Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 114
98
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Fréttir frá Félagi
ungra lækna
Ný stjórn
Kosin hefur verið ný stjórn Félags ungra
lækna. Hana skipa: Birgir Jóhannsson for-
maður, Pórir Auðólfsson varaformaður og rit-
ari og Óttar Már Bergmann gjaldkeri.
Eðli félagsins
Félagið samanstendur af um 150 ungum
læknum, kandídötum og deildarlæknum, sem
hlotið hafa lækningaleyfi á íslandi. Tilgangur
og markmið félagsins eru að efla og vemda hag
ungra lækna. Efla áhuga og þátttöku lækna á
öllu er lýtur að framþróun í heilbrigðismálum
ásamt því að stuðla að bættri þjálfun ungra
lækna og aukinni grunn- og símenntun allra
lækna.
Samkeppni um merki Félags ungra
lækna
Félag ungra lækna efnir til samkeppni um
hönnun á merki fyrir félagið. Félagið hefur nú
starfað í hartnær aldarfjórðung og hefur enn
ekki eignast félagsmerki. Félagið fer þess á leit
að hugsuðir og hönnuðir þessarar þjóðar láti
hugmyndir sínar verða að veruleika og sendi
inn tillögur að merki fyrir félagið fyrir lok aug-
lýsts frests.
Heiti félagsins
Félagið heitir Félag ungra lækna, skamm-
stafað F.U.L. Heiti félagsins á ensku er The Ice-
landic Association of Junior Doctors.
Staða félagsins
Félagið er sjálfstætt aðildarfélag Læknafé-
lags Islands með réttarstöðu svæðafélags.
Læknavefur
Nú er lokið uppsetningu lokaðs svæðis
á heimasíðu Læknafélags íslands þar
sem ætlunin er að koma upp umræðu-
hópum og síðum fyrir tilkynningar og
ýmis málefni sem einungis eiga erindi
til lækna.
Svæðið er verndað bæði með notenda-
orði og lykilorði og geta læknar einir
fengið aðgang að því. Aðgangsorð
verða persónuleg fyrir hvern og einn.
Til að fá aðgangsorð þarf að hafa
samband við Margréti Aðalsteinsdóttur
á skrifstofu Læknafélags íslands á
tölvupósti, netfang: magga@icemed.is,
í síma 564 4100 eða í bréfsíma 564
4106.
Reglur samkeppninnar
Merkið skal taka mið af eðli félagsins, mark-
miðum og tilgangi. Merkið þarf að vera stíl-
hreint og geta staðið eitt og sér án frekari skýr-
ingar. Merkið má vera í einum eða fleiri litum.
Akvörðunamefnd um val úr tillögum er skipuð
af stjórn félagsins. Nefndin áskilur sér rétt til að
hafna öllum tillögum. Sú tillaga að merki sem
ákvörðunarnefnd velur verður að merki félags-
ins og áskilur félagið sér óskilyrt not af því
merki. Frestur til að skila inn hugmyndum að
nýju merki félagsins er 15. apríl 1999. Allar
frekari fyrirspurnir um samkeppnina berist til,
biggi@shr.is
Tillögur að nýju merki berist til
Félag ungra lækna
Hlíðasmára 8
200 Kópavogi
Island
Verðlaun: Málsverður fyrir tvo.
Iðgjald til Lífeyris-
sjóðs lækna
Eitt stig fyrir áriö 1998 er kr. 207.000,-
Þannig aö lágmarksiðgjald til aö viöhalda
réttindum, þaö er 1/3 úr stigi, er kr.
69.000,-.
Þau sem borga iðgjaldið beint til sjóösins,
eru beöin aö inna það af hendi sem fyrst.