Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 66

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 66
58 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 leggja komandi kjarabaráttu. Haldin var kjaramálaráðstefna á í vor sem leið og í kjölfarið var ákveðið að skipa kjara- málanefnd til að skipuleggja aðkomu lækna að næstu kjara- samningum. Allmargir reynd- ir samningamenn hætta nú störfum, en mikilvægt er að okkur takist að nýta okkur mikla reynslu þeirra. Nú er hafin er vinna við að koma á trúnðarmannakerfi LI. Verða trúnaðarmenn tengiliðir lækna og einstaka vinnustaða við stjórn og skrifstofu LI í öllum málum er varða hags- muni félaga. I tengslum við þetta verkefni hefur stuðn- ingshópur lækna verið endur- vakinn, en í honum eru læknar sem aðstoðað geta félaga LI í vanda hvort sem hann er af faglegum eða persónulegum ástæðum. Allmargir aðalfundir LÍ hafa ályktað um mikilvægi þess að fyrir hendi séu mögu- leikar á fjölbreyttum rekstrar- formum í starfi lækna, og að saman fari fagleg og fjárhags- leg ábyrgð. Því miður taka heilbrigðisyfirvöld oftar undir það í orði en á borði. Skiln- ingur fyrir faglegum og fjár- hagslegum kostum sjálfstæðs reksturs virðist þó aukast. Stefnu LÍ verður fylgt eftir af festu í þessum málaflokki á komandi ári. Breytinga á stöðu fram- kvæmdastjóra heilbrigðis- stofnana sem tóku gildi á ár- inu hafa tvímælalaust dregið úr áhrifum lækna á mótun starfsemi á sínum vinnustöð- um. Á smærri stöðum úti á landi verður þessi staðreynd einna átakanlegust þar sem læknar bera alla ábyrgð en hafa takmörkuð áhrif - þessu verðum við breyta í sátt við þá sem við störfum með í heil- briðgisþjónustunni. Slíkbreyt- ing er forsenda þess að eðlileg fagleg þróun verði í læknis- fræði á Islandi og að það tak- ist að inanna allar læknastöður í dreifbýli. Fjölmörg önnur mikilvæg mál hafa komið til kasta stjórnar LI, en af þeim má nefna tilkomu Fræðslustofn- unar lækna, sem þegar hefur hafið öflugt starf, Fagráð LI um samræmdar leiðbeiningar í læknisfræði og tengingu læknasamtakanna við verald- arvefinn. Þá stendur LI í myndarlegri útgáfu á sögu læknisfræði á Islandi, og mun gerast aðili að Rannsóknar- stofu í heilbrigðissögu. Ekki verður annáll LI ársins 1998 ritaður án þess að minnst sé á „gagnagrunnsmálið“. Það verður að segjast hér að lík- lega hefur aldrei svo mikil- vægt mál sem snertir starf lækna verulega verið afgreitt af stjórnvöldum á svo skömm- um tíma og með jafnmikilli tregðu við að taka til greina faglegar umsagnir. Nú liggur fyrir að gagnagrunnsfrum- varpið er orðið að lögum. en eftir er að sjá hvernig læknum gegnur að vinna eftir þeim. Það sem er hvað óvenjulegast við þetta mál er að hér virtist stundum unnið gegn heil- brigðri skynsemi af slíku of- forsi að allmargir liggja sárir eftir. Munu sum sár seint gróa og kannski aldrei. Erfiðast þótti mönnum að upplifa þeg- ar umræðan gerðist persónu- leg og ódrengileg. Á sama tíma leitaði stjórn LÍ allra leiða til að halda umræðunni eins faglegri og málefnalegri og kostur var. LI fékk líklega einn færasta sérfræðing, þótt víða væri leitað, í öryggismál- um gagnagrunna í heilbrigðis- þjónustu til að vera félaginu til ráðgjafar. Ekki hvarflaði að Heilbrigðisráðuneytinu að leita eftir slíkri þekkingu held- ur lét það væntanlegum starfs- leyfishafa eftir að verða eins- konar blaðafulltrúi ráðuneyt- isins í nær allri umfjöllun og kynningu á málinu. Slíkt boð- ar ekki gott varðandi frekari samvinnu á þeim vettvangi þegar fagráðuneyti stendur ekki faglega að verki. Líklega þarf að ryksuga vel í einhverjum hornum á þeim bæ á næstunni. Aðalfundur LÍ hefur markað félaginu skýra stefnu í þessu máli en svo virðist sem ekki sé endanlega bitið úr nálinni með þetta umfangsmikla mál, sem hægt hefði verið að ná sátt um. Það er eins með mörg önnur mál sem snúa að læknasam- tökunum, skoðanir manna eru skiptar á þeim og þar þarf LI eins og í öllum málum að gæta hagsmuna allra sinna fé- laga, þeirra sem eru með og hinna sem eru á móti. Til leið- beiningar eru lög félagsins, siðareglur lækna og sam- þykktir aðalfunda. Eitt er víst að öll viljum við vera félagar í samhentum og öflugun lækna- samtökum, þannig hugum við best að starfi læknisins, getum haft veruleg áhrif á mótun þess og heilbrigðiskerfis framtíðarinnar. Megi sundur- lyndisfjandinn hverfa út í hafsauga! Einn kollegi, sem reyndar er mikill aðdáandi sígildrar tónlistar, skaut að mér stað- færðum texta úr söngleiknum Tommy hér um daginn - „and I think '99 is going to be a good year“. Gleðilegt nýtt ár! Guðmundur Björnsson formaður LI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.