Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1999, Qupperneq 64

Læknablaðið - 15.01.1999, Qupperneq 64
J 56 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Umræða og fréttir „Annus essentialisu Annáll formanns LÍ1998 Árið sem nú hefur runnið sitt skeið á enda hefur verið með einæmum viðburðaríkt fyrir Læknafélag Islands. Það er ekki hægt að segja að logn- molla hafi ríkt í starfi félags- ins á árinu og ekki var laust við að framverðimir væru orðnir nokkuð vígamóðir þeg- ar líða tók á árið. „Nauðsynlega árið“ segja sumir, vegna nauðsynlegra breytinga sem gera þurfti á rekstri og áherslum félagsins. „Annus horribilis" sagði Elísabet Englandsdrottning hér um árið þegar báðir synir hennar höfðu verið stöðugt í fréttum vegna hjúskaparmála sinna. Ekki vill formaður LÍ kveða jafnsterkt að orði og hæstvirt Englandsdrottning en hefur nú dýpri skilning en áð- ur á líðan hennar á þeim tíma. Víst atvikaðist það þannig að röð umfangsmikilla og erfiðra mála hefur verið til umfjöll- unar og afgreiðslu í stjórn LI, samfara miklum breytingum á innra starfi skrifstofu félags- ins. Ný stjórn LÍ, skipuð haustið 1997, fékk þann beiska kaleik í hendur að endurskipuleggja og hagræða í rekstri félagsins og Læknablaðsins. í samvinnu við rekstrarráðgjafa var gengið til þess verks og um áramótin var skipulagi á rekstri skrifstofu breytt og starfsfólki fækkað. Markmið- ið hefur verið að félagar í LÍ fengju skilgreinda þjónustu, þá sem þeir þurfa, þegar þeir þurfa á henni að halda. Mark- miðið var að LI stæði ötlugan vörð um hag og störf lækna á Islandi. Ákveðið var einnig að fela VÍB rekstur Lífeyrissjóðs lækna. Segja má að kaleikur- inn hafi verið tæmdur þegar núverandi framkvæmdastjóri ákvað að hætta eftir langt og farsælt starf fyrir læknasam- tökin. Varð síðasti sopinn sér- staklega erfiður. Nýr fram- kvæmdastjóri LÍ tekur til starfa þann 1. febrúar næst- komandi og lýkur þar með umbreytingarferlinu að sinni. Skrifstofa LI býr yfir mjög hæfu starfsfólki og með frek- ari skipulagningu og hagræð- ingu náum við enn lengra í áttina að því markmiði að þjóna félögum LI sem best og gæta þeirra hagsmuna. Eitt má ekki gleyma að minnast á í starfsemi skrifstofu LI en það er þátttaka „öldungadeildar“ LI. Það hefur orðið að sam- komulagi milli stjórnar LÍ og stjórnar öldunga að þeir komi til starfa á skrifstofu LÍ við ákveðin verkefni. Félaginu er mikill fengur að fá að nýta þekkingu þeirra og reynslu til starfa fyrir læknasamtökin. Við sigldum inn í nýtt ár í kjalsogi nýrra kjarasamninga sjúkrahúslækna. Ekki voru allir Iæknar á eitt sáttir um þá niðurstöðu sem þar fékkst en um var að ræða grundvallar- breytingu á launakerfi. Skipt- ust menn í fylkingar en ekki leiddi það til sundrungar sem vel hefði getað orðið. Það er reyndar ekkert nýtt að læknar hafi skiptar skoðanir og ekki nema gott eitt um það að segja. Eitt er þó víst að samninga- nefndir LI og LR unnu þar mikið og óeigingjarnt starf. Nú er orðið ljóst að um tíma- mótasamninga var að ræða og sjúkrahúslæknar fengu tals- verðar kjarabætur, og sumir komust í „helgra" manna tölu. Ungir læknar voru ósáttir með niðurstöðuna og háðu eigin baráttu skömmu fyrir áramót. Tókst þeim að bæta stöðu sína nokkuð. Ekki er ennþá bitið úr nálinni með þá samningagerð alla því svokölluð samráðs- nefnd er enn, þegar þetta er ritað, í glímu við vinnuveit- endur um röðun í launaflokka og stendur LÍ þar þétt að baki sínu fólki í erfiðri glímu. Það veikir mjög störf nefndarinnar að vinnuveitendur hafa neit- unarvald gagnvart ákvörðun- um hennar. Enn er ólokið end- anlegri aðlögun samningsins, og reyndar samninga allra lækna að vinnutímatilskipun EES. Þar er um stórt og mikil- vægt mál að ræða og vinnur nefnd á vegum LI með aðstoð löglærðs sérfræðings í vinnu- rétti að því máli. Á árinu sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.