Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 74

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 74
916 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 grein kveðið á um að „ráð- herra skal setja reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigð- issviði. Þar skulu vera ákvæði um vísindasiðanefnd og siða- nefndir skv. 4. mgr. 2. gr.“, en í þeirri grein segir að vísinda- rannsókn sé „rannsókn sem gerð er til að auka við þekk- ingu sem meðal annars gerir kleift að bæta heilsu og lækna sjúkdóma" og „mat vísinda- siðanefndar eða siðanefndar skv. 29. gr. á rannsókninni'1 skuli hafa leitt í ljós „að vís- indaleg og siðfræðileg sjónar- mið mæli ekki gegn fram- kvæmd hennar“. Fyrir utan þessar tvær setningar var og er ekkert í íslenskum lögum um vísindasiðanefnd. Ekkert um skipan hennar, valdsvið eða starfshætti. Læknafélagið hafði á sínum tíma þriggja manna siðanefnd sem upphaf- lega var meðal annars ætlað að yfirfara rannsóknaráætlan- ir, en hún hafði heldur engan lagagrundvöll eða vald og var aldrei notuð svo neinu næmi í afgreiðslu rannsóknaumsókna. Með tilvísan í lögin um réttindi sjúklinga var síðan skipuð sérstök vísindasiða- nefnd í desember 1997, eins- konar yfirnefnd og áfrýjunar- nefnd, sem einnig átti að höndla rannsóknarumsóknir frá fjölþjóðlegum aðilum og umsóknir þeirra sem ekki unnu rannsóknir sínar ein- vörðungu á hinum þrem stóru sjúkrahúsum landsins eða í heilsugæslunni. Ráðherra setti rammareglugerð um nefndina. Reglugerð getur ráðherrann breytt, en lögum breytir að- eins Alþingi. Gæta hefði mátt þess að hafa fulltrúa almenn- ings tilnefndan með einhverj- um hætti, líkt og gert var í siðaráði landlæknisembættis- ins, en að öðru leyti voru til- nefningaraðilar í nefndina ákveðnir af skynsemd og með það fyrir augum að fagleg hæfni þeirra sem þar sætu væri góð. Samsetning nefnd- arinnar, þar sem nefndarmenn voru allir háskólamenntaðir og voru valdir af ólíkum stofnunum háskólans eða óháðum fagfélögum, var styrkur fyrir nefndina, þar sem í hana völdust ýmsir þeir sem höfðu þekkingu og reynslu af að semja rann- sóknaáætlanir, sækja um leyfi fyrir rannsóknum og ekki síst að dæma rannsóknaáætlanir annarra eða ritdæma faggrein- ar á erlendum og innlenduin vettvangi. í Læknablaðinu hefur áður verið tilgreint hverjir tilnefndu fulltrúa í nefndina 1997 og hverjir voru valdir til setu þar. Sjálfstæði, vinna og vandamál Nefndin hafði reglugerð frá ráðuneytinu til að styðjast við í störfum sínum, en hún var í raun lítið veganesti vegna þess að nefndin þurfti að skapa sér vinnuhefðir og taka afstöðu til ýmissa meginatriða án leiðbeininga frá löggjafanum. Nefndin gat einungis stuðst við alþjóðlegar samþykktir um siðanefndir og störf þeirra. Þessi atriði þurfti að staðfæra og skapa varð nefndinni starfsgrundvöll. Hún hafði engan starfsmann og fundarstaðurinn var í byrjun í ráðuneytinu, sem var aug- ljóslega óheppilegt. Ekki er undarlegt þó nefndin hafi á þessum tíma oft verið kölluð „vísindasiðanefnd heilbrigðis- ráðuneytisins“. Nefndarmenn litu þó ekki á sig sem slíka, enda átti og varð nefndin að vera sjálfstæð og ekki tengd ráðuneytinu. Við völdum því snemma að kalla nefndina að- eins Vísindasiðanefnd. Fund- arstaður var fluttur í Eirberg og ritari kom frá fræðasviði Landspítalans til aðstoðar nefndinni. Nú í vor var ráðinn nýr starfsmaður og honum sköpuð betri starfsaðstaða og varð af því verulegur styrkur fyrir nefndina. Nefndin hafði ekki haldið marga fundi þegar umsóknum um leyfi fyrir ýmsum rann- sóknum tók mjög að fjölga, ekki síst frá hinu vaxandi nýja fyrirtæki, íslenskri erfða- greiningu. Fast var leitað á nefndina að hraða afgreiðslu umsókna. Reynt var að gera það eftir föngum, en að sjálf- sögðu þurfti að fara vel í gegnum þær og á sama tíma marka stefnu um hvernig nefndin ætti að vinna. Ýmis vandamál komu upp í þessu sambandi. Ég leyfi mér að fullyrða að vel og faglega haft verið staðið að afgreiðslu þessara erinda eftir því sem tök voru á hjá nefnd sem var nýbyrjuð að starfa og hafði enn ekki haft tækifæri til að móta sér nægilega fastar starfsvenjur. A þessum tíma var reynt að haga svo til að bæði aðal- og varamenn væru á fundum til að allir væru vel inni í umræðum og gerð vinnu- ferla í nefndinni. Einnig voru haldnir kynningarfundir með forsvarsmönnum íslenskrar erfðagreiningar og með ráð- gjöfum sem höfðu sérþekkingu í erfðafræði. Tæpum tveimur mánuðum seinna var gagna- grunnsfrumvarpið kynnt. Öll- um er kunnugt um hversu mörg siðfræðileg álitamál komu upp í sambandi við það frumvarp. Nefndin varð að eyða miklum tíma í umræður um málið. Hún var beðin um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.