Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 44
978 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 verið hefð fyrir því að nota reglu Hellins frá síðustu öld. Samkvæmt þessari reglu er gengið út frá tíðni fyrir tvíbura og ef sú tíðni er n er tíðni fyrir þríbura n2 og fjórbura n' og svo fram- vegis. Samkvæmt útreikningum Hellins var tví- buratíðnin 1/85 og því var tíðnin fyrir þríbura 1/852 og fjórbura 1/853. Þetta er stærðfræðileg nálgun sem ekki tekur tillit til líffræðilegra breytna eins og aldurs móður, en kona sem er 35-39 ára hefur 8-10 sinnum meiri líkur á þrí- buraþungun en kona innan við tvítugt (8). Tíðni fleirburaþungana er mun meiri í þessari rann- sókn en ætti að vera samkvæmt reglu Hellins. Orsakir fyrir aukinni tíðni fleirbura hin síð- ari ár hér á landi er líklegast að finna í betri ár- angri við framköllun eggloss og glasafrjóvgun eins og verið hefur í nálægum löndum (1-3,6). Sennilega er þó mismunandi milli landa hvort vegi þyngra í þessu sambandi kröftug egglos- örvun eða uppsetning margra fósturvísa. Ekki kom á óvart að þríburarnir voru með nokkurt frávik í þyngd miðað við einbura. Nokkuð skiptar skoðanir eru um hvort bera eigi saman einbura og fjölbura hvað varðar þyngd en á móti kemur að þyngdarfrávik fjölbura miðað við einbura er lítið fram að 30 vikna meðgöngu en fer vaxandi eftir það. Engar við- miðunartölur eru til um vöxt þrí- og fjórbura. Ekki skiptir höfuðmáli við hvaða meðalgildi er miðað heldur verður að fylgjast með hverju fóstri fyrir sig og meta vöxt þess, bæði í saman- burði við meðalgildi en einnig „systkini" sín. Fóstur sem er mjög frábrugðið í þyngd miðað við sambura sína er í mun meiri áhættu hvað varðar sjúkleika og dauða (11,12). Fyrirburafæðing er helsti áhættuþáttur fyrir fóstrin og því fleiri sem fóstrin eru þeim mun meiri eru líkurnar. I þessari rannsókn voru til- tölulega fáar meðgöngur styttri en 28 vikur eða 2/34 en í erlendum rannsóknum hefur verið tal- að um 17-20% líkur á fæðingu fyrir 28 vikna meðgöngu í þríburafæðingum (13,14). Með- göngulengdin var að meðaltali nokkuð löng, en um viku styttri en í sambærilegri sænskri rann- sókn (2). Ekki er hægt að sjá í fljótu bragði or- sök fyrir því. Allar fæðingar í okkar rannsókn voru með keisaraskurði en 61% í sænsku rann- sókninni. Erfitt er að sýna fram á mikinn mun á útkomu úr keisaraskurðum og fæðingum um leggöng hjá þrí- og fjórburum (3,15). Wild- schut og félagar (16) báru saman útkomuna í þríburafæðingum milli tveggja sjúkrahúsa í Hollandi, þar sem annað sjúkrahúsið stefndi að fæðingum um leggöng en hitt að fæðingum með keisaraskurðum. Þeir fundu að burðar- málsdauði var meiri og sjúkleiki tíðari hjá bömunum sem tekin voru með keisaraskurði. Samkvæmt erlendum rannsóknum hefur verið tilhneiging til fjölgunar á keisaraskurðum und- anfarin ár (3,6). Kostur við áætlaðan keisara- skurð á skipulögðum tíma við fleirburafæðingu er, að hægt er að skipuleggja aðstoð og starfs- fólk sem þarf að vera til staðar, bæði við að- gerðina og til að sinna börnunum eftir fæðingu. Til að minnka líkur á fleirburaþungun og þá sérstaklega fjórburaþungun eða meira hefur verið talið mikilvægt að setja ekki upp meira en tvö eða allra mest þrjú egg við glasafrjóvgun (2,3). Einnig hefur komið upp sú tillaga að notkun kröftugra egglosörvunarlyfja verði bund- in við lækna með sérstakt leyfi fyrir þeim (2). Til að fækka fyrirburatilfellum hafa stundum verið gerðar sérvaldar fóstureyðingar þar sem einu eða fleiri fóstrum er eytt snemma á með- göngu (17-19). Þessi aðferð hefur verið um- deild og ætti sennilega ekki að nota hana nema í einstökum tilfellum. Miðað við niðurstöður úr þessari rannsókn er óvíst að slíkar aðgerðir hefðu bætt útkomuna. Niðurstöður úr þessari rannsókn sýna að út- koman er nokkuð góð í samanburði við ýmsar erlendar rannsóknir. Þótt tölur um burðarmáls- dauða séu tiltölulega lágar í samanburði við önnur lönd þá lætur samt nærri að þær séu um átta sinnum hærri en burðarmálsdauðatölur fyrir allar fæðingar. Þótt um sé að ræða saman- tekt síðustu 17 ára þá eru tilfellin ekki mörg og ekki þarf nema fá tilfelli með verri útkomu til að breyta myndinni. Fleirburameðgöngum hef- ur fjölgað vegna árangursríkari ófrjósemimeð- ferða sem verður að teljast jákvætt en á móti vegur að hættan á fyrirburafæðingu er mun meiri í fleirburameðgöngum. Fleirburafæðing skapar aukið vinnuálag á starfsfólk, einkum ef fæðing er fyrir tímann. Álag á foreldra verður mikið. Móðirin er oftar veikari í samanburði við kynsystur sína sem fætt hefur einbura. Fæðing fjölbura skapar því vandamál sem gætu kallað á ráðstafanir til að reyna að draga úr þeim, til dæmis með því að takmarka leyfi til notkunar á kröftugum frjósemilyfjum við ákveðna lækna, að setja takmörk á fjölda upp- settra fósturvísa eða framkvæma sérhæfða fóst- ureyðingu í völdum tilfellum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.