Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
537
Comparison: Organised stroke unit care vs conventional care Outcome: Death or institution care by the end of follow-up
Subgroup Expt Ctrl OR
n/N n/N (95%CI Fixed)
Patient mix Mixed disability group 131/313 136/282
Stroke patients only Admission policy 397/1019 494/1041 -e- . I
Acute (<7 days) 350/932 445/1001 -e-
Delayed (>7 days) 233/600 258/534
Maximum duration of intervention I
1 week 43/98 42/113 ED—
4-16 weeks 311/744 396/798 -GD- I
Unlimited Departmentai setting 327/815 360/741 -E3- 1
General medicine 181/495 244/547 -LlíF j
Geriatric medicine 258/641 297/603 -S-
Neurology 107/298 126/310 —
Rehabilitation med. 37/98 34/75 —e—
Fig. 6. Organised (stroke unit) care
versus conventional care: subgroup
analysis by stroke unit characteris-
tics. Results are presented as the
odds ratio (95% confidence inter-
val) of the combined adverse out-
come of death or requiring long
term institutional care. Definitions
of stroke unit characteristics are
given in the text. (Adapted from
Stroke Unit Trialists’ Collabora-
tion).
Langhome P. Dcnnis MS. Stroke Units: An
Evidence Based Approach. London: BMJ
Publishing Group 1998.
© BMJ Publishing Group
Published with thc kind permisson of BMJ
Publishing Group.
heilaslagdeild skila betri árangri en fæst við
hefðbundna meðferð á lyflækningadeildum
(mynd 6) (10).
Lengd meðferðar: Núverandi þekking á ár-
angri heilaslagdeilda byggir á rannsóknum sem
hafa veitt meðferð í nokkrar vikur. Af 19 rann-
sóknum var ein sem veitti meðferð mest í eina
viku, í sex rannsóknum í 4-16 vikur og í 12
rannsóknum eins og þörf var á, án tímatak-
marka (mynd 6) (10).
Staðsetning deilda: Rannsóknir á heilaslag-
deildum hafa verið framkvæmdar á mismun-
andi deildum (taugalækninga-, lyflækninga-,
öldrunarlækninga- eða endurhæfingardeild-
um). Þessar deildir eiga það sammerkt að veita
góða samhæfða teymismeðferð og vera líklegri
til að virkja ættingja í endurhæfingarferlinu
(óbirtar athuganir). Vegna takmarkaðs fjölda
sjúklinga í hverjum hópi er einungis unnt að
draga takmarkaðar ályktanir af mikilvægi þess
hvar meðferð fer fram. A taugalækninga- og
lyflækningadeildum virðist meðferð fremur
sjúkdómsmiðuð, en meira miðuð við fötlun á
öldrunar- og endurhæfingardeildum. Hins veg-
ar eru engar vísbendingar um það að ein deild
sé betri en önnur hvað varðar árangur meðferð-
ar (mynd 6) (10).
Hreyfanlegt teymi eða staðbundin deild:
Einungis ein rannsókn athugaði hvort veita
mætti skipulega meðferð heilaslaga með „hreyf-
anlegu“ teymi sérfræðinga. Aðferðir þessa
teymis viðast svipaðar og stundaðar eru á
„staðbundnum" heilaslagdeildum, en smæð
rannsóknarhópsins (n= 130) gerir ókleift að
leggja mat á gagnsemi þessa meðferðarfyrir-
komulags (10,22). Skrifleg, leiðbeinandi fyrir-
mæli um rannsóknir og meðferð sjúklinga eru
oft notaðar á heilaslagdeildum. Spurningar um
notagildi slíkra fyrirmæla utan heilaslagdeilda
hafa vaknað, þar sem í ljós hefur komið að
grunnrannsóknir hafa oft ekki verið fram-
kvæmdar og/eða blóðþrýstings- og blóðþynn-
andi lyf rangt notuð í slíkum tilfellum (32). Þar
sem áreiðanlegustu niðurstöður hafa komið úr
rannsóknum á sjúklingum sem vistast á „stað-
bundum" heilaslagdeildum er mælt með slíkri
meðferð (10).
Efnahagslegir þættir
Heilaslög eru mikill fjárhagslegur baggi fyr-
ir heilbrigðiskerfið, en þau taka til sín um 5%
allra útgjalda til heilbrigðismála í Bretlandi.
Framreiknað myndi þetta samsvara um 520
milljónum íslenskra króna á ári fyrir öll heila-
slög á íslandi (10,33). Sumir telja að nýir með-
ferðarmöguleikar geti fækkað dauðsföllum en
auki tíðni alvarlegrar fötlunar meðal eftirlif-
andi sjúklinga (34), en getur leitt til aukinnar
þarfar á langtímavistun. Því þarf fremur að
athuga hvort sjúklingar meðhöndlaðir á heila-
slagdeild séu líklegri til þess að fá betri færni
(verði sjálfstæðir og geti farið heim) (10,35),
en það myndi draga úr þörf fyrir langtímastofn-
anavistun. Þetta verður athugað nánar.
Kostnaði vegna heilaslags er hægt að skipta í
tvennt, það er í beinan kostnað sem ræðst af
notkun þjónustu og óbeinan kostnað sem ræðst
af tekju- og starfsmissi sjúklings og/eða maka.