Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 35 niðurstöður rannsókna sem sýna að viðtæki fyr- ir sykurprótín á yfirborði sæðisfrumna ígulkerja hefur samsvörun við ákveðið svæði í polycystin 1 prótíninu (23). Talið er að þetta prótín (egg jelly protein) eigi þátt í stýringu jónaganga í frumuhimnunni. Þá hefur svæði í polycystin 2 mikla samsvörun við svæði í spennuháðum kalsíumgöngum og vitað er að karboxýlendi prótínsins bindur kalsíum (EF hand domain) (13). Því er talið lfklegt að polycystin 1 og 2 séu hluti af jónagöngum. Rannsóknir sýna að svip- gerð arfgengra blöðrunýma með meingen á hvom genasvæði er mjög lík og ýtir það stoðum undir að líffræðilegt hlutverk PKDl og PKD2 genanna sé náskylt. Sýnt hefur verið fram á samspil milli þessara prótína með því að nota tveggja þátta tengingu (two-hybrid system) (24,25). Ofumndin (coiled-coil) bygging í karb- oxýlenda polycystin 1 er nauðsynleg fyrir bind- ingu við polycystin 2 sem bendir til að þessi tvö prótín gegni hlutverki í sama merkjaferli (signal pathway). Einnig hefur verið sýnt fram á sam- spil polycystin 1 við nokkur önnur prótín (26). Staðsetning polycystin 1 prótínsins í vefjum hefur verið ákvörðuð með notkun bæði ein- stofna og fjölstofna mótefna og sýnir sig að í nýrum er mest af prótíninu í píplum en það finnst einnig í Bowmans hýði (27-29). Tjáning prótínsins er mest á fósturskeiði. Polycystin 1 finnst í flestum öðrum vefjum en er mest áber- andi í þekjufrumum gallvega og brisganga, í heila, hjartavöðva og sléttum vöðvafrumum slagæða (29,30). Staðsetning polycystin 2 í nýrum svipar til polycystin 1 en auk þess finnst prótínið í lifur og sléttum vöðvum æða (31). Sterk merki um tjáningu beggja prótína hafa fundist í þekjufrumum flestra ef ekki allra blaðra í nýrum sjúklinga með arfgeng blöðru- nýru (27,32). Tilgangur þessarar rannsóknar var að skil- greina arfgerð íslenskra fjölskyldna með arf- geng blöðrunýru. Til þess var beitt tengsla- greiningu með þekktum erfðamörkum á litn- ingi 16. Eftir að staðsetningu beggja meingena hafði verið lýst, var gerð setraðagreining með erfðamörkum á litningi 4 og 16 til að ákvarða meingen hverrar fjölskyldu. Efniviður og aðferðir Sjúklingar og fjölskyldur þeirra: Upplýsing- ar um sjúklinga með arfgeng blöðrunýru feng- ust frá blóðskilunardeild Landspítalans og frá stofum nýrnasérfræðinga. Omskoðun á nýrum Table I. Number of individuals in 14 ADPKD families according to their liability classes: Class IADPKD patients, class II unaf- fected individuals 0-20 years old (50% penetrance), class III un- affected individuals 21-30 years old (85% penetrance), class IV unaffected individuals 31-100 years old (95% penetrance) and class V spouses. Family Liability classes I II II IV V F1 7 7 1 5 4 F2 22 18 4 7 6 F3 2 0 2 6 2 F4 3 3 2 6 2 F5 3 0 5 4 4 F6 10 0 0 6 3 F7 6 0 0 6 4 F8 2 0 1 8 1 F9 6 0 3 0 0 F10 4 0 0 6 1 Fll 2 0 3 2 2 F12 4 0 0 4 1 F13 5 1 1 0 2 F14 4 3 0 1 2 Total 80 32 22 61 34 var gerð til ákvörðunar á svipgerð sjúkdómsins hjá einkennalausum einstaklingum í 14 fjöl- skyldum. Notuð voru skilmerki Bear en sam- kvæmt þeim þarf að minnsta kosti ein blaðra að vera til staðar í öðru nýra og tvær eða fleiri í hinu (33). Sýnd (penetrance) sjúkdómsins er mismunandi eftir aldri og er grunnur að fimm greiningarflokkum (liability classes) sem not- aðir voru við tengslagreiningu. Hver greiningar- flokkur gefur til kynna hve miklar líkur eru á að einstaklingur sem hefur engin merki um sjúkdóminn (við ómskoðun) beri meingenið. Dæmi um það er ef sýnd sjúkdómsins er 85% milli 21 og 30 ára aldurs eru 15% einstaklinga í þeim aldursflokki með meingenið en án greinanlegrar blöðrumyndunar í nýrum. Þeir geta þannig fengið sjúkdóminn seinna á æv- inni. Fjöldi einstaklinga af hverjum flokki í fjölskyldu F1-F14 er tilgreindur í töflu I. Greining erfðaefnisins: Teknir voru 10-30 ml af heilblóði úr hverjum einstaklingi sem þátt tók í rannsókninni. Blóðið var fryst við -70°C þar til einangrun á erfðaefninu (DNA) var framkvæmd með hefðbundnum aðferðum (34). Greining arfgerða fyrir valin erfðamörk (genetic markers or microsatellites) með set (locus) sitt hvorum megin meingenanna PKDl og PKD2 (mynd 1) var gerð ineð PCR á erfða- efni þátttakenda með geislamerktum DNA vís- um (primers). Afurðin var rafdregin á akrýlam- íðgeli og gerð sýnileg með röntgenfilmu. Einn- ig var ein fjölskylda rannsökuð með fimm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.