Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 24

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 24
20 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 skilana. Greinilegt er að árlegt magn skilunar hefur tiltölulega lítið breyst síðustu átta árin og hækkandi algengi meðferðar við lokastigsnýrna- bilun á þeim tíma má rekja til aukinnar hlut- deildar ígræðslna. Athyglivert er hve miklum vinsældum kviðskilun naut fyrst eftir að hún kom til sögunnar en meira en helmingur skilunar- sjúklinga var í kviðskilun fyrstu árin en síðustu 10 árin hefur kviðskilun veitt nálægt þriðjung lífára í skilunarmeðferð. Svipað hlutfall þekkist víðar, til dæmis í Danmörku og Svíþjóð (11,12). Tæpur helmingur sjúklinga sem byrjað hafa í meðferð við lokastigsnýrnabilun hefur fengið ígrætt nýra. I árslok 1997 voru þeir nær 70% allra lifandi sjúklinga. í árslok 1996 voru ígræddir 44,9% af sjúklingum í meðferð við lokastigsnýrnabilun í Danmörku, 62,2% í Finn- landi og 54,2% í Svíþjóð. Enn er aðeins Nor- egur hærri en Island með 79,2% allra sjúklinga en engin þjóð gerir hlutfallslega jafn margar nýrnaígræðslur. Athyglivert er hve hátt hlutfall lifandi gjafa er meðal nýrnagjafa á síðasta áratugi. Notkun þeirra er mismikil í heiminum og ræðst það meðal annars af trúarbrögðum og þjóðfélags- legum viðhorfum. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir hvað veldur hárri hlutdeild lifandi gjafa hérlendis en líklegt er að meðal annars komi þar til sterk fjölskyldubönd og samhygð hjá lítilli og einangraðri þjóð. Læknar verða að vanda vinnubrögð við leit að lifandi gjöfum þar sem mjög mikilvægt er að enginn sé beittur þrýstingi til að gefa nýra. Það er mjög mikil- vægt fyrir íslenska sjúklinga að eiga kost á nýra frá lifandi gjöfum því að árangur af þeim er mun betri en af nýrum frá nágjöfum. Hlutfall ígræddra nýrna úr lifandi gjöfum á síðasta ára- tugi var 65,5% og svarar það til 14,5 á milljón á ári. Á hinum Norðurlöndunum voru nýru úr lifandi gjöfum á milljón íbúa árið 1996 frá 0,6 í Finnlandi til 15,5 í Noregi sem er lítillega fyr- ir ofan ísland (14). Okkur er ekki kunnugt um hærra hlutfall ígræðslna úr lifandi gjöfum. Þess má geta að hlutfallið fer þó hækkandi víða. Vert er að íhuga hvers vegna svo fáir íslensk- ir sjúklingar eldri en 60 ára fá ígrætt nýra. Á síðustu árum, einkum el'tir tilkomu cýklóspor- íns, hefur græðlingslifun hjá eldri einstakling- um farið batnandi (15-18). Dánartíðni er þó mun hærri en hjá yngri sjúklingum en ef vand- lega er staðið að vali sjúklinga er árangur af ígræðslum í þessum aldurshópi nú víðast við- unandi (15,19). Fjórir lifandi gjafar voru ekki líffræðilega skyldir þeganum en slík gjöf hefur farið vaxandi meðal annarra þjóða á síðustu ár- um. Árangur af slíkum ígræðslum hefur reynd- ar verið mjög góður en þær eru enn víða um- deildar af siðfræðilegum ástæðum (20,*21). Lifun þeirra sem byrjuðu í meðferð vegna lokastigsnýrnabilunar á þessu 30 ára tímabili batnaði marktækt á öðrum áratugnum en dalaði síðan. Líklegt er að hér gæti enn fjölgunar aldraðra en lifun sjúklinga eldri en 60 ára var miklu lakari (13,2%) en þeirra sem yngri eru (64,4%). Lifun batnaði marktækt í yngri hópn- um frá fyrsta til annars áratugar en marktækar breytingar urðu ekki á eldri hópnum milli ára- tuga. Lifun þeirra sem aðeins fengu skilunar- meðferð var miklu verri en hinna sem fengu ígræðslu. Nær allir sjúklingar yfir sextugt voru í skilunarhópnum en ekki var marktækur mun- ur á skilunarsjúklingum yngri og eldri en 60 ára og munur á lifun skilunarsjúklinga milli tímabila var ekki marktækur. Sé fimm ára lifun sjúklinga hér (mynd 7) borin saman við lifun í Svíþjóð virðumst við mega nokkuð vel við una en lifun allra sem byrjuðu þar í meðferð við lokastigsnýrnabilun á árabilinu 1991-1997 var 44,1% (12). Lifun skilunarsjúklinga var á sama tímabili 22%, ígræðslusjúklinga 84,3%, ígræddra úr lifandi gjöfum 94,1% og ígræddra úr nágjöfum 80,4%. Lifun sjúklinga eldri en 65 ára í Svíþjóð var 16% lifun en sjúklinga yngri en 65 ára 63,8%. Lifun blóðskilunarsjúklinga var nokkru lakari hér en lifun ígræddra úr lifandi gjöfum betri. Ekki liggja fyrir sambærilegar upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum. í Bandaríkjunum var fimm ára lifun árið 1995, leiðrétt með tilliti til aldurs, kynþáttar, kyns og orsakar lokastigs- nýrnabilunar, talin 29,3% (7). Dánartíðni er í Finnlandi reiknuð á sama hátt og gert er hér (látnir á 100 lífár í viðkomandi meðferð). Dán- artíðni allra í meðferð við lokastigsnýrnabilun árið 1996 var þar 11,9, í blóðskilun 28,3, í kviðskilun 28,6 og ígræddra 2,6 (8). í Svíþjóð er dánartíðni reiknuð á nokkuð annan hátt en gefur svipaða niðurstöður (12). Nær helmingur sjúklinga í meðferð við lokastigsnýrnabilun dó úr hjarta- og æðasjúkdómum á síðasta áratugn- um en næstflestir úr sýkingum eða 23%. Þetta er svipað og á hinum Norðurlöndunum en þar deyja 54-61% úr hjarta- og æðasjúkdómum en 11-26% úr sýkingum (8). Há dánartíðni sjúk- linga í skilunarmeðferð, einkum þeirra eldri, hefur lengi verið áhyggjuefni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.