Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 17

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 869 -68 -71 -74 -77 -80 -83 -86 -89 -92 -95 YEARS Fig. 7. Linear time trendsfor tliree year attendance rates and for the proportion of all those aged 25-69 diagnosed with a Pap smear at stages IA and 1B occult in three year time periods during 1966-1995. greinast um 86% þeirra innan 48 mánaða frá síðasta eðlilega frumustroki. Umræða Skipulag leghálskrabbameinsleitar hefur frá upphafi verið mismunandi á Norðurlöndum. í Noregi hefur leitin aðallega verið sjálfboðuð og fram til ársins 1987 takmörkuð við yngri konur og efnameiri þjóðfélagshópa (24). Árið 1987 ráðlögðu norsk heilbrigðisyfírvöld að taka bæri upp strok í aldurshópnum 25-69 á þriggja ára fresti. Skipuleg leit í þessum aldurshópi komst þó ekki á í Noregi fyrr en í nóvember 1994 (25). I öllum hinum löndunum hefur leitin verið skipuleg frá byrjun sjöunda áratugarins og rekin á landsvísu (Danmörk undanskilin) frá byrjun áttunda áratugarins. Á árinu 1991 náði leitin í Danmörku aðeins til um 45% kvenna á boðunaraldri og á árinu 1995 til um 85% kvenna í markhópnum 23-59 ára (26). Fram til 1985 hefur leitin verið umfangsmest á Islandi þar sem aldursmörk markhóps voru 25-69 ára og bil skoðana tvö til þrjú ár. Fram til sama tíma voru neðri aldursmörk annars staðar á Norðurlöndum 30 ára og efri mörk 50-55 ára og skoðanir á fjögurra til fimm ára fresti. Eftir 1985 hækkuðu önnur lönd en ísland efri ald- ursmörk og önnur lönd en Finnland lækkuðu neðri aldursmörk í 20-23 ára og styttu bil milli 12 24 36 48 60 72 Months Fig. 8. The cumulative frequency of cases in the 25-69 year age group diagnosed with a Pap smear at stages IA and IB occult in 1986-1995 after a nonnal smear taken up to 72 months prior to diagnosis ofinvasive disease. skoðana í þrjú ár. Finnland hefur þannig ætíð haft lengst bil milli skoðana, hæstu neðri ald- ursmörk eftir 1985 og um 80% þátttökuhlutfall í markhópi skipulegrar leitar (27). Strok tekin utan skipulegrar leitar hafa ætíð verið fleiri en strok tekin í skipulegri leit í öllum þessum löndum að íslandi undanskildu (28) (tafla I). Árangur leghálskrabbameinsleitar hefur aldrei verið sannaður með tilraun þar sem kon-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.