Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 45 Mynd 1. Ein af fyrstu blóðskilunum Willems Kolff. aði en skilunarmeðferð varð aðeins beitt í bráðri nýrnabilun í takmarkaðan tíma. Reyndar voru ýmsir tregir til að viðurkenna skilun sem gagn- lega meðferð. í Kóreustríðinu 1950-1953 öðl- uðust bandarískir læknar dýrmæta reynslu í skilunarmeðferð bráðrar nýrnabilunar. A fyrsta alþjóðlega þingi nýmasérfræðinga sem haldið var í Evien í Frakklandi árið 1960 kynnti bandaríski læknirinn Belding Scribner útvortis æðaskammhlaup úr teflon sem við hann var kennt og gerði kleift að stunda blóð- skilun til langframa (4). Arið 1966 leysti bein æðatenging (arterio-venous fistula), kennd við þá Cimino og Brescia, æðaskammhlaup Scribners af hólmi og hefur verið notuð æ síðan (5). A síðari árum hafa innvortis skammhlaup úr gerviefni verið notuð þar sem ekki verður komið við beinum æðatengingum. Blóðskilunartækni hefur tekið stórstígum framförum síðustu áratugi. Þróun sjálfvirkni í vélbúnaði hefur haldist í hendur við þróun tölvutækni. Þá hafa skilur orðið mikilvirkari jafnframt því sem þær hafa smækkað. Fyrsta einnota skila sem notuð var hér var svokallað Alwall-Gambro nýra (mynd 2) og vó það sjö kíló. Nú er algengt að skilur vegi 250 grömm. Forsenda blóðskilunar er hálfgegndræp (semi- permeable) himna. Um hana flytjast efni undan þéttnihalla úr blóði til skilvökva eða öfugt og um hana fer fram örsíun blóðvökva. I fyrstu var notað sellófan og síðar himnur úr kúprófan sem er skylt efni. Kúprófan getur ræst kompliment- og storkukerfi og virkjað hvít blóðkorn. Síð- ustu árin hafa því rutt sér til rúms ný himnuefni sem síður hafa þessa tilhneigingu, svo sem pólýsúlfón. Blóðskilun hefur frá upphafi verið beitt í bráðri nýmabilun ekki aðeins til að hreinsa út úrgangsefni heldur einnig til að fjarlægja vökva og skapa rúm fyrir næringu, lyf og blóðhluta. f upphafi níunda áratugarins var byrjað að beita samfelldri síun blóðs (continuous hemofiltra- tion) á gjörgæsludeildum í stað skilunar (6). í stað þess blóðvökva sem síast burt er gefin el- ektrólýtalausn og annað sem sjúklingurinn þarfn- ast. Þessi meðferð hefur nú hvarvetna unnið sér sess enda veitir hún jafnari stjórn vökvajafn- vægis en hefðbundin blóðskilun. Kviðskilun (peritoneal dialysis) er gömul skilunaraðferð sem var reynd stöku sinnurn í bráðri nýrnabilun þegar á þriðja áratugnum. Enn er hún notuð í slíkum tilfellum einkum þar sem ekki eru aðstæður til blóðskilunar. í kvið- skilun er lífhimnan notuð sem skilunarhimna. Uin hana berast úrgangsefni úr blóði yfir í skil- vökva sem rennt er inn í kviðinn. Kviðskilun fer að mörgu leyti betur með sjúklinga en blóð- skilun en hættan á lífhimnubólgu er veruleg. Á níunda áratugnum ruddi kviðskilun sér rúm sem meðferð við langvinnri nýrnabilun með svokallaðri pokaskilun (continuous ambulatory peritoneal dialysis, CAPD) sem sjúklingar geta sjálfir annast (7). Síðustu árin hafa verið þróaðar vélar sem séð geta um kviðskilun meðan sjúk- lingurinn sefur og líkar mörgum það vel. Árið 1986 hófust klínísk próf á hormóninu erýtrópoietín sem tekist hafði að framleiða í hamstursfrumum með samrunaerfðatækni. Lyfið hefur síðan gerbreytt líðan skilunarsjúk- linga með því að lækna þá skertu framleiðslu rauðra blóðkorna sem þeir annars búa við (8). Um aldir dreymdi menn um að græða heil líffæri í menn í stað ónýtra. Fyrr á öldinni höfðu menn nokkrum sinnum reynt að græða nýru í menn, jafnvel nýru úr dýrum, en þeim var snarlega hafnað. Á Þorláksmessu árið 1954 fór fram söguleg aðgerð á Peter Bent Brigham sjúkrahúsinu í Boston. Grætt var nýra í 23 ára gamlan mann og var það úr eineggja tvíbura-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.