Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
19
■ lceland
□ Denmark
EJ Finland
11 Sweden
E3 Norway
Fig. 10. Etiology ofESRD in the Nordic countries. Incidence per million population peryear 1992-1996. GN = glomerulonephritis;
1N = interstitial nephritis; PKD = polycystic kidney disease; NS = nephrosderosis; DN = diabetic nephropathy; Other = other dis-
eases; Unkn. = unknown.
konur, til dæmis er hlutfall þeirra 1,4 í Finn-
landi (8) og 1,7 í Svíþjóð (12).
Greining orsaka lokastigsnýrnabilunar bygg-
ir oft á klínískum grunni. Oft komast sjúkling-
amir seint í hendur nýrnasérfræðinga og er þá
oft ómögulegt að greina grunnsjúkdóminn,
jafnvel í nýrnasýni. Nýrnasýnistaka hefur á
síðari árum orðið áhættulítil og liggur vefja-
greining nú oftar fyrir áður er til meðferðar við
lokastigsnýrnabilun kemur. Þó ber að taka fram
að klínísk greining vissra sjúkdóma, þar á með-
al arfgengra blöðrunýrna og sykursýkinýrna-
meins hefur lengi verið nokkuð áreiðanleg.
Með árunum hafa orðið vemlegar breytingar á
hlutdeild helstu grunnsjúkdóma í lokastigs-
nýrnabilun. Væntanlega gefur samanburður á
síðari áratugunum tveimur besta mynd af þeim
breytingum sem orðið hafa (tafla III). Þær má
að verulegu leyti skýra með þeirri fjölgun aldr-
aðra í meðferð við lokastigsnýrnabilun sem
varð á síðasta áratugnum en rúmur fjórðungur
þeirra hefur háþrýstingsnýrnahersli. Fjöldi sjúk-
linga með gauklabólgu stendur nánast í stað
síðari áratugina í báðum aldurshópum enda
þótt sjúklingum í heild fjölgi um þriðjung milli
áratuga. Hin lága tíðni sykursýkinýmameins er
athygliverð en víða á Vesturlöndum er þessi
sjúkdómur algengasta orsök lokastigsnýrnabil-
unar. Árið 1996 olli sykursýki 113 tilfellum
lokastigsnýrnabilunar á milljón íbúa í Banda-
rikjunum sem var 42,3% nýgengis í lokastigs-
nýrnabilun (7). Þekkt er lág tíðni sykursýki á
Islandi (13). Á hinni lágu tíðni nýrnaskemmda
af völdum sykursýki kunna að vera ýmsar skýr-
ingar sem rannsaka þarf betur. Eins og annars
staðar má vænta fjölgunar sykursjúkra með
lokastigsnýrnabilun á komandi árum. Sjúk-
dómar í flokknum „aðrir sjúkdómar“ eru marg-
ir og fjölgar sjúklingum þar með hverjum ára-
tugi, einkum þó hinum síðasta. Hér gæti að ein-
hverju leyti verið um að ræða nákvæmari sjúk-
dómsgreiningar og kynnu einhverjir þessara
sjúklinga að hafa lent í öðrum hópum áður fyrr.
Líklegra er að hér séu ýmsir sjúkdómar sem
áður greindust ekki eða ekki fékkst ráðið við. Á
mynd 10 eru sýndir helstu sjúkdómsflokkar og
nýgengi lokastigsnýrnabilunar af þeirra völd-
um á Norðurlöndum miðað við milljón íbúa.
Nýgengi í öllum sjúkdómshópunum er lægst á
Islandi. Sérstaka athygli vekur langlægst ný-
gengi lokastigsnýrnabilunar af völdum gaukla-
bólgu og sykursýkinýmameins hér en það
skýrir að verulegu leyti lægra nýgengi hérlend-
is en á hinum Norðurlöndunum. Væri nýgengi
meðhöndlaðrar lokastigsnýrnabilunar af þess-
um tveimur orsökum jafnhátt og í Svíþjóð væri
heildarnýgengi hér 84 á milljón íbúa. Hvað
aðra sjúkdóma varðar er munurinn minni. Skýr-
ing á lágri hlutdeild gauklabólgu er ekki aug-
ljós og er þar verðugt rannsóknarefni.
Fjöldi lífára í hverri meðferðartegund á ári
mælir mun nákvæmar hlutdeild hvers meðferð-
arforms en fjöldi sjúklinga í árslok. Lífár í blóð-
skilun árið 1997 vom 22,5 en það svarar til 3.500