Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
1 1
Fig. 1. Annual number ofnew patients entering renal replacement therapy in Iceland 1968-1997.
Kviðskilun (peritoneal dialysis) hófst árið
1985. Fyrsta nýrað var grætt í íslenskan sjúk-
ling í London árið 1970. íslendingar hafa haft
þá sérstöðu að ígræðslur hafa alfarið verið
framkvæmdar erlendis en meðferð eftir það
verið í höndum lækna hér á landi. Nýrna-
ígræðslur hafa til þessa oftast verið fram-
kvæmdar á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn,
en einnig á Salgrenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg og Massachusetts General Hospital í
Boston. Island er þátttakandi í norrænu sam-
starfi um líffæraígræðslur (Scandiatransplant).
Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta
þróun og árangur meðferðar við lokastigs-
nýrnabilun á íslandi 1968-1970. Greint verður
frá faraldsfræði sjúkdómsins, svo og afdrifum
þeirra liðlega 200 sjúklinga sem meðhöndlaðir
voru á þessu tímabili. Við höfum borið saman
árangur skilunarmeðferðar og nýrnaígræðslu.
Þá höfum við borið saman árangur meðferðar
við lokastigsnýrnabilun hérlendis og meðal ná-
grannaþjóða.
Efniviður og aðferðir
Gerð var afturskyggn rannsókn á þeim hópi
íslenskra sjúklinga er byrjaði í nteðferð vegna
lokastigsnýrnabilunar á árabilinu 1968-1997.
Teknir voru í rannsóknina allir sjúklingar sem
gengust undir meðferð í sex vikur eða lengur.
Frá upphafi hefur upplýsingum um alla sjúk-
linga sem hefja meðferð vegna lokastigsnýma-
bilunar verið safnað í gagnagrunn blóðskilun-
ardeildar Landspítalans. Frá 1971 hefur þessi
gagnagrunnur átt hlut að gagnagrunni Euro-
pean Dialysis and Transplantation Association
(EDTA). Upplýsingar fengust úr gagnagrunni
blóðskilunardeildar og úr sjúkraskrám. Aflað
var upplýsinga um aldur, kyn, orsök nýrnabil-
unar, tegund meðferðar við lokastigsnýrnabil-
un, dagsetningu upphafs meðferðar, flutning
milli mismunandi tegunda meðferðar, dauðs-
föll og dánarorsakir.
Arlegt nýgengi og algengi meðhöndlaðrar
lokastigsnýrnabilunar var ákvarðað í lok hvers
árs og greint eftir aldri við upphaf meðferðar,
kyni og grunnsjúkdómum. Þá var rannsökuð
lifun þessa sjúklingahóps og metnir þættir sem
áhrif kunna að hafa á hana. Einnig var metin
lifun nýrnagræðlinga. Athugun á lifun sjúk-
linga og nýrnagræðlinga er hvarvetna miðuð
við fimm ár. Auk þess að tíunda ofangreindar
upplýsingar fyrir allt tímabilið og frá ári til árs
er sjúklingum skipt í þrjá hópa, einn fyrir hvern
áratug, til þess að meta betur þær breytingar
sem orðið hafa. Lífár (patient-years) í meðferð-
artegund er samanlagður allur tími sem sjúk-
lingar eru í viðkomandi meðferð reiknaður í ár-
um. Árleg dánartíðni í meðferð við lokastigs-
nýrnabilun er skilgreind sem fjöldi látinna á 100
lífár.
Við tölfræðilega úrvinnslu var notað forritið
Statview (Abacus Concepts Inc., Berkeley,