Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 20

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 20
18 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 lingur tapaðist vegna höfnunar og einn þegi lést með virkan græðling. Einn sjúklingur fékk ígrætt nýra í þrígang en lést með virkan græð- ling. Umræða Niðurstöður okkar sýna að á þeim 30 árum sem meðferð við lokastigsnýrnabilun hefur verið veitt hér á landi hefur nýgengi aukist mjög á heildina litið en miklar sveiflur eru frá ári til árs eins og vænta má í svo litlu þjóðfé- lagi. Lætur nærri að fjöldi sjúklinga tvöfaidist með hverjum áratugi. A þessari fjölgun eru ýmsar skýringar. Fyrstu árin var þessi meðferð að hasla sér völl og ábendingar hennar mun þrengri en nú er. A öðrum áratugnum má segja að meðferðin hafi að fullu kynnt sig. Á síðasta áratugnum er fjölgun sjúklinga eldri en 60 ára mjög áberandi. Lætur nærri að hópur þessi fjórfaldist með hverjum áratugi. Fjölgun sjúk- linga í meðferð við lokastigsnýrnabilun í árslok er eðlileg afleiðing af vaxandi nýgengi og batn- andi lifun á áratugunum þremur. Nokkrar sveiflur verða milli ára í takt við sveiflur í ný- gengi og fjölda dauðsfalla. Fjölgun sjúklinga í meðferð við lokastigsnýrnabilun fylgir hér svipuðu mynstri og þekkist í öðrum löndum. Sé hins vegar nýgengi hér borið saman við hin Norðurlöndin á árabilinu 1992-1996 (mynd 9), kemur í ljós að það er miklum mun lægra hér en í ölluin hinum löndunum (8). Spyrja má hvort hið lága nýgengi hér sé í raun svo lágt, hvort allir fái hér meðferð sem þurfa. Rannsóknir sem lúta að þessari spurn- ingu skortir. Líklegt er að raunverulegt nýgengi lokastigsnýrnabilunar sé hvarvetna vanmetið (9). Með vaxandi framboði á meðferð við loka- stigsnýrnabilun á síðastliðnum 10-15 árum hef- ur æ færri sjúklingum verið hafnað í slíka með- ferð. Því er ólíklegt að á síðasta áratugi þess- arar rannsóknar hafi verið margir sjúklingar sem ekki komu til meðferðar. Fáar rannsóknir hafa skoðað faraldsfræði langvinnrar nýrnabil- unar áður en að lokastigi kemur. Nú er unnið að íslenskri rannsókn á faraldsfræði langvinnrar nýrnabilunar er byggir á þýði því sem hóprann- sókn Hjartaverndar tók til. Niðurstöður hennar munu væntanlega varpa ljósi á þetta mál. Algengi í meðferð við lokastigsnýrnabilun er mun lægra en á hinum Norðurlöndunum eins og vænta mátti. Árið 1996 var fjöldi sjúklinga á milljón íbúa á Islandi 297, í Danmörku 512, Finnlandi 464, Noregi 478 og í Svíþjóð 618 (8). Fig. 9. Mean annual incidence of ESRD in the Nordic countries 1992-1996. Athygli vekur að einn er sá aldursflokkur ís- lendinga sem hefur haft mun hærra algengi í meðferð við lokastigsnýrnabilun en nokkurt annað land, að minnsta kosti í Evrópu, en það eru börn yngri en 15 ára. í árslok 1994 voru þau sex talsins en það svarar til 86 á milljón í þeim aldursflokki, næst á eftir var Finnland með 55 á milljón (10). í árslok 1997 voru hér í meðferð 12,7 sjúklingar yngri en 20 ára miðað við millj- ón í þeim aldurshópi en í Danmörku voru 10,2 í samsvarandi hópi (11). Vænta má að sjúklingum haldi hvarvetna áfram að fjölga. í Danmörku hefur verið unnin tölfræðileg forspá um þróun algengis í meðferð við lokastigsnýrnabilun (11). Samkvæmt henni ætti sjúklingum í heild að fjölga um að minnsta kosti þriðjung á næstu 10 árum, ígræðslusjúk- lingum um 40% og skilunarsjúklingum um 32%. Varlega ætti að fara í að heimfæra þessar tölur upp á Island, ekki síst hvað snertir hlutföll milli skilunar og ígræðslu. Hlutfall aldraðra einstaklinga sem þurfa á meðferð við lokastigsnýrnabilun að halda fer stöðugt vaxandi hér á landi eins og annars stað- ar. Árið 1996 var meðalaldur 56,9 ár í Finn- landi (8) og 1997 var meðalaldur í Svíþjóð um 62 ár (12). Var það í fyrsta skipti í mörg ár sem meðalaldur lækkaði frá árinu áður og telja Sví- ar að hámarki sé náð í meðalaldri. Meðalaldur nýrra sjúklinga í Svíþjóð er mun hærri en hér og vekur það þá spurningu hvort hér séu marg- ir aldraðir sem ekki fá meðferð við lokastigs- nýrnabilun. Álíka margir karlar og konur byrjuðu í með- ferð fyrstu tvo áratugina. Karlar voru fleiri en konur á síðasta áratugnum og var hlutfall karla og kvenna þá 1,4. Sú fjölgun var nær öll í ald- urshópnum 40-59 ára. Ekki höfum við skýr- ingu á hvers vegna kynjamunur í meðferð við lokastigsnýrnabilun kom ekki fyrr fram. í öðr- um löndum hafa karlar jafnan verið fleiri en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.