Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 44

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 44
892 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Af ofangreindu er ljóst að enn sem fyrr eru efa- og and- stöðuraddir við miðlægum gagnagrunni á heilbrigðis- sviði sterkar innan Læknafé- lags íslands og þær sem hæst ber, en á ofangreindum um- ræðufundi komu vissulega einnig fram önnur sjónarmið, þar sem lögð var áhersla á ör- yggi fyrirhugaðrar dulkóðun- ar og þar með persónuvernd einstaklingsins. Einnig kom fram það sjónarmið að fyrir- hugaður miðlægur gagna- grunnur væri alls ekkert eins- dæmi heldur væri fjöldi slíkra gagnabanka til, til dæmis í Svíþjóð, Bandaríkjunum, á Nýja-Sjálandi og víðar. Þess má geta neðanmáls, að álit vinnuhóps Alþjóðafélags lækna um miðlægan gagna- grunn, sem minnst er á í grein- inni hér að ofan, hefur nú ver- ið sent öllum aðildarfélögum Alþjóðafélags lækna til um- fjöllunar. Sá hluti er fjallar sérstaklega um gagnagrunn ís- lenska heilbrigðisgeirans er birtur hér í blaðinu. Alit vinnuhópsins mun birtast í heild á heimasíðu Lækna- blaðsins. -bþ- Bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til Læknafélags Islands 8. október 1999 Læknafélag íslands Guðmundur Björnsson, formaður Hlíðasmára 8, 200 Kópavogur Reykjavík 8. október 1999 Vísað er til bréfs Læknafé- lags Islands dags. 20. septem- ber sl. Þar sem fulltrúum heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins er boðið til fundar með Delon Human, framkvæmdarstjóra Alþjóða- samtaka lækna (WMA). Af þessu tilefni vill ráðuneytið taka eftirfarandi fram: Alþjóðasamtök lækna ræddu lögin um gagnagrunn á heilbrigðissviði á fundi sínum í Santiago í Chile í apríl sl. Það var m.a. gert að frum- kvæði stjórnar Læknafélags íslands, sem sendi sérstakt er- indi til samtakanna. Gagnrýnt var á þeim tíma að spumingar þær sem stjórn Læknafélags Islands lagði fyrir fundinn hefðu verið til þess fallnar að kalla eftir tiltekinni fyrirfram gefinni niðurstöðu. I fréttavið- tali sem birtist við Guðmund Björnsson, formann stjómar Læknafélags íslands sagði hann m.a. vegna fram kominn- ar gagnrýni: „Þessar spurn- ingar sem voru lagðar fyrir fundinn voru svona vinnu- plagg og það má vel vera að þær hafi verið óheppilega orð- aðar en það er ekki hægt að blekkja 100 manna fund og margra mánaða vinnu hjá svona virðulegum samtök- um.“ Mun þar vera átt við WMA. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hafði frum- kvæði að því að bjóðast til að senda fulltrúa á fund Alþjóða- samtaka lækna í Chile til þess að gefa upplýsingar um gagnagrunnslögin. I framhaldi af því barst ráðuneytinu boð um þátttöku og kom þar fram að gert væri ráð fyrir þátttöku í umræðum um gagnagrunns- málið. Ráðuneytið sendi tvo fulltrúa á fundinn í því skyni að skýra og upplýsa um gagnagrunnslögin og taka þátt í umræðum. Þess má geta að þeir fengu engin gögn fyrir fundinn, þrátt fyrir beiðni um það og sáu þeir því ekki spurningar Læknafélagsins fyrr en daginn fyrir fundinn. Fulltrúum íslenskra stjórn- valda var tjáð að þessi fundur mundi ekki álykta eða komast að niðurstöðu, hann væri ein- ungis til kynningar málsins og upphaf meira samstarfs. Emb- ættismennirnir tveir fengu síð- an að flytja stutt ávarp og svara fyrirspurnum. Að öðru leyti fengu þeir ekki að taka þátt í fundinum. Þeir fengu því hvorki að hlýða á fram- sögu fulltrúa stjórnar Lækna- félags íslands né taka þátt í umræðum um málið eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ekki var því um að ræða neinar við- ræður við íslensk stjónvöld á þessum fundi eða síðar. A grundvelli þessarar væg- ast sagt óvönduðu málsmeð- ferðar ályktuðu Alþjóðasam- tök lækna síðan á þessum sama fundi um íslenska gagnagrunninn og sendu frá sér fréttatilkynningu. Fregnir af því bárust hins vegar full- trúum ráðuneytisins frá ís- landi. Alyktun þessi hefur síð- an verið notuð víða til að ófrægja íslenska lagasetningu og íslensk stjórnvöld. I fyrrgreindu bréfi Lækna- félagsins frá 20. september

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.