Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 64

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 64
908 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 50 manna fyrirtæki Læknablaðið ætlar að fjalla um þennan nýja starfsvett- vang lækna í næstu blöðum en fyrst tókum við hús á Helga Kristbjarnarsyni geðlækni og forstjóra Flögu hf. Starf- semi og vöxtur þess fyrirtækis er afskaplega gott dæmi um það hvernig ný tækni sprettur upp úr starfi læknisins. Flaga hf. er til húsa í Vest- urhlíð 7, rétt ofan við kirkju- garðinn í Fossvogi, en verði vaxtarhraði fyrirtækisins áfram sá sami og verið hefur blasir það við að huga þurfi að nýju og stærra húsnæði. Fyrir- tækið sem stofnað var árið 1992 hefur tvöfaldast að um- fangi á hverju ári frá stofnun þess og hefur nú 50 manns í vinnu. Að sögn Helga er eins víst að þeir verði farnir að nálgast hundraðið á næsta ári því ýmsar nýjungar eru að komast á framleiðslustig. Helsta framleiðsluvara fyr- irtækisins er Embla en svo heitir lítið og handhægt tæki sem notað er við svefnrann- sóknir en nýtist reyndar ekki síður við ýmsar aðrar rann- sóknir. Því fylgir hugbúnaður- inn Somnologica en í samein- ingu geta tækið og hugbúnað- urinn fylgst með og skráð margskonar rafboð í heila og taugakerfi líkamans. Flaga hf. framleiðir þetta tæki undir eigin nafni en hefur einnig samið við bandanska fyrir- tækið ResMed sem annast dreifingu og markaðssetningu í Bandaríkjunum og víðar. Auk framleiðslu og sam- setningar tækjanna starfrækir Flaga þróunardeild sem vinn- ur að því að þróa bæði hug- búnað og vélbúnað. Til dæmis sýndi Helgi mér tilraunaút- færslu af mælitæki sem kemst fyrir í brjóstvasa sjúklingsins. Þjónustudeild fyrirtækisins er líka mjög öflug. Fyrirtækið tvöfaldast á milli ára Eg spurði Helga hvernig þetta ævintýri hefði byrjað. „Við stofnuðum fyrirtækið haustið 1992, ég og tengda- sonur minn, Rögnvaldur Sæ- mundsson rafmagnsverkfræð- ingur. Við höfðum þá verið að smíða tæki til svefnrannsókna á geðdeild Landspítalans í litl- um mæli til eigin nota. Við ákváðum að stofna fyrirtæki og reyna að búa til tæki sem gæti með stafrænum hætti gert mælingar á heilariti og öðru því sem okkur vantaði. Ég hafði reyndar lært tölu- vert í rafeindafræði við Nób- elsstofnunina í Stokkhólmi þar sem ég stundaði fram- haldsnám í taugalífeðlisfræði. Þar smíðuðum við öll okkar tæki sjálfir svo ég vissi hvað var hægt að gera og að þau tæki sem voru á markaðnum stóðu oft langt að baki því sem þekking á sviði rafeinda- tækni leyfir. Við byrjuðum þrír, Björg- vin Guðmundsson var þriðji maðurinn og vann nokkur verkefni fyrir okkur. í fyrstu var þetta tómstundastarf því það var ekki fyrr en í maí 1994 sem við réðum fyrsta starfsmanninn í fullt starf. Þá réðum við reyndar nokkra starfsmenn og tókum á leigu húsnæði. Fyrsta framleiðslu- varan var tilbúin til fram- leiðslu í árslok 1995 en það var Embla. Síðan hefur þetta vaxið mjög ört og margt drifið á dagana. Við höfurn notið þess að fá til starfa hjá okkur unga hæfileikamenn á sviði tölvutækni og verkfræði, kunningja Rögnvaldar sem hann treysti og vissi að voru færir. Þeir hafa byggt þetta allt upp.“ Nauðsynlegt að hugsa stórt - Ert þú þá eini læknirinn í fyrirtækinu? „Já, læknisfræðiþekkingin kemur upphaflega frá mér en síðan höfum við fengið mikil viðbrögð og ábendingar frá viðskiptavinum okkar og það eru í æ meira mæli þær sem eru drifkraftur tækniþróunar- innar. Við höfum lagt mikið upp úr því að hafa gott sam- starf við notendur tækjanna og það er lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Þeir hafa talað vel um tækin okkar og mælt með þeim við aðra kollega. Þessi áhersla á góða þjónustu við notendur og að við leggj- um mikið á okkur til að leysa vandamál þeirra hefur skilað sér. Við höfum fyrir vikið eignast bandamenn fyrir lífs- tíð.“ - Embla nýtist fyrst og fremst við svefnrannsóknir eða hvað? „Já, en reyndar er hægt að nota það við allar mögulegar rannsóknir, ekki síst við heila- rit. Bandaríska fyrirtækið Nicolet sem við erum í sam- starfi við markaðssetur það eingöngu sem tæki til að gera heilarit, til dæmis við rann- sóknir á flogaveiku fólki. En við höfum frá upphafi reynt að hafa tækið sveigjanlegt svo hægt sé að nota það til að mæla merki frá öllum gerðum skynjara sem notaðir eru við lífeðlisfræðilegar rannsóknir. Það getur numið merki sem eru allt frá einum milljónasta hluta úr volti upp í nokkur volt að styrkleika. Við erum að þróa ýmsar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.