Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 877 skeytasendingar komust á, en nútíma fjarlækn- ingar eru best skilgreindar sem aðferð sem nýtir bestu aðgengilegu fjarskiptatækni til að bæta greiningarhæfni og aðgengi sem flestra að greiningu og meðferð. Jafnframt geta fjarlækn- ingar aukið og bætt aðstöðu til menntunar og rannsókna og stutt þá viðleitni að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Markmið með fjarlækningum eru oftast sett fram til að auka aðgengi almennings að heil- brigðisþjónustu og auka aðgengi almennra lækna að ráðgjöf sérfræðings. I ofangreindu felst því að „fjarlækningar eru aðferð til að veita heilsugæslulækni aðgang að sérfræðiráðgjöf með hjálp upplýsinga - og fjar- skiptatækni, án tillits til landfræðilegrar stað- setningar eða fjarlægða“ (2). Þróun og áætlanagerð Sé horft til ofanritaðra skilgreininga er saga fjarlækninga tæpast lengri en 30 ár. Snemma á sjöunda áratugnum voru tilraunir með notkun lokaðra sjónvarpsrása til sendingar á röntgen- myndum og einnig voru gerðar tilraunir til að nýta tæknina innan geðlæknisfræðinnar. Á átt- unda áratugnum kemst skriður á ýmis tilrauna- verkefni, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu. Bandarísku verkefnin voru mörg hver í tengsl- um við þróunarstarf bandarísku geimferða- stofnunarinnar. Flest verkefni voru vegna sendingar röntgen- mynda en í kjölfar góðrar reynslu á því sviði varð til mikill fjöldi tilraunaverkefna á flestum þeim sviðum sem síðar verður getið. Flest verkefni voru í Bandríkjunum, Kanada og Ástralíu (3). Snemma á níunda áratugnum var stofnsett fjarlækningadeild við Háskólann í Tromsö í Noregi og margvísleg tilraunaverkefni á sviði fjarlækninga hafm. Frá þeim tíma hefur Noreg- ur verið mjög framarlega í þróun og hagnýt- ingu fjarlækninga á ýmsum sviðum. Fjöldinn allur af tilraunaverkefnum hefur ver- ið í gangi víðs vegar um heiminn á síðasta og þessum áratug, mörg hafa runnið út í sandinn en eftir standa mörg hagnýt verkefni um nýtingu rafrænna fjarskipta í heilbrigðisþjónustu og lækningum. Á síðustu árum hefur orðið alger sprenging í möguleikum til sendinga og hagnýt- ingar fjarskiptatækni og sést það á mikilli fjölg- un fjarlækningaverkefna. Samskipti um tölvunet um langan veg með fjarfundabúnaði eru algeng en einnig samskipti um gervihnött til sjós og staða á landi með erfiðar samgöngur. Árangur margvíslegra fjarlækningaverkefna hefur leitt til þess að heilbrigðisyfirvöld hafa sett fram áætlanir um víðtæka notkun fjarlækn- inga sem eina af leiðum til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu og auka samskipti heil- brigðisstarfsfólks. Dæmi um slíkar áætlanir eru í Noregi og Finnlandi. í Noregi er bent á að fjarlækningar á nokkrum sviðum (í röntgen- greiningu, húðlækningum, hjartalækningum, geðlækningum ásamt fjarkennslu) séu vel þró- aðar og hagkvæmar. Þess vegna er mælt með að þær verði teknar upp í daglegri notkun og notkun fjármögnuð eins og hefðbundin þjón- usta (4). í Finnlandi er til ítarleg áætlun um notkun upplýsingatækni innan heilbirgðiskerfisins en þar eru skipulögð verkefni á sviði fjarlækninga um eins konar heilbrigðisnet í samvinnu við einstök sveitarfélög (5). I Bandaríkjunum hafa einstök fylki í sam- vinnu við háskólasjúkrahús sett fram áætlanir um notkun fjarlækninga (6). Þar má nefna Minnesota, Alaska (7), Kansas, Karólína og Arizona. Einnig eru fjarlækningar vaxandi þáttur í starfsemi heilbrigðisstofnana „Veter- an's Health“ (Veteran’s Administration) (1). Fjarskiptatækni Möguleikar fjarskipta eru ört vaxandi og nú er hægt að velja um margvíslegar leiðir en kostnaður, flutningsgeta (bandbreidd), fjarlægð og hagnýting skipta miklu máli: Talsíminn og mótald eru ódýr leið í stofn -og rekstrarskostnaði, fjarlægð skiptir ekki máli en flutningsgeta er lítil og því takmarkar hún hag- nýtinguna (tal og einföld gögn). Stafræn símalína (ISDN) eins og Samnet Landsímans er miðlungs dýr í uppsetningu og rekstri en hefur mun meiri flutningsgetu en sími (allt að 40 falda) og getur flutt tal, um- fangsmikil gögn (eins og röntgenmynd) og mynd (video). Örbylgjusamband er miðlungs dýrt í stofn- kostnaði, frekar ódýrt í rekstri en þarf sjónlínu. Bandbreidd er allt að 20 föld miðað við bestu getu stafrænnar símalínu og getur því flutt tal, umfangsmikil gögn (eins og röntgenmynd) og mynd (video). Ljósleiðari er mjög dýr í stofnkostnaði, háð- ur fjarlægðum en hefur miðlungs rekstrar- kostnað. Bandbreidd er mjög mikil (jafnvel 30 föld miðað við örbylgju). Gagnaflutningur er auðveldur langar leiðir og getur því flutt tal,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.