Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 77

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 435 Breytingar á áhersluþáttum í ungbarnavernd Landlæknir hefur gefið út þau tilmæli að breytingar verði á ungbarnaverndinni frá ársbyrjun 1998 í samræmi við ábendingar í handbók um Ungbarnavernd sem kom út á vegum landlæknis- embættisins árið 1996. Höfundar handbókarinnar Ungbarnavernd eru Gestur Páls- son barnalæknir við Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum, Jó- hann Ag. Sigurðsson prófessor í heimilislæknisfræði við lækna- deild Háskóla Islands og Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri við barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur. Fyrri leiðbeiningar um heilsu- gæslu barna á vegum landlækn- isembættisins voru frá 1984. Til- gangurinn með að setja þær fram á sínum tíma var að auka gæði ungbarnaverndar og samræma ákveðin atriði fyrir landið allt, það er að koma á ákveðnu skipu- lagi hvað ungbarnaverndina varðar. Þar var meðal annars lagt til að tekin yrði upp sérstök heilsugæsluskrá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld gáfu út og dreifðu. I skrána var safnað gagnlegum upplýsingum um heilsu barnsins og þroska, ónæmisaðgerðir og fleira. Einnig var lagt til að tekin yrði upp notkun vaxtarlínurita í ung- barnavernd á íslandi og notuð sænsk línurit fyrir aldurinn núll til átta ára þar til niðurstöðurann- sóknar á vexti íslenskra barna lægju fyrir. Lagt var til að þroskamat yrði gert að minnsta kosti við sex, 10 og 18 mánaða aldur svo og við fjögurra ára ald- ur. Tegundir og fjöldi ónæmisað- gerða var tíundaður og lagt til að börn fengju mislingabólusetn- ingu 18 mánaða. Sérstakur kafli var um notkun heilsugæsluskrár- innar og mat á vexti barnsins. Þá var og kafli um líkamsskoðun og annar um mat á andlegum og lik- amlegum þroska á mismunandi aldri, tillögur um hvemig eftirliti skyldi háttað og einnig stuttur kalli um mataræði ungbarna. Miklar breytingar hafa átt sér stað frá því fyrri leiðbeiningarn- ar litu dagsins ljós og endurskoð- un var því orðin tímabær. I nýju útgáfunni hefur aukin áhersla verið lögð á ýmsa aðra þætti en líkamsskoðun barnsins svo sem að læknar og hjúkrunarfræðingar notfæri sér heilsuvernd af þessu tagi til að efla tengslin við fjöl- skyldu bamsins og veita ungum og óreyndum foreldrum stuðning í uppeldishlutverkinu. Við vitj- anir í heimahús og reglubundnar skoðanir á heilsugæslustöð gefst gullið tækifæri til að koma ýms- um upplýsingum og ábendingum á framfæri, til dæmis varðandi slysavarnir, tannvernd og heil- brigt líferni fjölskyldunnar. Tilgangur nýju leiðbeining- anna er meðal annars að: - Lýsa kröfum um ákveðin lágmarksgæði í ungbarnavernd hér á landi. Þær eru hugsaðar sem rammi með lágmarksstuðli, með vandamál barnsins í brennidepli. - Vera marklýsing fagaðila um innihald ungbarnaverndar. - Samræma sjónarmið ýmissa fagaðila um heilsuvemd barna. - Koma að gagni við grunn-, framhalds- og símenntun heil- brigðisstétta. Leitast er við að hafa nýju leiðbeiningarnar sem fjölbreyti- legastar, þannig að þær nái einn- ig til einfaldra atriða. Reynt er að leggja áherslu á stuttar ábending- ar um hagnýt atriði sem hægt er að fletta upp og þær byggja fremur á reynslu en vísindum. Meginbreytingarnar eru að tveggja og hálfs árs skoðunin er flutt aftur um eitt ár, það er til þriggja og hálfs árs aldurs og að fjögurra ára skoðun og skoðun við upphaf skólagöngu hafa ver- ið felldar saman í eina skoðun við fimm ára aldur. Bætt hefur verið í heilsu- gæsluskrána vaxtarritum til 18 ára aldurs. Alls eru grunnskoðanir barna 13 talsins til fimm ára aldurs, þar af sjö læknisskoðanir. I kaflanum um skoðun barna á mismunandi aldri hefur til sam- ræmingar verið bætt við leið- beiningum varðandi vitjanir hjúkrunarfræðinga í heimahús. I þriggja og hálfs árs skoðun- inni er mikil áhersla lögð á augn- skoðun. Akveðið hefur verið að sjón- próf (HVOT) fari ekki fram seinna en við þriggja og hálfs árs aldur, en á þeim aldri á að vera auðvelt að mæla sjónskerpu flestra barna. Um er að ræða mikilvægustu augnskoðun æv- innar þar sem dráttur á greiningu rýrir meðferðarmöguleika um- talsvert. Fjögurra ára skoðunin þótti ekki standa undir væntingum til að uppgötva í tíma börn með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.