Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1999, Side 15

Læknablaðið - 15.10.1999, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 779 Cortical opacitv Suhcapsular Nuclear Grading of' Lens Opacification 4fd C-l C-ll C-lll SC-1 SC-II SC-III l«W H N-0 N-1 N-II N-III N-IV Fig. 1. The system used for grading lens opacification by location (cortical, subcapsular, nuclear) and severity (grade I-IV). Note that in the current study nuclear opacity grade III and IV were combined in one group (grade III). engar skýjanir, 24% fólks 60-69 ára og 6% þeirra sem voru á aldrinum 70-79 ára. Enginn 80 ára og eldri var með tæran augastein. Sam- hliða jókst styrkleikastig skýja með aldri. Al- gengast var að ský myndaðist í berki auga- steins og voru 67% þátttakenda með slíkar breytingar. Langflestir höfðu sams konar ský á báðum augum eða 84%. Alyktanir: Ský á augasteini er aldurstengt og afar algengt eftir sjötugt. Vegna fjölgunar í elstu aldurshópum á komandi árum mun al- gengi augasteinsskýja aukast og aðgerðum fjölga. Inngangur Ský á augasteini (cataract) er ein alpengasta ástæða blindu í heiminum í dag (1). A undan- förnum árum hefur verið vaxandi áhugi á far- aldsfræðilegum rannsóknum á skýjun á auga- steini, sem veldur í sumum tilvikum sjónskerð- ingu en í öðrum ekki (2-7). Ský á augasteini sést einkum hjá fólki sem er komið yfir sextugt en fer yfirleitt ekki að valda sjónskerðingu fyrr en eftir sjötugt. I eldri faraldsfræðirannsóknunt frá því fyrir um 20 árum, var skilgreining ský- myndunar sú að um væri að ræða breytingar einhvers staðar í augasteini sem hefði áhrif á sjónskerpu (3,4,8). A síðustu árum hafa rann- sóknir fremur beinst að formfræðinni (morpho- logy), það er breytingum í augasteininum sjálf- um á fyrri stigum, bæði staðsetningu og því á hve háu stigi breytingarnar eru (5-7). Þannig var þessu varið í Reykjavíkurrannsókninni en notaðar voru staðlaðar myndir (mynd 1) og flokkað við skoðun í smásjá. Það að taka ein- göngu tillit til breytinga í augasteini jafnvel á byrjunarstigi, óháð sjónskerpu, gerir meiri kröfur til aðferðarfræði og nákvæmni, en skilar um leið mikilvægari upplýsingum bæði með tilliti til þróunarferils sjúkdóms og áhættuþátta. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna al- gengi, aldurs- og kyndreifingu skýjunar á augasteinum hjá fólki sem orðið er 50 ára og eldra. Mismunandi orsakir eru taldar valda

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.