Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 86
264
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
íðorðasafn lækna 109
Opið bréf
I janúarhefti Læknablaðs-
ins 1999 birtist opið bréf til
undirritaðs frá Jóni Steinari
Jónssyni, lækni. Af misgán-
ingi var því ekki svarað að
bragði og beðist er afsökunar
á því. Jón varar við notkun ís-
lenska heitisins iðrabólga,
þegar verið er að fjalla um þá
sjúkdóma sem á ensku nefnast
inflammatory bowel disease.
Hann telur hættu á ruglingi
vegna þess að til sé hljómlíkt
íslenskt læknisfræðiheiti,
iðraólga, sem notað sé um allt
annað fyrirbæri, irritable
bowel disease, og hafi náð
nokkurri útbreiðslu. Undirrit-
aður tekur undir viðvörun um
hættu á ruglingi, en vill ekki
ljúka málinu með því einu.
Þarmabólga
Fyrst er það nafnorðið iður
sem er gamalt heiti á innyflum
manna og dýra (sjá pistil 105
til frekari skýringar) og vísar
ekki sérstaklega til meltingar-
vegar. Svo er það enska heitið
bowel. Afstaða Iðorðasafns
lækna er skír, bowel er sam-
heiti við intestinum. sem er
þarmur eða görn. Þá eru það
lýsingarorðin inflammatory,
sem merkir bólgu-, og irri-
table, sem merkir: 1. hrif-
nœmur. 2. viðkvœmur, styggur.
3. skapstyggur, ýfinn, hörunds-
sár. Loks má nefna að ICD-10
birtir íslenska heitið garna-
bólgusjúkdómur um inflam-
matory bowel disease, en undir-
ritaður hefur notað heitið
þarmabólgusjúkdómur und-
anfarin ár.
Iðraólga
I sjöunda hefti Iðorðasafns-
ins, I-K, má finna irritable
colon og nokkur erlend sam-
heiti. Þar er eingöngu tilgreint
íslenska heitið heiikenni rist-
ilertingar. I íslenskri þýðingu
ICD-10 birtist hið miður lipra
heiti garnaertingarheilkenni,
en einnig heitið ertingarrist-
■II, sem er bein þýðing á irri-
table colon. Undirritaður hef-
ur ekki verið ýkja hrifinn af
heitinu iðraólga. Það er hins
vegar stutt og lipurt og sé svo,
sem Jón Steinar fullyrðir, að
það hafi fengið kjölfestu, þá
er ekki ástæða til að leggjast
gegn því. Heiti sem þessi
verða að vera rökrétt og helst
bæði skiljanlegt sjúklingum
og ásættanlegt heilbrigðis-
starfsmönnum. Skoða má þó
ýmsar aðrar hugmyndir, svo
sem þarma-, garna- eða iðra-
-erting, -reiting eða -ýfing.
Gaman væri að heyra af fleiri
hugmyndum.
Starfsheiti
í síðasta pistli var sagt frá
beiðni Viktors Magnússonar
um aðstoð við að finna gott
starfsheiti í stað enska heitis-
ins perfusionist. Undirritaður
gekk að því verkefni með
hálfum huga, því starfsheiti
geta verið afar viðkvæmt mál.
Starfsheiti gegna mörgum
hlutverkum. Sum vísa fremur
til menntunar en starfs, svo
sem guðfræðingur og lög-
fræðingur. Önnur gefa til
kynna að formlegar kröfur
hafa verið uppfylltar og
ákveðin réttindi veitt, svo sem
lögmaður eða prestur. Sum
eru lögvernduð, önnur óform-
leg, sum eru tæknileg, önnur
fræðileg, og þannig mætti
áfram telja.
Starfsheiti
leitast mörg
við að lýsa
eðli starfs og
helst einnig
þeirri mennt-
un sem að baki býr. Oft er erf-
itt að aðgreina starfsheiti og
stöðuheiti, en þau síðamefndu
gefa til kynna stöðu innan
samfélags, kerfis eða stofnun-
ar og tengjast þá oft kjarabar-
áttu og launum.
Þörf er einnig á nýjum heit-
um þegar nýjar starfsgreinar
verða til og þannig er ástatt
hjá Viktori. Hann starfar við
daglegan rekstur hjarta- og
lungnavélar, en um þá iðju er
á ensku notað starfsheitið per-
fusionist. íðorðasafn lækna
birtir heitið gegnflæði, sem
þýðingu á perfusion, og lýsir
þannig: Það að láta blóð eða
annan vökva renna í gegnum
œðabeð. Þar með má segja að
komin sé þýðing á fyrri hlut-
ann, en hvernig á þá að fara
með seinni hlutann? Orðabók
Websters tilgreinir viðskeytið
-ist og að það sé notað um
þann sem iðkar eða fœst við
eitthvað, eðafylgir kennisetn-
ingu eða grundvallarreglu.
Meðan ekki koma fram aðrar
tillögur, má notast við blóð-
flæði-, eða flæði- sem fyrri
hluta og vísa síðan í grunn-
menntun hvers starfsmanns
með síðari hluta heitisins. Þann-
ig kæmu fram heitin: (blóð-)
flæði-meinatæknir, -tækni-
fræðingur, -verkfræðingur,
-hjúkrunarfræðingur og
(blóð-)flæði-læknir. Býður
einhver betur?
Jóhann Heiðar Jóhannsson
(netfang: johannhj@rsp.is)
V