Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 21 Samverkandi sjúkdómar (comorbid factors) hafa veruleg áhrif á langtímaárangur skilunar- meðferðar (22). Má þar nefna hjarta- og æða- sjúkdóma, sykursýki og lungnateppu. Aldraðir skilunarsjúklingar eru margir haldnir slíkum sjúkdómum og hafa rannsóknir sýnt mun lakari lifun þeirra. Sjúklingum sem fengu ígrætt nýra vegnaði mun betur en þeim sem fengu skilun- armeðferð. Að einhverju leyti kann þessi mun- ur að skýrast af vali sjúklinga í ígræðslu þar sem yngri og hraustari sjúklingar eru fremur teknir í þá meðferð. Skilunarsjúklingar með alvarlega sjúkdóma í öðrum líffærakerfum og mikla skurðáhættu eru yfirleitt ekki teknir til nýrnaígræðslu. Margar rannsóknir sem taka til- lit til þessara þátta hafa sýnt að lifun sjúklinga sem fá ígrætt nýra er betri en þeirra sem fá skil- unarmeðferð og hefur munurinn farið vaxandi á síðustu árum (23). Það skýrist án efa af betri ónæmisbælandi meðferð eftir tilkomu cýkló- sporíns og betri almennri meðferð, einkum fyrst eftir aðgerð. Rannsóknir hafa einnig sýnt betri lífsgæði hjá sjúklingum með ígrætt nýra (24). Niðurstöður okkar sýna að árangur af nýrna- ígræðslum er sambærilegur við það sem gerist meðal nágrannaþjóða. Arangur hefur batnað verulega og skýrist það af vaxandi hlutdeild lif- andi gjafa og tilkomu cýklósporíns. Sú stað- reynd að ígræðsluaðgerðin er framkvæmd er- lendis virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á aðgengi að þessari meðferð og árangur hennar. Lifun nýrnagræðlinga fer batnandi frá einum áratugi til annars. Ekki ná þær breytingar samt marktækni. Batnandi lifun endurspeglar eink- um vaxandi hlut ígræðslna úr lifandi gjöfum enda er lifun græðlinga úr þeim miklu betri en úr nágjöfum. Lifun nýrnagræðlinga eftir til- komu cýklósporíns batnaði mikið og marktækt en ekki verður greint að hve miklu leyti það er vegna tilkomu hins nýja lyfs eða vegna fjölg- unar ígræðslna úr lifandi gjöfum. Fimm ára græðlingslifun er ámóta hér og í Svíþjóð en þar var hún 80,8% fyrir fyrsta græðling árin 1991- 1997 (12). Lifun nýrna úr lifandi gjöfum var 88,2% sem er nokkru lakara en hér og lifun nýrna úr nágjöfum 77,6% sem er mun betra en 55% lifun slíkra græðlinga hérlendis á síðasta áratugi. I Danmörku var fimm ára lifun 1990- 1997 fyrir alla græðlinga 61,4%, græðlinga frá lifandi gjöfum 67% og nágjöfum 60% (11). Nauðsynlegt er að leita orsaka lélegrar lifunar græðlinga úr nágjöfum. Sjúklingar sem þiggja nánýru eru eldri og hugsanlega veikari en ann- ars staðar. Þá er mögulegt að gæði nágjafa- nýma sem bjóðast í íslenska sjúklinga séu lé- legri en skyldi eða að meðferð og eftirliti hér heima sé ábótavant. Nærri lætur að nýgengi og algengi í meðferð lokastigsnýrnabilunar hafi tvöfaldast með hverjum áratugi síðan slrk meðferð hófst hér- lendis. Hvort tveggja er þó mun lægra en gerist á öðrum Norðurlöndum. Meðalaldur sjúklinga sem byrja í meðferð fer vaxandi en liggur þó enn undir meðalaldri í nágrannalöndum. Meta þarf hvort það stafar af lægri tíðni sjúkdómsins í elstu aldurshópum eða hvort færri öldruðum er boðin meðferð hér. Lágt nýgengi í meðferð við lokastigsnýrnabilun vegna gauklabólgu og sykursýkinýrnameins á Islandi er vert frekari rannsókna. Helmingur sjúklinga sem hefja hér meðferð við lokastigsnýrnabilun fær ígræðslu og á Norðurlöndum er einungis Noregur með hærri ígræðslutíðni. Hlutfall ígræddra nýrna úr lifandi gjöfum er hér hærra en þekkist annars staðar og er það vel ef litið er til mun betri lif- unar slíkra nýrna en nýrna úr nágjöfum. Fimm ára lifun sjúklinga og nýrnagræðlinga á íslandi er sambærileg við það sem gerist meðal ná- grannaþjóða. Leggja ber áherslu á að þeir sem ekki eiga kost á nýra úr lifandi gjöfum fái ígrætt nánýra og meta þarf hvort ekki má fjölga ígræðslum í eldri sjúklinga. Árangur meðferðar við lokastigsnýrnabilun er síst lakari hér en í nágrannalöndum. Lág tíðni lokastigsnýrnabil- unar hér á landi ætti að vera hvatning til að gera meðferð hennar með því besta sem þekkist. HEIMILDIR 1. Pastan S, Bailey J. Dialysis Therapy. N Engl J Med 1998; 338: 1428-37. 2. Held P, Levin N, Bovbjerg R, Pauly M, Diamond L. Mortality and duration of hemodialysis treatment. JAMA 1991;265:871-5. 3. Eschbach J, Egrie J, Downing M, Browne J, Adamson J. Correction of the anemia of end-stage renal disease with recombinant human erythropoietin: results of a combined Phase I and II clinical trial. N Engl J Med 1987; 316: 73-8. 4. Eschbach J, Abdulhadi M, Browne J, al e. Recombinant human erythropoietin in anaemic patients with end-stage renal disease: results of a Phase III multicenter clinical trial. Ann Intem Med 1989; 111: 992-1000. 5. Kahan BD. Cyclosporine. N Engl J Med 1989; 321: 1725-38. 6. Suthanthiran M, Strom TB. Renal Transplantation. N Engl J Med 1994; 331:365-76. 7. Renal Data System. USRDS 1998 annual data report. Bethesda, MD: National Institute of Diabetes and Digestive and Kidney Diseases 1998. 8. Finnish Registry for Kidney diseases. Report for 1996. Helsinki: Finnish Registry for Kidney diseases 1997. 9. Kjellstrand C. Giving life-Giving death. Acta Med Scand 1988; 725/Suppl.: 1-88.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.