Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 97
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
83
íðorðasafn lækna 107
Gantry
Bima Jónsdóttir, röntgen-
læknir, hringdi og bað um hug-
myndir að íslensku heiti á
þeim hluta tölvusneiðmynda-
tækisins sem gantry nefnist.
Læknisfræðiorðabók Sted-
mans lýsir fyrirbærinu þannig:
Grind sem inniheldur rönt-
genlampa, geislabeini og
geislanema í tölvusneið-
myndatœki. A henni er stórt op
og gegnum það er sjúklingur-
inn settur. Bima sagðist illa
sætta sig við að ekki væm
gerðar tilraunir til íslenskunar
og að í staðinn væri „gantrí-
inu“ slett. Sjálfri hafði henni
dottið í hug að nota kvenkyns-
nafnorðið lykja, á grundvelli
þess að fyrirbærið umlykur
sjúklinginn á meðan mynda-
takan fer fram. Lykja finnst í
Iðorðasafni lækna og er þar til-
greint sem eitt af mörgum heit-
um á ampule: Ilát, venjulega
úr gleri og brœtt aftur, cetlað til
þess að geyma stungulyf.
Uppruni
Undirritaður byrjaði á því
að kanna uppruna enska heit-
isins gantry, datt reyndar fyrst
í hug að það væri komið af
mannsnafni. Gantry hefði
verið einhver af þeim sem áttu
þátt í að búa til tölvusneið-
myndatækið eða þennan hluta
þess. Svo reyndist ekki vera.
Læknisfræðiorðabók Sted-
mans rekur sig um fornensku
(gauntree = burðargrind undir
tunnur, tunnuhlað) til forn-
frönsku (chantier = vöru-
geymslustaður, timburstæði,
undirlag) og þaðan um latínu
(cantherius = trégrind eða -
rammi) til grísku (kanthelia =
klakkur og kanthos = burðar-
dýr, burðarasni). Hin mikla
enska orðabók Websters til-
greinir að gantry sé notað um:
1. merkjabrú yfir járnbrautar-
teina, 2. ýmiss konar grinda-
brýi; til dœmis fyrir lyftikrana,
3. skotpalla fyrir geimflaugar
og 4. grindur undir tunnur.
Ensk-íslensk orðabók Arnar
og Örlygs gefur svo íslensku
þýðingarnar: 1. tunnuhlað,
stokkar (fyrir tunnu), 2. gálga-
krani, rennikrani, hlaupakött-
ur, 3. (við eldflaug) skotturn.
Hugmyndir
Að auki hafði Bima fengið
tillögumar gjörð eða baugur á
þeirri forsendu að myndlamp-
inn gengi á braut umhverfis
sjúklinginn við myndatökuna,
en hún var ekki alveg sátt við
þær. Birna hringdi næst í ís-
lenska málstöð, en sagðist
ekki hafa fengið tillögur að
sínu skapi. Hún fékk þó vil-
yrði fyrir hugmynd sinni, heit-
inu lykja, og lagði málið fyrir
undirritaðan til umhugsunar
og úrvinnslu. Þá voru famar
nokkrar ferðir fram og aftur
um Samheitaorðabókina, en
ekki fannst neitt ósamsett orð,
sem undirrituðum líkaði til að
nota um brú, grind eða
ramma af þessu tagi. Næst lá
við að finna orð eða orðhluta í
samsett heiti. Hugmynd kom
fram um að eitthvert af orðun-
um hús, stokkur eða virki
gætu hentað. Þá mætti nota
orðið sneið til að vísa í sneið-
myndatökuna. Án þess að orð-
lengja þetta frekar eru eftir-
taldar hugmyndir settar fram:
sneiðhús, sneiðstokkur eða
sneiðvirki.
Lykja
Við heitið lykja hefur und-
irritaður þau andmæli að það
sé of al-
mennt, ekki
nógu gagn-
sætt (eða
nógu skilj-
anlegt) og of
líkt orðinu lykkja. Undirrit-
uðurn finnst að heitið sneið-
lykja gæti frekar gengið af
því að það hafi ákveðnari til-
vísun í sneiðmyndatæknina.
Um smekk er þó erfitt að deila
og það sem þarf að gera, er að
taka allar hugmyndirnar til
vandlegrar og fordóntalausrar
umhugsunar, hugsanlega prófa
heitin í nokkur skipti og láta
síðan á það reyna hvert þeirra
skilst best og fer best í dag-
legu starfi. Æskilegt er að
nota fyrst samstarfsmenn og
síðan „notendur heilbrigðis-
þjónustunnar“ sem ráðgjafa eða
beinlínis sem tilraunadýr.
Slæða! og pappír!
Undirrituðum er það stöð-
ugt og takmarkalaust gremju-
efni þegar notuð eru heitin
slæða fyrir enska orðið slide
og pappír þegar verið er að
vísa í fræðilega ritgerð eða
grein (e. paper). Vissulega má
vísa til þess að slæða sé:
blœja, þunnt (nœr gegnsœtt)
efni, en óttinn við framhald á
hugmyndasnauðum yfirfærsl-
um úr ensku rekur undirritað-
an þó til mótmæla. Heitin
skyggna og grein eru stutt,
lipur og vel skiljanleg. Hvað
er að því að nota þau? Svo má
nefna að heitið glæra virðist
orðið fast í sessi um það sem
lagt er á myndvarpa til sýn-
ingar á vegg eða tjaldi. Þegar
við á má svo nota heitin lit-
glæra og litskyggna.
Jóhann Heiðar Jóhannsson
(netfang: johannhj @rsp.is)