Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 43 Ólafur Jensson prófessor 1924-1996 Greinin hér á undan um erfðarannsókn á arfgengum blöðrunýrum á íslandi er til- einkuð frumkvöðli og hvata- manni hennar, prófessor Ól- afi Jenssyni forstöðumanni Blóðbankans, sem átti meira en 30 ára árangursríkt starf sem vísindamaður. Genin og ættfræðin gegndu veigamiklu hlutverki í rannsóknum hans og eftir því sem ég best veit var Ólafur fyrstur til að nota orðið meingen um sjúkdóms- valdandi gen. Ólafur Jens- son er höfundur að meira en 70 greinum í virtum vísinda- ritum. Flestar greina hans fjalla um erfðarann- sóknir, til dæmis rannsóknir á arfgengri heila- blæðingu, arfgengum blöðrunýrum, klofnum hrygg og dreyrasýki A. Einnig ritaði hann greinar sem lúta að starfsemi Blóðbankans. Loks eru ótalin mörg verkefni sem hann lagði grunn að og tók þátt í, verkefni sem enn er unnið að af ýmsum rannsóknaraðilum. Ólafur var alla tíð haldinn óþrjótandi áhuga á þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur og var í samvinnu við vísindamenn um allan heim þegar þess gerðist þörf. Árið 1989 kom Ólafur að máli við mig og sagðist vera kominn í samband við hollenskan vísindamann dr. Martijn Breuning, sem væri lykilmaður í rann- sókn á arfgengum blöðrunýrum í Evrópu. Hann vildi senda mig þangað til skrafs og ráðagerða um hvernig væri best að standa að samstarfi, með það að markmiði að gera erfðarannsókn á arfgengum blöðrunýrum hér heima. Áður hafði Ólafur með sambandi sínu við Pál Ásmundsson yfirlækni á blóðskilunardeild Landspítalans fengið upplýsingar um nokkrar blöðrunýrna- fjölskyldur á Islandi. Ólafur hafði bæði aflað sér þekkingar á stöðu erfðaefnisgreininga og aukið við upplýsingar um ættir einstaklinga með arfgeng blöðrunýru. Aðferð til að staðsetja meingen í erfðaefninu hafði rutt sér til rúms og átti eftir að taka stórum framförum á næstu ár- um. Ólafur var skjóthuga og sá möguleikann í íslenskum efniviði og nýjum aðferðum. Ég fór til Hollands og Ólafur hóf samstarfið heima með söfnun sýna úr ís- lenskum blöðrunýrnaættum. Meðan á rannsókninni stóð „blés Ólafur reglulega til funda“ með íslenskum sam- starfslæknum til að hvetja menn til dáða. Hann vann stöðugt að fjármögnun rann- sóknarinnar, fylgdist með nýjustu uppgötvunum í vís- indaritum og reyndi hvað hann gat að flýta fyrir rann- sókninni. Ólafur sendi mig aftur til Hollands 1992 til að læra nýjustu aðferðir við arfgerðagreiningu og seinna til dr. James Weber í Marshfield í Bandaríkjunum til að leita að PKD2 geninu. f seinni ferðinni vildi Ólafur að ég ynni einnig að leit meingens fyrir annan arfgengan sjúkdóm í íslenskri fjölskyldu, arfgenga sjónu- og æðu- visnun. Ferðin leiddi til staðsetningar beggja meingena. Þegar sýni vantaði í nýjum blöðrunýrnafjöl- skyldum hafði Ólafur oft samband við fjöl- skyldumeðlimi. Hann fékk leyfi til að koma heim til þeirra til að taka blóðsýni. Ólafur taldi ekki eftir sér að fara í önnur sveitarfélög um helgar í þessu skyni. Ég man sérstaklega eftir ferð á Suðurnesin þar sem Ólafur tók blóðsýni úr fimm fjölskyldumeðlimum. Áhugi hans á rannsókninni var smitandi og eftir blóðgjöfina var sest inn í stofu þar sem allir tóku þátt í um- ræðu um verkefnið og ættir viðkomandi fjöl- skyldu. Þar gætti fyllsta trúnaðartrausts á báða bóga. Ólafur vann að rannsókn á arfgengum blöðru- nýrum og fjölmörgum öðrum rannsóknarverk- efnum þar til yfir lauk. Hann vildi veg erfða- rannsókna á Islandi sem mestan og vann að því alla tíð. Jákvætt viðhorf Ólafs til framgangs vísindarannsókna er til eftirbreytni fyrir vís- indamenn Islands í dag. Ragnheiður Fossdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.