Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 80

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 80
920 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 fimm mönnum, hvar af fjórir eru skipaðir af ráðherra án til- nefningar (þar af þrír lögfræð- ingar). Einn maður er til- nefndur af utanaðkomandi að- ila, Skýrslutæknifélagi ís- lands. Hlutverk tölvunefndar er að hafa eftirlit með fram- kvæmd laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga. Tölvunefnd hefur bakhjarl í þessum lög- um, því þar er verk- og vald- svið hennar skilgreint og kröf- ur gerðar um hæfnisskilyrði þeirra sem í nefndina veljast. Meginmunur felst þó enn frekar í því að þessar tvær nefndir fjalla um lögfræðiat- riði, túlkun þeirra og fram- kvæmd, en vísindasiðanefnd fjallar um siðfræðileg atriði í læknisfræði og skyldum vís- indum. Inntak siðfræði er að miklu leyti óskráð, en lög eru skráð. Læknisfræði, hjúkrun- arfræði og líffræði snúast um öflun og beitingu þekkingar. Siðfræðin fjallar um siðaregl- ur, siðferðilega ábyrgð, mann- réttindi og dyggðirnar: hug- rekki, réttlæti, hófsemi og miskunnsemi, hvað er rétt og hvað er rangt. Hún er óháð öðrum fræðigreinum og fjær pólítískum vettvangi. Vísinda- siðanefndin þarf að vera gagn- rýnin akademísk nefnd, óháð vilja stjórnvalda og því er vettvangur hennar ekki sam- bærilegur við til dæmis tölvu- nefnd. Enginn siðfræðingur er í nýju nefndinni og engin krafa er gerð um að svo sé. I gömlu nefndina tilnefndi Siðfræðistofnun Háskóla Is- lands mjög hæfa aðal- og varafulltrúa. I nýju nefndinni er guðfræðingur í hópi vara- manna, en guðfræði er ekki sama fræðigrein og siðfræði, frekar en læknisfræði eða lög- fræði. Landlæknir segir loks að það skipti ekki máli hver skipi í nefndina, heldur hverjir velj- ist til setu í nefndinni. Víst er það rétt að vanda þarf til vals á nefndarmönnum. Gera þarf þá kröfu til nefndarmanna að þeir hafí víðtæka þekkingu og einkum eigin reynslu af vís- indastörfum, þar með talið birtingu greina í vísindatíma- ritum, reynslu af að vinna í rannsóknahópum, reynslu af alþjóðlegu rannsóknasam- starfi, reynslu af því að vera ritdómarar og dæma um rann- sóknaumsóknir. Þá þurfa menn í svona nefnd að hafa þekkingu á vinnureglum er- lendra siðanefnda og læknis- fræðilegri og líffræðilegri sið- fræði, svo og lögum, reglum og venjum, sem um þessi mál gilda á erlendum vettvangi. Nú þegar retróspektóskópinu er beitt, má sennilega til sanns vegar færa að það hafi verið ágalli á gömlu vísindasiða- nefndinni að ég og aðrir með- nefndarmenn mínir vorum ekki nægilega góðir. Vonandi hefur nú tekist að bæta úr. Uppbyggingu þarf enn Sem fyrrverandi vísinda- siðanefndarmanni er mér ljóst að nýju nefndarinnar bíður mikið starf og það vaxandi. Hún er því miður fámennari, en vonandi er betur að henni búið og ber að óska henni góðs gengis í starfi sínu. Þá þarf einnig að vona að ekkert af því, sem á undanförnum áratug hefur verið byggt upp verði skert, heldur þvert á móti haldi uppbygging áfram í átt að því sem viðhaft er ann- ars staðar í Evrópu. Grunnur íslensks vísindasamfélags þarf að vera jafngildur því sem er best í nágrannalöndun- um til að tryggja fulla þátttöku okkar í nútíma vísindum. Margt af því sem gerst hefur á undanförnum árum, einkum öflug uppbygging líftækni og erfðafræði, á að geta skilað okkur vel fram á veginn. Rétt- ar aðferðir við skipan mála varðandi vísindasiðanefndir landsins eru grundvallarskil- yrði þess að vel takist. Til að koma þessum málum aftur á betri rekspöl þarf að fá hæft fólk með mikla þekkingu til að semja lög um vísinda- siðanefndir og gera tillögur um nýja reglugerð á þeim grundvelli. Sækja þarf ráð og fyrirmyndir sem henta í ís- lensku vísindasamfélagi til ná- grannalandanna. Vísindasiða- nefnd og siðanefndir sjúkra- húsa, stofnana og heilsugæslu þurfa að vera nægilega fjöl- mennar, óháðar og tilnefndar af mörgum aðilum, þar á með- al almannasamtökum. Þær mega ekki vera of margar til að komist verði hjá hags- munatengslum og ósamræmi í vinnubrögðum. Mörg þau at- riði sem nefnd voru hér að of- an þurfa þar að koma til álita. Lögin verða að vera yfirgrips- mikil og ná til allra megin- þátta málsins. Opin umræða þarf að fara fram um laga- frumvarp og reglugerð áður en endanlegt skipulag verður fest í sessi. Landlæknir gæti sem best haft forystu um að þetta verði gert.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.