist hratt í virkt efni, candesartan, vegna esterhýdrólýsu
við frásog úr meltingarvegi. Candesartan er angíótensín II viðtaka blokki,
sérhæfður fyrir AT-1 viðtaka, með sterka bindingu við og hæga losun frá
viðtakanum. Það hefur enga eigin virkni. Blóðþrýstingslækkandi verkun er
vegna lækkunar á útlægu æðaviðnámi, en hjartsláttartíðni, slagrúmmál og
hjartaútfall breytist hins vegar ekki. Það er ekkert sem bendir til alvarlegs eða
óeðlilega mikils lágþrýstings eftir fyrsta skammt eða versnunar þegar meðferð
er hætt. Blóðþrýstingslækkandi verkun hefst innan 2 klst og næst hámarks
blóðþrýstingslækkandi verkun, innan fjögurra vikna og helst við langtíma
meðferð. Blóðþrýstingslækkun af völdum lyfsins helst jöfn í 24 klst. og þess
vegna er nægjanlegt að gefa lyfið einu sinni á dag. Lyfið hefur svipaða virkni,
óháð aldri og kyni sjúklingsins. Candesartan eykur blóðflæði um nýru og
viðheldur eða eykur gaukulsíunarhraða á meðan viðnám nýrnaæða og
síunarhlutfall minnkar. Atacand® hefur engar óæskilegar verkanir á blóðsykur
eða blóðfitu. Lyfjahvörf: Frásog og dreifing: Eftir inntöku umbreytist
candesartan cílexetíl í virka efnið candesartan. Meðal aðgengi (nýting)
candesartans er u.þ.b. 40% eftir inntöku á candesartan cílexetíli í lausn.
Meðalhámarksþéttni í sermi (Cmax)) næst eftir 3-4 klst. eftir inntöku töflu. Þéttni
candesartans eykst línulega með auknum skammti á lækningalegu
skammtabili. Ekki hefur greinst neinn munur á lyfjahvörfum candesartan eftir
kyni. Flatarmálið undir sermiþéttni-á móti-tíma-kúrfu (AUC) fyrir candesartan
breytist ekki vegna fæðu. Candesartan er í miklum mæli bundið plasma-
próteinum (>99%). Dreifingar-rúmmál candesartans er 0,1 l/kg. Umbrot og
útskilnaður: Candesartan skilst aðallega út í óbreyttu formi í þvagi og galli og
einungis að litlum hluta vegna umbrota í lifur. Lokahelmingunartími
candesartans er u.þ.b. 9 klst. Engin uppsöfnun á sér stað við endurtekna
skammta. Heildar plasmaklerans candesartans er u.þ.b. 0,37 ml/mín./kg, með
nýrnaklerans u.þ.b. 0,19 ml/mín./kg. Eftir inntöku á 14c-merktu candesartan
cílexetíli safnast um 30% af heildargeislavirkni fyrir í þvagi og um 70% í saur.
Lyfjahvörf hjá ákveðnum sjúklingahópum: Hjá öldruðum (eldri en 65 ára) aukast
bæði Cmax og AUC fyrir candesartan miðað við unga einstaklinga. Engu að
síður er blóðþrýstingssvörun og tíðni aukaverkana svipuð eftir gefinn skammt
af Atacand® hjá ungum og öldruðum, svo ekki er nauðsynlegt að leiðrétta
skammta hjá öldruðum. Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsem'r í
samanburði við þá sem hafa eðlilega nýrnastarfsemi, sést hækkun á Cmax,
AUC og útskilnaðarhelmingunar-tíma candesartans. Þrátt fyrir það er ekki
nauðsynlegt að leiðrétta skammta hjá sjúklingum með væga til miðlungs skerta
nýrna-starfsemi. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e.
kreatínin klerans <30 ml/min./1,73 m? BSA) er klínísk reynsla takmörkuð og
íhuga skal hvort gefa skuli lægri upphafsskammt 4 mg. Hjá sjúklingum með
væga eða miðlungs skerta lifrarstarfsemi hafa engar breytingar á lyfjahvörfum
sést.
Pakkningar og verð: mars 1998. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: R, B.
Pakkningar: Töflur 4 mg: 28 stk. (þp.) -2.853 kr.; 98 stk. (þp.) -7.966 kr.; 1 tafla x 98
stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -7.966 kr. Töflur 8 mg: 28 stk. (þp.) -3.172 kr.; 98 stk. (þp.) -
8.987 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -8.987 kr. Töflur 16 mg: 28 stk. (þp.) -
3.810 kr.; 98 stk. (þp.) -10.980 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -10.980 kr.
Markaðsleyfishafi: Hássle Lákemedel, Svíþjóð.
Umboð á íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Heimildir
1: Nishikawa K et al. Candesartan cilexetil: a review of its preclinical pharmacology. Journal of Human Hyperlension
1997; 11 Suppl 2: S9-S17.
2: Sever P. Candesartan cilexetil: a new. long-acting, effective angiotensin II type 1 receptor blocker.
3: Húbner R et al Pharmacokinetics of candesartan after single and repeated doses of candesartan cilexetil in young
and elderly heatthy volunteers. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S19-S25.
4: Elmfeldt D et al. Candesartan cilexetil. a new generation angiotensin II antagonist, provides dose depentent
antihypertensive effect. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S49-S53
5: Andersson OK and Neldam S. A comparison of the antihypertensive effects of candesartan cilexetil and losartan in
patients with mild to moderate hypertension. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S63-S64.
6: Sever P and Holugreve. Long-term efficacy and tolerability of candesartan cilexetil in patients with mild to
moderatohypertension Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S69-S73.
7: Belcher G et al Candesartan cilexetil: safety and tolerability in healthy volunteers and patients with hypertension.
Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl: S85-S89.
8: Heuer HJ et al Twenty-four hour blood pressure profile of different doses of candesartan cilexebl in patients with
mild to moderate hypertension. Journal of human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: SS5-S56
Atacand^m
candesartan olexetilj