Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 68

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 68
910 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Heilsufarsvandamál í Reykjavík í lok tuttugustu aldar Fræðslufundir Læknafélags Reykjavíkur fyrir almenning Fundartími: Fimmtudagskvöld kl 20:30 Fundarstaður: Húsnæði læknasamtakanna á fjórðu hæð, Hlíðasmára 8 I Kópavogi Fundirnir eru haldnir í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. 4. nóvember Heilabilun og önnur geðræn vandamál hjá öldruðum María Ólafsdóttir heimilislæknir, Sigurður P. Pálsson geðlæknir, Ólafur Pór Ævarsson geðlæknir 11. nóvember Mengun og lungnasjúkdómar Helgi Guðbergsson sérfræðingur í atvinnusjúkdómum 18. nóvember Tíðahvörf og breytingaskeið kvenna Jens A. Guðmundsson kvensjúkdómlæknir 25.,nóvember Offita og leiðir til megrunar Ásgeir Theodórs sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, Gunnar Valtýsson sérfæðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum ít9 Cipramil I -einstæðir eiginleikar TÖFLUR; N 06 AB 04 Hver tafla inniheldur: Citalopramum INN, hýdróbrómíð, samsvarandi Citalopram- um INN 10 mg, 20 mg eða 40 mg. Eiginleikar: Cítalópram er tvíhringlaga ftalen-afleiða og er virkt gegn þunglyndi. Verkunarháttur lyfsins er vegna sértækrar hindrunar á upptöku serótóníns í heila. Lyfið hefur engin áhrif á endurupptöku noradrenalíns, dópamíns eða GABA. Lyfiðog umbrotsefni þess hafa því enga anddópamín-, andadren-, andserótónín-, og and- histamínvirka eða andkólínvirka eiginleika. Jafnvel við langtíma notkun hefur lyfð engin áhrif á fjölda viðtaka fyrir boðefni í miðtaugakerfi.AcJgengi eftir inntöku eryfir 80%. Hámarksblóðþéttni næst eftir 1-6 klst. Stöðug blóðþéttni næst eftir 1-2 vik- ur. Próteinbinding er um 80%. Dreifingarrúmmál er u.þ.b. 14 l/kg. Lyfið umbrotn- ar áður en það útskilst; um 30% í þvagi. Umbrotsefni hafa svipaða en vægari verk- un en cítalópram. Helmingunartími er um 36 klst. en er lengri hjá öldruðum. Lyfð hefur hvorki áhrif á leiðslukerfi hjartans né blóðþrýsting og eykur ekki áhrif alkó- hóls. Lyfið hefur væga róandi verkun. Ábendingar: Þunglyndi. Felmturröskun með eða án víðáttufælni (panic disorder with or without agrophobia). Frábendingar: Engar þekktar. Varúð: Gæta skal varúðar við gjöf lyfsins við skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin er ógleði allt að 7%. Algengar (> 1%): Almennar: Höfuðverkur, sviti, þreyta, slen, titringur, breytingar á þyngd og svimi. Æðakerfi: Þungur hjartsláttur. Miðtaugakerfi: Svefntruflanir, skyn- truflanir og órói. Meltingarfæri: Ógleði, breytingar á hægðavenjum, meltingaróþæg- indi og þurrkur í munni. Þvagfæri: Erfiðleikar við að tæma þvagblöðru. Augu: Sjónstill- ingarerfiðleikar. Sjaldgæfar (0.1 %-1 %): Almennar: Almenn lasleikatilfinning. Geispar. Miðtauga- kerfi: Æsingur, rugl, erfiðleikar við einbeitingu, minnkuð kynhvöt og truflun á sáðláti. Meltingarfæri: Aukið munnvatnsrennsli. Húð: Útbrot. Öndunarfæri: Nefstífla. Augu: Stækkað Ijósop. Mjög sjaldgæfar (< 0,1%): Miðtaugakerfi: Mania. Aukaverkanir eru oft tímabundnar og ganga yfir enda þótt meðferð sé haldið áfram. Milliverkanir: Varast ber samtímis gjöf MAO-hemla og skulu að minnsta kosti líða 14 sólarhringar á milli þess að þessi tvö lyf séu gefin nema MAO-hemill hafi mjög skamman helmingunartíma. Lyfið hefur mjög væg hamlandi áhrif á cýtókróm P450-kerfið. Meðganga og brjóstagjöf: Reynsla af gjöf lyfsins hjá barnshafandi konum er mjög takmörkuð, en dýratilraunir benda ekki til fósturskemmandi áhrifa. Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk en í dýratilraunum hefur lítið magn lyfsins fund- ist í mjólk. Skammtastærðir handa fullorðnum: Lyfið er gefið einu sinni á dag, en skammtar eru breytilegir. Þunglyndi: Upphafsskammtur er 20 mg á dag, en má auka í 40 mg á dag, ef þörf krefur. Ekki er mælt með hærri skömmtum en 60 mg á dag. Hjá sjúklingum eldri en 65 ára er ráðlagður skammtur helmingur ofangreindra skammta þ.e. 10 - 30 mg á dag, að hámarki 40 mg á dag. Mikilvægt er að gefa lyfið a.m.k. í 2-3 vikur áður en árangur meðferðarinnar er metinn. Meðferðarlengd 4-6 mánuðir eftir svörun sjúkl- ings. Felmturröskun: Lágir skammtar eru notaðir í upphafi meðferðar við felmturröskun til að draga úr líkum á versnun sjúkdómsins. Ráðlagður upphafsskammtur er þannig 10 mg á dag. Eftir einnar viku meðferð er skammturinn aukinn í 20 mg á dag. Venjulegur viðhaldsskammtur er 20-30 mg á dag. Ef svörun er ófullnægjandi má auka skammtinn en ekki er mælt með hærri skömmtum en 60 mg á dag. Viðmeð- ferð á felmturköstum nær árangur hámarki eftir u.þ.b. 3 mánuði og er viðvarandi við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar og hámarksverð frá apótekum í maí 1999: Töflur 10 mg: 28 stk. (þynnupakkað) - 2.493-, 100 stk. (glas) - 7.068-. Töflur 20 mg: 28 stk. (þynnupakk- að) - 4.149-, 56 stk. (þynnupakkað) - 7.401-, 100 stk. (glas) - 12.462.Töflur 30 mg: 28 stk. (þynnupakkað) - 5.635-, 100 stk. (glas) - 17.100. Töflur 40 mg: 28 stk. (þynnupakkað) - 6.985-, 56 stk. (þynnupakkað) - 12.900-, 100 stk. (glas) - 22.090. Hámarksmagn sem má ávísa er sem svarar 30 daga skammti. Samþykktur sérlyfjaskrártexti dags. 3. ágúst 1999. Markaðsleyfishafi: Lundbeck, Danmörku Umboð á íslandi: Austurbakki hf.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.