Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 98
84
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Lyfjamál 73
Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
og landlækni
Ný reglugerð um greiðsl-
ur almannatrygginga í
lyfjakostnaði
Til að ná markmiðum fjár-
laga fyrir árið 1999 hefur ráð-
herra gefið út nýja reglugerð
um greiðslur almannatrygg-
inga í lyfjakostnaði með gild-
istöku 1. janúar 1999. Reglu-
gerðin kemur í stað eldri
reglugerðar nr. 158/1996.
Reglugerðin hefur eftir-
farandi breytingar í för
með sér
Greiðsluhlutfall sjúklinga í
verði lyfja er hækkað með
svipuðum hætti og undanfarin
tvö ár með því að breyta hlut-
föllum í greiðsluflokkum B og
E svo sem hér segir:
B-merkt lyf
Fyrir hverja lyfjaávísun
greiðir sjúkratryggður fyrstu
1.000 kr. af smásöluverði lyfs-
ins (var 900 kr.). Af smásölu-
verði lyfsins umfram 1.000 kr.
greiðir sjúkratryggður 40%
(var 30%), en þó aldrei meira
en 1.800 kr. (var 1.700 kr.).
Elli- og örorkulífeyrisþegar
skulu greiða fyrstu 350 kr. fyrir
hverja lyfjaávísun (var 300 kr.).
Af smásöluverði lyfsins um-
fram 350 kr. skulu þeir greiða
20%, (var 15%) en þó aldrei
meira en 600 kr. (var 500 kr.).
E-merkt lyf
Fyrir hverja lyfjaávísun
greiðir sjúkratryggður fyrstu
1.000 kr. (var 900 kr.) af smá-
söluverði lyfsins. Af smásölu-
verði lyfsins umfram 1.000 kr.
greiðir sjúkratryggður 80%,
(var 60%) en þó aldrei meira
en 3.500 kr. (var 3.300 kr.).
Elli- og örorkulífeyrisþegar
skulu greiða fyrstu 350 kr.
(var 300 kr.) fyrir hverja lyfja-
ávísun. Af smásöluverði lyfs-
ins umfram 350 kr. skulu þeir
greiða 40 %, (var 30%) en þó
aldrei meira en 1.000 kr. (var
900 kr.).
Auk breytinga á greiðslu-
þátttöku almannatrygginga
hefur reglugerðin meðal ann-
ars það í för með sér að svo-
kallaðir „geðdeildarlyfseðlar“
falla niður en í stað þess verða
Andkólínvirk lyf (N 04 A) og
Sterk geðlyf (N 05 A) færð í *
greiðsluflokk, það er greidd
að fullu af almannatrygging-
um.
Reglugerðin hefur aðrar
minniháttar flokkatilfærslur,
lagfæringar og orðalagsbreyt-
ingar í för með sér, samanber
neðanmálsskýringar með
reglugerðinni.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
15. desember 1998
Bréf til Jóhanns Heiðars Jóhannssonar
Vegna greinar Sjafnar
Kristjánsdóttur læknis í
Viðhorfi (Fréttabréf Astra ís-
land) langar mig að koma á
framfæri eftirfarandi athuga-
semd:
1 ágætu greinarkorni Sjafn-
ar Kristjánsdóttur læknis um
bólgusjúkdóma í þörntum not-
ar hún orðið iðrabólga fyrir
enska heitið Inflammatory
Bowel Disease. Iðraólga er
íslenskt orð fyrir Irritable
Bowel Disease og var fyrst
notað í grein um þann kvilla,
sem undirritaður skrifaði
ásamt fleirum í Læknablaðinu
1986; 4: 93-8, og hefur náð
talsverðri kjölfestu í málinu.
Að nota bæði orðin iðrabólga
og iðraólga veldur að mínu
mati ruglingi og hvet ég lækna
til að nota ekki orðið iðra-
bólga fyrir bólgusjúdkóma í
þörmum enda vísar „iðra“ ekki
eingöngu til þarma. Iðraólga
er hins vegar kvilli sem ekki er
bundinn eingöngu við þarma.
Með bestu kveðju
Jón Steinar Jónsson læknir
Heilsugæslunni í Garðabæ