Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 13

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 951 Mynd 1. Heildarfjöldi utanlegsþykkta fyrir árin 1960-1994 á íslandi. Fyrstu 10 árin taka aðeins til tilfella á suðvesturhorni landsins (6), en tölurfyrir 1970-1982 erufyrir allt landið (7), tölurfyrir 1983-1984frá Rannsóknastofu Háskólans ímeinafrœði og 1985-1994 itr núverandi rannsókn. holi, en leghol var tómt, skoðun þegar aðeins blóð eða vökvi sást í grindarholi, tilfelli þar sem grunur um utanlegsþykkt vaknaði þegar tómt leghol sást og einkenni eða saga bentu á sjúkdóminn og tilfelli þar sem ummerki um ut- anlegsþykkt sáust (vökvafyllt holrúm, grun- samleg fyrirferð til hliðar við leg) eða þykktin sjálf sást með vissu. Omun um leggöng kom til upp úr 1991. Heildarfjöldi utanlegsþykkta fram til og með árinu 1984 var reiknaður út frá birtum tölum frá Kvennadeild Landspítalans og annars stað- ar á landinu, þar með talið á skurðstofu á Fæð- ingarheimili Reykjavíkur og á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði (6,7). Fyrir fyrstu 10 árin voru þó aðeins tiltækar tölur frá suðvesturhorni lands- ins (6). Tölur fyrir árin 1983 og 1984, fram að upphafi núverandi rannsóknar, voru fengnar frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði (fjöldi utanlegsþykkta samkvæmt vefjagrein- ingarsvörum). Nýgengi var skilgreint út frá fyrstu utanlegs- þykkt á rannsóknartímabilinu og miðað við fjölda þungana (fæðingar, utanlegsþykktir og fóstureyðingar á almanaksári) og fjölda kvenna í hverjum aldurshópi á frjósemiskeiðinu 15-44 ára (upplýsingar frá Hagstofu íslands) fyrir hvert ár og fyrir fímm ára aldursbil. Algengi ut- anlegsþykkta var reiknað miðað við fjölda þung- ana/1000 og fjölda kvenna á frjósemiskeiði/ 10.000. Skoðað var með leitniprófun (linear trend analysis) eftir krosstöflugerð hvort aukn- ing á utanlegsþykktum á tímabilinu væri mark- tæk og hvort munur væri milli fimm ára tíma- bilanna 1985-1989 og 1990-1994. Kí-kvaðrats- próf var notað til að bera saman breytur er vörðuðu samsetningu þýðisins, tegundir að- gerða og staðsetningu utanlegsþykkta og leið- rétt fyrir aldurssamsetningu hópanna þar sem við átti. Samþykki sjúklinga fyrir birtingu sjúkra- sögu var fengið þar sem við átti. Siðanefnd Landspítalans og Tölvunefnd samþykktu rann- sóknina. Niðurstöður Samtals reyndust 1030 konur hafa fengið 1267 utanlegsþykktir á rannsóknartímabilinu sem staðfestar voru með vefjagreiningarsvari. Þessar konur höfðu alls fengið 1314 utanlegs- þykktir, en í 47 tilvikum hafði konan fengið utanlegsþykkt fyrir 1985. Á fyrra fimm ára tímabilinu var heildarfjöldi innlagna vegna utanlegsþykkta 495, fjöldi tilfella 556 og fjöldi aðgerða vegna þeirra 558 og á því seinna var heildarfjöldi innlagna 629, fjöldi tilfella 711 og fjöldi aðgerða vegna þeirra 730. Heildarfjöldi tilfella jókst úr 72 árið 1985 í mest 167 árið 1992. Á mynd 1 er heildarfjöldi utanlegsþykkta sýndur fyrir árin 1960-1994. Heildarfjöldi til- fella fimmfaldaðist á 30 árum og nánast tvö- faldaðist á tímabilinu sem núverandi rannsókn tók til. Þegar nýgengi á rannsóknartímanum var athugað sem hlutfall af fjölda þungana eða fjölda kvenna á frjósemiskeiði, var breytingin marktæk (leitniprófun x2i =11,786; p <0,001 ) (mynd 2). Ekki var þó um hreina línulega til- hneigingu að ræða, þar sem tilfellum fækkaði aftur í lok rannsóknartímans frá fyrra hámarki, en það breytti ekki niðurstöðunni (p fyrir non- linearity <0,001). Hlutfallið milli fjölda þung-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.