Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 19 ■ lceland □ Denmark EJ Finland 11 Sweden E3 Norway Fig. 10. Etiology ofESRD in the Nordic countries. Incidence per million population peryear 1992-1996. GN = glomerulonephritis; 1N = interstitial nephritis; PKD = polycystic kidney disease; NS = nephrosderosis; DN = diabetic nephropathy; Other = other dis- eases; Unkn. = unknown. konur, til dæmis er hlutfall þeirra 1,4 í Finn- landi (8) og 1,7 í Svíþjóð (12). Greining orsaka lokastigsnýrnabilunar bygg- ir oft á klínískum grunni. Oft komast sjúkling- amir seint í hendur nýrnasérfræðinga og er þá oft ómögulegt að greina grunnsjúkdóminn, jafnvel í nýrnasýni. Nýrnasýnistaka hefur á síðari árum orðið áhættulítil og liggur vefja- greining nú oftar fyrir áður er til meðferðar við lokastigsnýrnabilun kemur. Þó ber að taka fram að klínísk greining vissra sjúkdóma, þar á með- al arfgengra blöðrunýrna og sykursýkinýrna- meins hefur lengi verið nokkuð áreiðanleg. Með árunum hafa orðið vemlegar breytingar á hlutdeild helstu grunnsjúkdóma í lokastigs- nýrnabilun. Væntanlega gefur samanburður á síðari áratugunum tveimur besta mynd af þeim breytingum sem orðið hafa (tafla III). Þær má að verulegu leyti skýra með þeirri fjölgun aldr- aðra í meðferð við lokastigsnýrnabilun sem varð á síðasta áratugnum en rúmur fjórðungur þeirra hefur háþrýstingsnýrnahersli. Fjöldi sjúk- linga með gauklabólgu stendur nánast í stað síðari áratugina í báðum aldurshópum enda þótt sjúklingum í heild fjölgi um þriðjung milli áratuga. Hin lága tíðni sykursýkinýmameins er athygliverð en víða á Vesturlöndum er þessi sjúkdómur algengasta orsök lokastigsnýrnabil- unar. Árið 1996 olli sykursýki 113 tilfellum lokastigsnýrnabilunar á milljón íbúa í Banda- rikjunum sem var 42,3% nýgengis í lokastigs- nýrnabilun (7). Þekkt er lág tíðni sykursýki á Islandi (13). Á hinni lágu tíðni nýrnaskemmda af völdum sykursýki kunna að vera ýmsar skýr- ingar sem rannsaka þarf betur. Eins og annars staðar má vænta fjölgunar sykursjúkra með lokastigsnýrnabilun á komandi árum. Sjúk- dómar í flokknum „aðrir sjúkdómar“ eru marg- ir og fjölgar sjúklingum þar með hverjum ára- tugi, einkum þó hinum síðasta. Hér gæti að ein- hverju leyti verið um að ræða nákvæmari sjúk- dómsgreiningar og kynnu einhverjir þessara sjúklinga að hafa lent í öðrum hópum áður fyrr. Líklegra er að hér séu ýmsir sjúkdómar sem áður greindust ekki eða ekki fékkst ráðið við. Á mynd 10 eru sýndir helstu sjúkdómsflokkar og nýgengi lokastigsnýrnabilunar af þeirra völd- um á Norðurlöndum miðað við milljón íbúa. Nýgengi í öllum sjúkdómshópunum er lægst á Islandi. Sérstaka athygli vekur langlægst ný- gengi lokastigsnýrnabilunar af völdum gaukla- bólgu og sykursýkinýmameins hér en það skýrir að verulegu leyti lægra nýgengi hérlend- is en á hinum Norðurlöndunum. Væri nýgengi meðhöndlaðrar lokastigsnýrnabilunar af þess- um tveimur orsökum jafnhátt og í Svíþjóð væri heildarnýgengi hér 84 á milljón íbúa. Hvað aðra sjúkdóma varðar er munurinn minni. Skýr- ing á lágri hlutdeild gauklabólgu er ekki aug- ljós og er þar verðugt rannsóknarefni. Fjöldi lífára í hverri meðferðartegund á ári mælir mun nákvæmar hlutdeild hvers meðferð- arforms en fjöldi sjúklinga í árslok. Lífár í blóð- skilun árið 1997 vom 22,5 en það svarar til 3.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.