Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 63

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 907 Heilbrigðistækni í örum vexti Hver verður hlutur lækna í tækniþróun heilbrigðiskerfísins? - Rætt við Helga Kristbjarnarson forstjóra Flögu ehf. Helgi Kristbjarnarson heldur á Emblu sem er helsta framleiðsluvara Flögu ehf Heilbrigðiskerfið og störf þeirra sem þar vinna hafa ekki farið varhluta af þeirri miklu tækniþróun sem átt hefur sér stað á undanförn- um árum. Eins og fram kemur á öðrum stað í blað- inu hefur tækniþróunin haft veruleg áhrif á læknisstarfið og fyrirsjáanlegt að þær breytingar munu halda áfram. Þess eru líka dæmi að læknar hafi hagnýtt sér þekkingu sína til þess að stofna fyrirtæki á sviði heil- brigðistækni - og gert það gott. Nýlega var lögð fram úttekt vinnuhóps á þróun heilbrigð- istækni hér á landi. Þar kemur fram að rannsóknir, þróun og framleiðsla á sviði heilbrigð- istækni velti fimm milljörðum króna árið 1998. Þar er átt við lyfjaframleiðslu, stoðtækja- gerð, framleiðslu lækninga- tækja, hugbúnaðargerð, heilsu- vörur og erfðatækni. Niðurstaða úttektarinnar er sú að á þessu sviði geti fram- tíðin verið björt sé rétt að mál- um staðið. Hópurinn bendir á að íslenska heilbrigðis- og tryggingakerfið velti um 70 milljörðum króna á þessu ári. „I flestum nágrannalöndum okkar hafa verið sköpuð góð starfsskilyrði fyrir heilbrigð- istækniiðnaðinn og þessi iðn- aður veltir að minnsta kosti 'A af heildarútgjöldum til heil- brigðisþjónustunnar. Til þess að standa jafnfætis þessum þjóðum ætti veltan í heilbrigð- istækni hér á landi að vera yfir 20 milljarðar króna á ári,“ segir í úttektinni. Vinnuhópurinn var skipað- ur af mönnum úr heilbrigðis- tæknigeiranum og fulltrúum Rannsóknarráðs Islands, Heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins og Landspítal- ans. Hann benti á tiltekin for- gangsverkefni sem eru þau að koma á fót samstarfsvettvangi heilbrigðiskerfis og iðnaðar, stöðlun upplýsingakerfa, um- bætur í skipulagi á þróunar- samstarfi fyrirtækja og stofn- ana á sviði heilbrigðistækni og umbætur í mennta- og fræðslumálum. Ráðuneyti iðnaðar og heilbrigðismála, Samtök iðnaðarins, Rannís og fyrirtæki á sviði heilbrigðis- tækni hafa í framhaldi af starfi hópsins ákveðið að hafa með sér samstarf um að koma á fót samstarfsvettvangi um heil- brigðistækni. Þess er því að vænta að all- nokkur framþróun muni eiga sér stað á sviði heilbrigðis- tækni á næstu árum. Nú þegar hafa nokkrir læknar lagt það fyrir sig að starfa innan þessa geira og ef að líkum lætur mun þeim fjölga í framtíðinni. Það er í sjálfu sér afar eðlilegt því grunnurinn að þeirri tækniþróun sem þarna er um að ræða er þekking læknisins.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.