Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 12

Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 12
950 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 tímaleitni <0,001). Meðalaldur við greiningu var29,9 ár (bil 15-48). Tíðnin tengdist stækkun fæðingarárganga og fleiri þungunum, en al- gengi og nýgengi var þó marktækt meira en sem því nam. Aldurshópurinn 25-29 ára var fjölmennastur 1985-1989, en 30-34 ára 1990- 1994. Utanlegsþykkt varð í fyrstu þungun hjá 12,9% á fyrra tímabilinu, en 15,8% á því seinna. Endurtekin utanlegsþykkt varð hjá 167 konum (16,5%). Endurtekning var algengust á aldursbilinu 30-34 ára. Marktæk aukning (p<0,001) varð á endurteknum þykktum. Þar af voru 104 konur með utanlegsþykktir tvisvar, 44 þrisvar, 14 fjórum sinnum, tvær fimm sinnum og ein hver sex, sjö og átta sinnum. Staðsetning var oftar hægra megin (p<0,0001). í 1,1% til- fella fór konan í ófrjósemiaðgerð 1-10 árum áður. Ómskoðun var notuð hjá 68,4% á seinna tímabilinu. Konur með ófrjósemi voru 27%. Hjá 17% kvennanna varð þungun með lykkju í leg- holi. Utanlegsþykkt á eggjastokkum fannst í átta tilfellum (0,63%). Breyting á aðgerðartækni varð með mikilli fjölgun kviðsjáraðgerða. Alyktanir: Utanlegsþykktartilfellum fjölg- aði mikið, en hefur aftur fækkað síðustu ár. Hærri þungunartíðni og stærri árgangar skýra hluta aukningarinnar, ásamt hærri meðalaldri. Aukningin tengist sennilega algengum eggja- leiðarasýkingum á 8. og 9. áratugunum. Sum tilfelli má rekja til viðgerðartilrauna á skemmd- um eggjaleiðurum. Með tilkomu ómunar og betri þungunarprófa fæst greining fyrr en áður. Meðferð er orðin minna íþyngjandi fyrir sjúk- linginn með mikilli aukningu kviðsjáraðgerða. Inngangur Tíðni utanlegsþykkta jókst víða um heim á síðustu tveimur til þremur áratugum (1,2). Þessi breyting hefur oft verið tengd aukinni tíðni sýkinga í innri kynfærum kvenna af völd- um kynsjúkdóma, einkum framan af þessum tíma (2-4). Breytt aðgerðartækni, þar sem reynt var að forðast að fjarlægja eggjaleiðara og gera við þá síðar, er einnig talin hafa valdið hluta aukningarinnar vegna þess að endurteknar ut- anlegsþykktir urðu algengari (5). Líklegt er að hið sama hafi orðið hér á landi. Tvær fyrri at- huganir á utanlegsþykkt sýndu að tíðnin jókst verulega milli tímabilanna 1960-1969 og 1970- 1982 (6,7). Á síðara tímabilinu var talið að aukningu mætti meðal annars rekja til meiri notkunar lykkju. Síðan þá hefur tíðni kynsjúk- dómasmits og eggjaleiðarabólgu breyst (4,8,9) og aðgerðar- og greiningartækni einnig. Grein- ing fæst nú oftast mun fyrr vegna nákvæmra þungunarprófa sem eru aðgengileg og auðveld í notkun og með notkun ómunar um leggöng, sem hefur gjörbreytt möguleikum á að greina staðsetningu þungunar snemma, í eða utan legs. Utanlegsþykkt getur enn verið konunni hættulegur sjúkdómur og er þjóðfélaginu dýr (3,8,9). Með hliðsjón af breyttum aðstæðum þótti rétt að meta þróun síðari ára á Islandi, með tilliti til breytinga á algengi, nýgengi, áhættuþáttum og nýjum aðferðum við grein- ingu og skurðaðgerðir. Efniviður og aðferðir Allar greiningar á utanlegsþykkt (ICD 9: 633.1) fyrir tímabilið 1.1.1985 til 31.12.1994 voru fengnar úr sjúkdómsgreiningarskrám Kvennadeildar Landspítalans, Borgarspítalans, Landakotsspítala, Sjúkrahúss Suðurnesja, Keflavík, Sjúkrahúss Vesturlands, Akranesi, St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, Fjórðungssjúkra- hússins á ísafirði, Sjúkrahússins Sauðárkróki, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Sjúkra- hússins á Húsavík, Sjúkrahúss Suðurlands, Sel- fossi, Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum og Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað. Engin aðgerð var á St. Fransiskusspítala, Stykkis- hólmi. Til að staðfesta greininguna var vefja- greiningarsvar fyrir hvert tilfelli sem greint var á Rannsóknastofu Háskóla Islands í meina- fræði eða á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri skoðað. Fjöldi vefjagreininganna og tilfella samkvæmt ICD var sá sami. Jafnframt voru öll vefjagreingarsvör yfirfarin til að tryggja að öll tilfelli utanlegsþykktar á landinu væru talin. Fimmtán sjúkraskrár fundust ekki og þeim til- fellum var sleppt. I 32 tilfellum sást aðeins blóð í innsendu sýni og þau voru ekki talin með hér, en að auki var ekki sent sýni eftir kvið- speglun í tveimur tilfellum, sem töldust því ekki staðfest heldur. í hverju tilfelli var leitað að upplýsingum um aldur við greiningu, fyrri þunganir, fyrri utanlegsþykktir, lykkjunotkun, ófrjósemivandamál, fyrri eggjaleiðarabólgu, hvort svör um klamýdíuræktun fyndust, tegund aðgerðar og hvoru megin þykktin sat. Greining með ómskoðun var einnig athuguð. Til að stað- setja utanlegsþykkt á eggjastokkum var fylgt skilmerkjum Spiegelbergs (10). Niðurstöðu ómskoðunar var skipt í neikvæða skoðun þegar ekkert athugavert sást í grindar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.