Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 70

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 70
60 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 félagsins og á innbyrðis sam- skipti á milli kollega? „Ég hef ekki trú á því að samþykkt þessa frumvarps valdi klofningi eða deilum í læknafélaginu. Þrátt fyrir að menn hafi haft skiptar skoðan- ir á frumvarpinu eins og ber- lega hefur komið í ljós á síð- ustu mánuðum þá höfum við ekki túlkað það sem klofning í félaginu. Það er nú einu sinni þannig að læknum ber að virða sínar siðferðilegu grund- vallarskyldur, við getum ekki deildt um það. A hinn bóginn er ljóst að það geta orðið lang- vinnar deilur á milli heilbrigð- iskerfisins eða heilbrigðis- starfsmanna og stjórnvalda um útfærslu og framkvæmd á lög- unum, en við eigum einnig eftir að sjá útfærslur á ein- stökum atriðum." - Menn meta greinilega á mjög ólíka vegu þau siðferði- legu álitamál sem þarna koma upp, getur það ekki leitt til togstreitu milli lækna? „Vissulega getur það leitt til togstreitu milli lækna og vænt- anlega verður það hlutverk læknafélagsins að reyna að sætta ólík sjónarmið. Það hef- ur aldrei staðið til af hálfu Læknafélagsins að leggja til að landslög verði brotin, við hlýðum þeim að sjálfsögðu, en það getur vel verið að það verði ógerlegt fyrir stóran hluta okkar að vinna eftir þess- um lögum á ásættanlegan hátt og við verðum þá að finna einhverja leið út úr þvf án þess að það valdi miklum skaða. Málið í heild kennir okkur hins vegar þá lexíu að komi álíka mál upp aftur og ætli stjórnvöld og Heilbrigðis- ráðuneytið að halda áfram að vinna á þennan hátt þá þurfum við að sýna stjómvöldum miklu meiri hörku en hingað til, þá þýðir ekki að vera bara drengilegur læknir. En það sem læknasamtök- unum hefur fundist einna erf- iðast og sárast er að við höfum reynt af heiðarleika og dreng- lyndi að vera málefnaleg í allri umfjöllun okkar um þetta mál sem varðar mjög siðferði- legar skyldur okkar og starf, en á hinn bóginn hafa okkur ekki þótt þeir aðilar, sem hafa viljað fá frumvarpið samþykkt, gera slíkt hið sama. Það er mjög miður. Ekki síst hefur verið sárt að horfa upp á ein- staka kollega, sem unnið hafa mjög ötullega að því að vinna málinu fylgis, gera það jafn- vel á kostnað annarra kollega. Reynt hefur verið að koma höggi á einstaklinga og félag- ið sjálft. Eftir það sitja sums staðar djúp sár sem verða lengi að gróa.“ Alit Siðfræðiráðs er áfellisdómur - Siðfræðiráð LÍ sendi frá sér mjög afgerandi samþykkt um frumvarpið þar sem fram kemur það mat að frumvarpið stríði gegn ákveðnum atriðum í lögum um réttindi sjúklinga. Siðfræðiráðið beindi því jafn- framt til íslenskra lækna að taka ekki þátt í gerð miðlægs gagnagrunns á heilbrigðis- sviði. Hefur stjórn LI fjallað um þessa samþykkt? „Stjórnin hefur fjallað um þessa samþykkt. Alit Siðfræði- ráðs er mjög skýrt og skorin- ort og ákaflega alvarlegur áfellisdómur yfir frumvarpinu eins og það leit út og þá vænt- anlega yfir lögunum eins og þau líta út í dag. Við höfum ekki séð lögin í endanlegri mynd, eftir að breytingartil- lögur hafa verið færðar inn, en reyndar eru einu breytingarn- ar sem gerðar voru til hins verra. En stjórn Læknafélags- ins hefur skoðað álit Siðfræði- ráðs og mun að sjálfsögðu líta til þess við áframhaldandi vinnslu á málinu.“ - Attu von á því að stjórnin muni í framhaldi samþykktar Siðfræðiráðs beina einhverj- um tilmælum til lækna um það hvernig þeir skuli bregð- ast við lögunum? „A þessu stigi málsins er of snemmt að fullyrða um það. Ég held að allir vilji forðast langvinnar og heiftúðugar deilur innan heilbrigðiskerfis- ins og LÍ mun ekki stuðla að slíku. Það hefur verið nefnt að látið verða reyna á lögin fyrir einhverjum alþjóðlegum stofnunum. Ég reikna fastlega með því að málið fari þangað, hvort sem það verður á vegum LÍ eða einhverra annarra og það verður náttúrulega mjög afgerandi fyrir endanlega af- stöðu okkar.“ Alvarlegt verði læknar þvingaðir til samstarfs - Fyrir liggur að ríflega 150 læknar hafa sent yfirlýsingu til Alþingis þar sem þeir segj- ast ekki munu senda heilsu- farsupplýsingar inn í grunninn nema sjúklingar óski þess sér- staklega, skriflega. Er þessi grunnur þá ekki í raun hruninn fyrirfram, taki læknar ekki þátt í gerð hans? „Til þess að gagnagrunnur- inn verði að veruleika og virki á fullnægjandi hátt eins og til er ætlast verða allir læknar að taka þátt í gerð hans. Ef nýta á þennan grunn fyrir heilbrigð- isupplýsingar og sem stýri- kerfi fyrir heilbrigðiskerfið eins og sagt er, þá verða allar upplýsingar að vera þar inni. Þannig að ekki þarf nema fáa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.