Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 30
392
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
landi eru 8% brjóstakrabbameinssjúklinga með
kímlínubreytinguna 999del5.
Fyrri rannsóknir okkar á meinafræði og líffræði-
legum þáttum æxla í arfberum 999del5 stökkbreyt-
ingarinnar bentu til að líffræðileg hegðun æxlanna
væri verri en almennt gerist hjá sjúklingum á sam-
bærilegum aldri (1). Einnig benti grófskimun fyrir
erfðaefnisbrenglunum (CGH) til marktækt hærri
tíðni brenglana í BRCA2 æxlum en æxlum án
stökkbreytinga í BRCA2. Tíðni taps á arfblendni
reyndist vera marktækt hærri í BRCA2 æxlum á
litningum lp, 3p, 6q,I lq, 13q, 17q og 20q (2).
Þar sem CGH er gróf aðferð til að skirna allt
erfðamengið höfum við kortlagt erfðaefnisbrengl-
anir á þessum svæðum nánar með rannsókn á tapi á
arfblendni (LOH) með það að markmiði að stað-
setja gen sem komið gætu við sögu í æxlisþróun.
Búið er að rannsaka 11 litningaarma. Erfðaefnis-
brenglanir á litningum 11 p, 11 q, 13q og 17p voru
marktækt algengari í BRCA2 æxlum heldur en í
sporadískum æxlurn. Erfðaefnisbrenglanir á litn-
ingum 9p, 17q og 20q reyndust hins vegar ekki
vera marktækt algengari í BRCA2 æxlunum.
Niðurstöður okkar falla vel að þeirri kenningu að
BRCA2 komi við sögu í viðgerðum erfðaskemmda.
Þær benda einnig til mögulegrar staðsetningar gena
á litningasvæðum 1 lp,llq og 17p er komi við sögu
í æxlisþróun hjá arfberum 999del5 stökkbreyting-
arinnar.
HEIMILDIR
1. Agnarsson BA, et al. Breast Cancer Res Tr. In press, 1998.
2. Tirkkonen, et al. Cancer Res 1997; 57: 1222-7.
V-06. Aðferð við greiningu stökkbreyt-
inga í p53 geni brjóstakrabbameinssjúk-
linga
Hólmfríður Hilmarsdóttir, Sólveig Grétarsdóttir,
Jórunn E. Eyfjörð, Laufey Tryggvadóttir, Helga M.
Ögmundsdóttir, Hrafn Tulinius
Frá Rannsóknastofu Krabbaméinsfélags lslands í
sameinda- og frumulíffrœði, Krabbameinsskrá KI
Sýnin eru úr sjúklingum úr rannsókninni Tengsl
áhættuþátta við stökkbreytingar í p53 geni í
brjóstakrabbameinsæxlum og við sýnd stökk-
breytinga í BRCAl og BRCA2 genum. Rann-
sóknarhópurinn samanstendur af 1200 sjúklingum
og 2400 viðmiðum, sem öll eiga svör í heilsubanka,
auk upplýsinga um fleiri áhættuþætti sem fást með
tengingu við aðra gagnabanka með gagnatengingu
(record linkage).
Sýnin eru fengin úr paraffínkubbum, sem varð-
veittir eru í Dungalssafni. DNA er einangrað úr
sýnunum og magnað upp með PCR aðferð. Gerð er
P53 stökkbreytingagreining á táknröðum 5-8 með
svokallaðri CDGE-aðferð (Constant Denaturant
Gel Electrophoresis). Aðferðin byggir á bræðslu-
eiginleikum DNA sameindarinnar í pólýakrílamíð-
hlaupi sem inniheldur háan styrk eðlissviptandi
efna (urea og formamíð). Þau sýni sem sýna breyt-
ingu með CDGE-aðferð eru síðan raðgreind til að
ákvarða hver stökkbreytingin er. Raðgreiningin er
gerð í ALF Express með aðferð sem kennd er við
Sanger. Komin eru 140 sýni og er búið að gera
CDGE stökkbreytingagreiningu á helmingi tákn-
raða í þeim. Einnig er búið að staðfesta stökkbreyt-
ingu með raðgreiningu í átta sýnum af 14, sem sýnt
hafa breytingu með CDGE-aðferð.
V-07. P53 og óstöðugleiki erfðaefnisins
Stefán Sigurðsson, Sigríður K. Böðvarsdóttir,
Margrét Steinarsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson,
Helga M. Ögmundsdóttir, Kesara Anamthawat-
Jónsson, Jórunn E. Eyfjörð
Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í
sameinda- og frumulíffrœði, Rannsóknastofu land-
búnaðarins, litningarannsóknadeild Rannsókna-
stofu Háskólans í meinafrœði, Líjfrœðistofnun Há-
skóla Islands
Stökkbreytingar í p53 krabbameinsbæligeninu
eru þær algengustu sem þekktar eru í krabbamein-
um. Fruma án virks p53 prótíns getur ekki brugðist
við skemmdum á erfðaefninu með því að stöðva
frumuna í frumuhringnum. Hún getur heldur ekki
örvað DNA viðgerð eða stýrðan frumudauða og því
aukast líkur á því að DNA skemmdir festist í sessi
sem eykur líkur á því að æxlismyndun verði.
í fyrri rannsóknum hjá Krabbameinsfélaginu hef-
ur verið sýnt frarn á að brjóstaæxli sem hafa stökk-
breytingar í p53 hafa mun óstöðugra erfðaefni
heldur en æxli sem ekki hafa breytingu í geninu en
hingað til hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl.
Þróuð var aðferð til þess að greina p53 prótínið
með flúrskinsmerktu mótefni og þráðhaft litnings
17 með FISH (fluorescence in situ hybridization) í
sama kjarnanum. Aðferðin var síðan notuð til þess
að meta óstöðugleika erfðaefnisins í brjóstaæxlis-
frumum sem hafa stökkbreytingu í p53 í saman-
burði við frumur í sama æxli sem ekki hafa stökk-
breytingu í geninu.
Niðurstöður rannsóknanna sýna að þær frumur
sem hafa stökkbreytingu í p53 hafa tölfræðilega
marktækt fleiri litninga númer 17 greinda með
þráðhaftssértækum þreifara heldur en frumur í
sama æxli án stökkbreytinga í geninu. Það eru því
raunverulega p53 stökkbreyttu frumurnar sem
valda þeirn óstöðugleika sem sést í brjóstakrabba-
meinsæxlum.
V-08. P53 prótíntjáning í sjúkri og eðli-
legri munnslímhúð
Álfheiður Ástvaldsdóttir, Peter Holbrook, Jóhann
Heiðar Jóhannsson, Helga M. Ögmundsdóttir