Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 87

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 87
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 927 eftir aldurshópum 1991-1997. en þar er hlutfall bólusettra innan við 10% (mynd 3). Hér er því verk að vinna. Mikil- vægt ar að læknar skrái og til- kynni allar bólusetningar gegn pneumókokkasýkingum til sóttvarnalæknis. Fyrirhugaðar eru rannsókn- ir á árangi bólusetninga hér á landi sem sóttvarnalæknir og sýklafræðideild Landspítalans munu standa að í samvinnu við fleiri aðila. HEIMILDIR 1. Briem H. Gagnsemi bólusetningar gegn lungnabólgubakteríum (Strepto- coccus pneumoniae). Læknablaðið 1991; 77: 361-2. 2. CDC. Prevention of pneumococcal disease: recommendations of the Ad- visory Committee on Immunization Practices (ACIP). MMWR 1997; 46: l-24.(no.RR-9) 3. Sisk JE, Moskowitz AJ, Whang W, et al. Cost-effectiveness of vaccina- tion against pneumococcal bacter- emia among elderly people. JAMA 1997; 278: 1333-9. Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands árið 2000 verður haldið á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. apríl. Ágrip erinda berist fyrir 1. febrúar 2000. Þau ágrip sem samþykkt verða af vísindanefnd félaganna til flutnings á þinginu verða birt í Læknablaðinu. Agripin skulu send með tölvupósti sem viðhengi til Gunnhildar Jóhannsdóttur, sjá netfang að neðan. Ágrip sem ekki er unnt að senda þannig skulu send á disklingi til ritara þingsins. Við lok þingsins verða verðlaun afhent fyrir bestu erindin eins og verið hefur. • Eftirtalin atriði komi fram í þeirri röð sem hér segir: Titill ágrips, nöfn og vinnustaður höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. • Nafn flytjanda skal feitletrað. • Hámarkslengd ágripa er 1800 letureiningar (characters). • Höfundar skulu láta þess skýrt getið hvaða útbúnað í fundarsal þeir óska eftir að nota við flutning erindisins. Nánari upplýsingar um þingið veita: Hannes Petersen Sjúkrahúsi Reykjavíkur Eiríkur Jónsson Sjúkrahúsi Reykjavíkur Helgi H. Sigurðsson Landspítalanum Þorsteinn Jóhannesson Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði Aðalbjörn Þorsteinsson Landspítalanum Felix Valsson Landspítalanum Sveinn Geir Einarsson St.Jósefsspítala, Hfj. Einar Einarsson Lækningu, Lágmúla Ritari þingsins er Gunnhildur Jóhannsdóttir, handlækningadeild Landspítalans, sími: 560 1330, bréfsími: 560 1329, netfang: gunnhild@rsp.is

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.