Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 20
18
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
lingur tapaðist vegna höfnunar og einn þegi
lést með virkan græðling. Einn sjúklingur fékk
ígrætt nýra í þrígang en lést með virkan græð-
ling.
Umræða
Niðurstöður okkar sýna að á þeim 30 árum
sem meðferð við lokastigsnýrnabilun hefur
verið veitt hér á landi hefur nýgengi aukist
mjög á heildina litið en miklar sveiflur eru frá
ári til árs eins og vænta má í svo litlu þjóðfé-
lagi. Lætur nærri að fjöldi sjúklinga tvöfaidist
með hverjum áratugi. A þessari fjölgun eru
ýmsar skýringar. Fyrstu árin var þessi meðferð
að hasla sér völl og ábendingar hennar mun
þrengri en nú er. A öðrum áratugnum má segja
að meðferðin hafi að fullu kynnt sig. Á síðasta
áratugnum er fjölgun sjúklinga eldri en 60 ára
mjög áberandi. Lætur nærri að hópur þessi
fjórfaldist með hverjum áratugi. Fjölgun sjúk-
linga í meðferð við lokastigsnýrnabilun í árslok
er eðlileg afleiðing af vaxandi nýgengi og batn-
andi lifun á áratugunum þremur. Nokkrar
sveiflur verða milli ára í takt við sveiflur í ný-
gengi og fjölda dauðsfalla. Fjölgun sjúklinga í
meðferð við lokastigsnýrnabilun fylgir hér
svipuðu mynstri og þekkist í öðrum löndum. Sé
hins vegar nýgengi hér borið saman við hin
Norðurlöndin á árabilinu 1992-1996 (mynd 9),
kemur í ljós að það er miklum mun lægra hér
en í ölluin hinum löndunum (8).
Spyrja má hvort hið lága nýgengi hér sé í
raun svo lágt, hvort allir fái hér meðferð sem
þurfa. Rannsóknir sem lúta að þessari spurn-
ingu skortir. Líklegt er að raunverulegt nýgengi
lokastigsnýrnabilunar sé hvarvetna vanmetið
(9). Með vaxandi framboði á meðferð við loka-
stigsnýrnabilun á síðastliðnum 10-15 árum hef-
ur æ færri sjúklingum verið hafnað í slíka með-
ferð. Því er ólíklegt að á síðasta áratugi þess-
arar rannsóknar hafi verið margir sjúklingar
sem ekki komu til meðferðar. Fáar rannsóknir
hafa skoðað faraldsfræði langvinnrar nýrnabil-
unar áður en að lokastigi kemur. Nú er unnið að
íslenskri rannsókn á faraldsfræði langvinnrar
nýrnabilunar er byggir á þýði því sem hóprann-
sókn Hjartaverndar tók til. Niðurstöður hennar
munu væntanlega varpa ljósi á þetta mál.
Algengi í meðferð við lokastigsnýrnabilun er
mun lægra en á hinum Norðurlöndunum eins og
vænta mátti. Árið 1996 var fjöldi sjúklinga á
milljón íbúa á Islandi 297, í Danmörku 512,
Finnlandi 464, Noregi 478 og í Svíþjóð 618 (8).
Fig. 9. Mean annual incidence of ESRD in the Nordic countries
1992-1996.
Athygli vekur að einn er sá aldursflokkur ís-
lendinga sem hefur haft mun hærra algengi í
meðferð við lokastigsnýrnabilun en nokkurt
annað land, að minnsta kosti í Evrópu, en það
eru börn yngri en 15 ára. í árslok 1994 voru þau
sex talsins en það svarar til 86 á milljón í þeim
aldursflokki, næst á eftir var Finnland með 55 á
milljón (10). í árslok 1997 voru hér í meðferð
12,7 sjúklingar yngri en 20 ára miðað við millj-
ón í þeim aldurshópi en í Danmörku voru 10,2
í samsvarandi hópi (11).
Vænta má að sjúklingum haldi hvarvetna
áfram að fjölga. í Danmörku hefur verið unnin
tölfræðileg forspá um þróun algengis í meðferð
við lokastigsnýrnabilun (11). Samkvæmt henni
ætti sjúklingum í heild að fjölga um að minnsta
kosti þriðjung á næstu 10 árum, ígræðslusjúk-
lingum um 40% og skilunarsjúklingum um
32%. Varlega ætti að fara í að heimfæra þessar
tölur upp á Island, ekki síst hvað snertir hlutföll
milli skilunar og ígræðslu.
Hlutfall aldraðra einstaklinga sem þurfa á
meðferð við lokastigsnýrnabilun að halda fer
stöðugt vaxandi hér á landi eins og annars stað-
ar. Árið 1996 var meðalaldur 56,9 ár í Finn-
landi (8) og 1997 var meðalaldur í Svíþjóð um
62 ár (12). Var það í fyrsta skipti í mörg ár sem
meðalaldur lækkaði frá árinu áður og telja Sví-
ar að hámarki sé náð í meðalaldri. Meðalaldur
nýrra sjúklinga í Svíþjóð er mun hærri en hér
og vekur það þá spurningu hvort hér séu marg-
ir aldraðir sem ekki fá meðferð við lokastigs-
nýrnabilun.
Álíka margir karlar og konur byrjuðu í með-
ferð fyrstu tvo áratugina. Karlar voru fleiri en
konur á síðasta áratugnum og var hlutfall karla
og kvenna þá 1,4. Sú fjölgun var nær öll í ald-
urshópnum 40-59 ára. Ekki höfum við skýr-
ingu á hvers vegna kynjamunur í meðferð við
lokastigsnýrnabilun kom ekki fyrr fram. í öðr-
um löndum hafa karlar jafnan verið fleiri en