Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 61

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 905 Tveir góðir á aðalfundi LI, Guðmundur I. Eyjólfsson til vinstri og Eyjólfur Haraldsson. Hitt stóra málið fjallaði um sameiningu stóru sjúkrahús- anna í Reykjavík. Nefnd skip- uð af stjórn LÍ hafði skilað ítarlegu og að mestu vel unnu áliti með þeirri niðurstöðu, að stefna skyldi að sameiningu og byggingu eins hátækni- sjúkrahúss. Stjórn LÍ lagði hins vegar fram tillögu með tilvísun í nefndarálitið um að ekki skyldi sameina. Milli- nefnd lagði síðan fram tillögu að víst skyldi sameinað. Um- ræðan stefndi málinu í ósætt- anlegar andstæður. Atkvæða- greiðsla hefði splundrað fylk- ingum og eyðilagt möguleika til sátta. A síðustu stundu var málinu bjargað fyrir horn, vís- að til stjórnar með skýrum fyrirmælum um vinnuferli, samráð við marga og kröfu um niðurstöðu fyrir áramót. Eina ályktun má draga af ofangreindu. Hún er sú, að að- alfundur með því vinnulagi, sem nú er viðhaft, ræður illa við flókin mál. Ástæðunnar er ekki að leita meðal aðalfund- arfulltrúa, heldur í vinnu- brögðum stjómar. Bæði þessi mál voru unnin í þröngum hópum fyrir aðalfund, með litlu eða engu samráði við talsmenn ólíkra skoðana, og ekki leitað málamiðlana. Val aðalfundarfulltrúa tryggir ekki endilega þá breidd sem þarf, eins og sjá má til dæmis á því, að talsmenn læknavís- inda og kennslu eru sjaldséðir á aðalfundum. Niðurstaða þessa er minnkandi áhrifa- máttur félagsins út á við, og minni samstaða inn á við. LÍ hefur lengi hikað við skipu- lagsbreytingar. Nú verður ekki lengur beðið. Fleiri eftirskjálftar Fulltrúar WMA komu til landsins í vikunni fyrir aðal- fund með þann yfirlýsta ásetn- ing að fjalla ekki sérstaklega um íslenska gagnagrunninn, heldur almennt um endur- skoðun á afstöðu WMA til vinnslu heilsufarsupplýsinga. Þannig urðu sáralitlar efnis- legar umræður við þá fulltrú- ana á aðalfundinum, málið átti að skoðast seinna. Hrukkur komu því miður strax í friðar- ferlið, eins og létt útslög í mælitækjum Ragnars skjálfta. Það fyrsta var í formi frétta- yfirlýsingar WMA sem fjall- aði sérstaklega um upplýst samþykki og íslenska gagna- grunninn; það næsta í viðtali við Anders Milton í Morgun- blaðinu þann 9. nóvember. Þar fjallaði hann svo til eingöngu um íslenska gagnagrunninn, hjó stórt um leið og hann gerði sig beran að efnislegri vanþekkingu. Sú vanþekking gengur aftur í vinnuplaggi vinnuhóps WMA um gagna- grunna þar sem sú forsenda er gefin, að í grunninum séu nið- urstöður erfðarannsókna. Sú mistúlkun leiðir samtökin að niðurstöðu, sem er röng. Við þetta má bæta að sá sami Milt- on gerði sig beran að grófum rangfærslum og ótrúlegri hræsni í viðtali við Dagens Medicin nokkrum dögum áð- ur en hann kom hingað. Stað- hæfði hann að Hoffmann La Roche hefði verið gefið einka- leyft til erfðarannsókna á ís- landi til fjölda ára; að gagna- grunnurinn sé erfðafræði- banki og að upplýsingar verði illa varðar. Allt kolrangt. Hefði Milton mátt líta sér nær, til miðlægra gagnagrunna í Svíþjóð, þar sem allar upplýs- ingar eru færðar undir per- sónuauðkennum. Spyrja má hvaðan þessar rangfærslur koma. Stjórn LÍ verður að svara fyrir sinn þátt í þessu; bæði er að finna svip- aðar rangfærslur í greinargerð stjórnar til WMA frá því í apríl, og sömuleiðis í „posi- tion paper“ frá því í byrjun október, ætluðum til brúks ut- anlands eingöngu. Að lokum Það verður að óska nýkjör- inni stjórn LÍ þess að henni lánist betur en fyrri stjórn að hafa jákvæð áhrif á þróun flókinna mála. Það eilt gerist með því að vinna út frá stað- reyndum, með samráði og með innri styrk til að sætta andstæð sjónarmið.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.