Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 88

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 88
928 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Vísindasjóður Wyeth Lederle Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Vísindasjóði Wyeth Lederle. Umsóknir skulu berast til skrifstofu Austurbakka hf, Borgartúni 20 á þar til gerðum eyðu- blöðum eigi síðar en 19. nóvember 1999. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Austurbakka hf. Borgartúni 20, sími: 563 4000, netfang: austurba@ipa.austurbakki.is. Úthlutun fer fram þann 17. desember. Eftirfarandi eru mikilvægar upplýsingar fyrir væntanlega umsækjendur: - Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur sjóðsins sem hægt er að nálgast á skrif- stofu Austurbakka hf. - Styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir til rannsókna á sviði meltingarsjúkdóma. - Samtals verður einni miljón króna úthlutað úr sjóðnum. Að þessu sinni er gert ráð fyrir að veita einn stóran styrk, 400-500 þúsund krónur og tvo til þrjá minni, 200-300 þúsund krónur. Stjórn sjóðsins skipa: Kjartan Örvar og Ásgeir Böðvarsson tilnefndir af Félagi sérfræð- inga í meltingarsjúkdómum og Sigrún Elsa Smáradóttir fulltrúi Wyeth Lederle sem jafn- framt er formaður nefndarinnar. Heilbrigðisstofnun Austurlands Strandgötu 31,735 Eskifjörður, sími 470 1404, bréfsími 470 1409 Austurland - þar sem tækifærin bjóðast! Heilbrigðisstofnun Austurlands er ný stofnun, þar sem sjúkrahús og heilsugæslustöðvar á Austur- landi, allt frá Vopnafirði til Djúpavogs, sameinast í öfluga heild. Við leitum eftir áhugasömu fagfólki í heilbrigðisþjónustu sem hefur vilja og metnað til að taka þátt í þróunar- og skipulagsstarfi hinnar nýju stofnunar og starfa að þeim markmiðum að • móta styrka stofnun, sem veitir góða þjónustu • skapa leiðandi afl í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni • framfylgja starfsmannastefnu með áherslu á mikilvægi hvers starfsmanns • gefa starfsmönnum tækifæri til náms og rannsókna á sínu sviði með samvinnu við aðrar stofnanir • skapa möguleika fyrir sérhæfingu og nýta sérþekkingu hvers starfsmanns sem best Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsir lausa til umsóknar stöðu Lækningaforstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands Lækningaforstjóri ber faglega ábyrgð á framkvæmd lækninga og eftirliti með gæðum þeirra innan stofnunarinnar. Hann er faglegur yfirmaður ailrar læknisþjónustu innan stofnunarinnar og veitir stjórn og framkvæmdastjóra hennar faglega og almenna ráðgjöf. Lækningaforstjóri er talsmaður stofnun- arinnar út á við um fagleg málefni er varða starfssvið hans. Um er að ræða fulla stöðu en hluti starfsins eru almenn lækningastörf. Starfið hentar lækni með fjölþætta læknismenntun og reynslu, svo sem að viðkomandi sé sér- fræðingur í heimilislækningum og hafi jafnframt verulega starfsreynslu á sjúkrahúsi. Staðan er veitt frá 1. janúar árið 2000. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember n.k. Upplýsingar gefa starfandi lækningaforstjóri, Stefán Þórarinsson í síma 471 1400 og framkvæmdastjóri, Einar R. Har- aldsson, í síma 861 1999.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.