Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 71

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 913 Urskurður Tölvunefndar vekur sterk viðbörgð Eins og kunnugt er af fréttum vakti úrskurður Tölvunefndar sem birtist hér að framan undrun margra og kallaði á sterk viðbrögð. Ástæðan var ekki síst sú að samkvæmt honum gat fólk sem tilkvnnt hafa landlækni þann vilja sinn að standa utan miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði átt á hættu að lenda í úrtakinu. Meðal þeirra sem gerðu at- hugasemdir við úrskurð nefnd- arinnar var landlæknir sem benti á að ýmsar leiðir væru til að leyfa starfsmönnum Is- lenskrar erfðagreiningar að kynna sér sjúkraskýrslur án þess að rjúfa með því trúnað sjúklinga og lækna. Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur sagði í samtali við Læknablaðið að þar á bæ myndu menn hlíta niðurstöðu landlæknis í inálinu. Áður en málið komst í fjölmiðla hefðu menn verið byrjaðir að úthugsa ýmsar aðferðir við að gera skýrslumar ópersónutengdar en sú vinna hefði frestast eftir að hiti komst í málið. Varðandi vanda þeirra sem hafa sagt sig frá miðlægum gagnagrunni bjóst Jóhannes við því að farin yrði ein þeirra leiða sem landlæknir hefði nefnt. Hún felur í sér að starfsmenn sjúkrahússins velji af handahófi stórt úrtak af sjúkraskýrslum, jafnvel 1.000 skýrslur, sem síðan yrðu send- ar landlækni. Hann myndi svo fara yfir þær og skila þeim aft- ur í tvennu lagi, annars vegar yrði meirihlutinn og í þeim bunka yrðu þeir sem sagt hafa sig úr gagnagrunninum, hins vegar minni bunki þar sem ör- ugglega væri enginn úr þeim hópi en úr þeim bunka myndu starfsmenn svo velja af handa- hófi þær 30 skýrslur sem Is- lensk erfðagreining fær að- gang að. Jóhannes bætti því við að endanleg leið yrði valin í sam- ræmi við fyrirmæli landlækn- is sem hann átti von á innan tíðar. Umræður á Alþingi En það urðu víða orðaskipti um úrskurð tölvunefndar. Meðal annars á Aiþingi þar sem Ögmundur Jónasson lagði fram fyrirspurn til heil- brigðisráðherra um málið. Á heimasíðu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins er birt svar Ingibjargar Pálma- dóttur við fyrirspurn Ög- mundar og þar er að finna þessi orð: „I ráðuneytinu er unnið að undirbúningi leyfis til rekstrar gagnagrunns á heilbrigðis- sviði á grundvelli laga númer 139/1998. Skipuð var nefnd til að gera tillögu til ráðherra um veitingu rekstrarleyfis og efni þess. Nefndin er skipuð Davíð Á. Gunnarssyni ráðu- neytisstjóra, Sigurði Þórðar- syni ríkisendurskoðanda og Jóni Sveinssyni hæstaréttar- lögmanni. Þessi nefnd leitaði fyrir skemmstu eftir því við Tölvu- nefnd, að fulltrúar íslenskrar erfðagreiningar og Sjúkrahúss Reykjavíkur fengju leyfi til að athuga 30 sjúkraskrár til að geta áttað sig á hvaða upplýs- ingar væru skráðar. Tölvu- nefnd veitti heimildina tafar- laust að settum skilyrðum, sem viðkomandi sættu sig fyllilega við. Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki með beinum hœtti komið að málinu, en þar sem Tölvu- nefnd tryggir persónuvernd borgaranna í þessu landi þótti þriggja manna nefndinni rétt að fara fram á heimild frá henni. Ég vil taka sérstaklega fram, að færustu sérfræðingar hafa komið að málinu. Ég treysti fullkomlega mati sér- fræðinganna sem kunnir eru fyrir ábyrgð í störfum sínum til að fara með þetta mál sam- kvæmt ströngustu kröfum. Tölvunefnd hefur hingað til verið fullkomlega treystandi þegar persónuvernd er annars vegar. Skilyrði hennar nú sýna að hún er traustsins verð.“ I ljósi þeirra ummæla sem við höfum skáletrað hér að ofan vaknar sú spurning hvort nefnd sem skipuð er af ráð- herra og lýtur forystu ráðu- neytisstjóra starfi ekki á ábyrgð ráðuneytisins. -ÞH
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.