Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 98

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 98
84 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Lyfjamál 73 Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og landlækni Ný reglugerð um greiðsl- ur almannatrygginga í lyfjakostnaði Til að ná markmiðum fjár- laga fyrir árið 1999 hefur ráð- herra gefið út nýja reglugerð um greiðslur almannatrygg- inga í lyfjakostnaði með gild- istöku 1. janúar 1999. Reglu- gerðin kemur í stað eldri reglugerðar nr. 158/1996. Reglugerðin hefur eftir- farandi breytingar í för með sér Greiðsluhlutfall sjúklinga í verði lyfja er hækkað með svipuðum hætti og undanfarin tvö ár með því að breyta hlut- föllum í greiðsluflokkum B og E svo sem hér segir: B-merkt lyf Fyrir hverja lyfjaávísun greiðir sjúkratryggður fyrstu 1.000 kr. af smásöluverði lyfs- ins (var 900 kr.). Af smásölu- verði lyfsins umfram 1.000 kr. greiðir sjúkratryggður 40% (var 30%), en þó aldrei meira en 1.800 kr. (var 1.700 kr.). Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu greiða fyrstu 350 kr. fyrir hverja lyfjaávísun (var 300 kr.). Af smásöluverði lyfsins um- fram 350 kr. skulu þeir greiða 20%, (var 15%) en þó aldrei meira en 600 kr. (var 500 kr.). E-merkt lyf Fyrir hverja lyfjaávísun greiðir sjúkratryggður fyrstu 1.000 kr. (var 900 kr.) af smá- söluverði lyfsins. Af smásölu- verði lyfsins umfram 1.000 kr. greiðir sjúkratryggður 80%, (var 60%) en þó aldrei meira en 3.500 kr. (var 3.300 kr.). Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu greiða fyrstu 350 kr. (var 300 kr.) fyrir hverja lyfja- ávísun. Af smásöluverði lyfs- ins umfram 350 kr. skulu þeir greiða 40 %, (var 30%) en þó aldrei meira en 1.000 kr. (var 900 kr.). Auk breytinga á greiðslu- þátttöku almannatrygginga hefur reglugerðin meðal ann- ars það í för með sér að svo- kallaðir „geðdeildarlyfseðlar“ falla niður en í stað þess verða Andkólínvirk lyf (N 04 A) og Sterk geðlyf (N 05 A) færð í * greiðsluflokk, það er greidd að fullu af almannatrygging- um. Reglugerðin hefur aðrar minniháttar flokkatilfærslur, lagfæringar og orðalagsbreyt- ingar í för með sér, samanber neðanmálsskýringar með reglugerðinni. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 15. desember 1998 Bréf til Jóhanns Heiðars Jóhannssonar Vegna greinar Sjafnar Kristjánsdóttur læknis í Viðhorfi (Fréttabréf Astra ís- land) langar mig að koma á framfæri eftirfarandi athuga- semd: 1 ágætu greinarkorni Sjafn- ar Kristjánsdóttur læknis um bólgusjúkdóma í þörntum not- ar hún orðið iðrabólga fyrir enska heitið Inflammatory Bowel Disease. Iðraólga er íslenskt orð fyrir Irritable Bowel Disease og var fyrst notað í grein um þann kvilla, sem undirritaður skrifaði ásamt fleirum í Læknablaðinu 1986; 4: 93-8, og hefur náð talsverðri kjölfestu í málinu. Að nota bæði orðin iðrabólga og iðraólga veldur að mínu mati ruglingi og hvet ég lækna til að nota ekki orðið iðra- bólga fyrir bólgusjúdkóma í þörmum enda vísar „iðra“ ekki eingöngu til þarma. Iðraólga er hins vegar kvilli sem ekki er bundinn eingöngu við þarma. Með bestu kveðju Jón Steinar Jónsson læknir Heilsugæslunni í Garðabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.