Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 885 Aðalfundur LÍ 1999 Aðalfundur Læknafélags Islands var haldinn föstu- daginn 8. og laugardaginn 9. október. Sérstakir gestir fundarins voru Anders Milt- on og Delon Human formað- ur og framkvæmdastjóri AI- þjóðafélags lækna sem hér voru í boði Læknafélags Is- lands. Að morgni föstudagsins, áður en aðalfundur LÍ hófst, bauð LI til umræðufundar með fulltrúum Alþjóðafélags lækna eins og greint er frá annars staðar í blaðinu. Guðmundur Björnsson for- maður LI setti fundinn og bauð fulltrúa Alþjóðafélags lækna sérstaklega velkomna, ávörpuðu þeir fundargesti áð- ur en gengið var til hefðbund- inna aðalfundarstarfa. í máli þeirra kom fram að Alþjóðafé- lag lækna hefur verið sam- stíga stjórn Læknafélags ís- lands í afstöðu til fyrirhugaðs miðlægs gagnagrunns á heil- brigðissviði hér á landi. Þeir vísuðu í því sambandi til yfir- lýsingar fundar aðalstjórnar Alþjóðafélags lækna sem haldinn var í Santiago de Chile 15.-18. apríl síðastlið- inn, en þar sagði meðal annars að „félagið standi heilshugar að baki þeirri afstöðu Lækna- félags Islands að lýsa and- stöðu við lög uin gagnagrunn á heilbrigðissviði sem Alþingi íslendinga setti nýlega.“ Enn- fremur sagði þar að Alþjóða- félag lækna ítrekaði „varð- stöðu sína um trúnað við sjúk- linga; grundvallarreglu um upplýst samþykki og frelsi til vísindarannsókna.“ Þeir sögðu afstöðu til íslensks gagna- grunns á heilbrigðissviði ekk- ert einstaka heldur væri af- staðan hin sama til allra gagnabanka þar sem varð- veittar væru heilsufarsupplýs- ingar um einstaklinga. Þegar um þátttöku sjúklinga í vís- indarannsóknum væri að ræða skipti grundvallarmáli að upp- lýsinga þar til væri aflað með upplýstu samþykki viðkom- andi einstaklinga, þannig að sjúklingar tækju ákvörðun um þátttöku. Hin grundvallarregl- an væri ekki síður mikilvæg en hún er sú að sjúklingar geti ávallt, á hvaða tímapunkti sem er, dregið sig til baka úr rannsókn og hætt þátttöku. Hefðbundin aðalfundarstörf hófust á skýrslu formanns um starf stjórnar á síðasta starfsári. Formaður lýsti afdrifum ályktana síðasta að- Stjórn LÍ starfsárið 1999-2000 Sigurbjörn Sveinsson formaður Jón Snædal varaformaður Arnór Víkingsson ritari Eyþór Björgvinsson gjaldkeri Meðstjómendur Birgir Jóhannsson fulltrúi FÚL Katrín Fjeldsted fulltrúi FÍH Sigurður Björnsson fulltrúi SÍL Helgi H. Sigurðsson Sigurður Kr. Pétursson alfundar og hvernig þeim hefði verið fylgt eftir. Hann rakti einstaka málaflokka sem komið höfðu til kasta stjórnar og verið mistímafrekir. Ekki kom á óvart að þar bar hæst gagnagrunnsmálið og öll sú umræða og umfjöllun sem far- ið hefur fram á vegum LÍ um það mál. Við lok skýrslu sinn- ar kvaðst Guðmundur Björns- son ekki gefa kost á sér til framhaldandi setu sem for- maður LÍ og kæmu þar til bæði persónulegar og atvinnu- legar ástæður. Gjaldkeri lagði því næst fram ársreikninga, gerði grein fyrir þeim og kynnti fjárhags- áætlun. Að lokinni skýrslu for- manns og gjaldkera og umræð- um þar um greindu forsvars- menn einstakra stofnana og starfshópa LÍ frá starfi á síð- asta starfsári. Þar má nefna Líf- eyrissjóð lækna, Læknablaðið, Orlofsheimilasjóð lækna, Fræðslustofnun lækna, nefnd er annast útgáfu Heilbrigðis- sögu íslands, fagráð LI og bygginganefnd Nesstofusafns. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra Ingibjörgu Pálmadóttur hafði verið boðið til aðalfundar en ekki séð sér fært að mæta við upphaf fund- ar. Hún mætti hins vegar til fundar upp úr klukkan þrjú og var boðin velkomin af fundar- stjóra Olafi Þór Ævarssyni formanni LR sem jafnframt þakkað ráðherra og ráðuneyti hennar fyrir gjöf til LÍ, sem er útskorið fundarpúlt með merki LÍ. Ráðherra ávarpaði síðan fundinn og má segja að það ávarp hafi komið nokkuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.