Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 52

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 52
982 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 barnanna var talið að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauðsfall með þeim aðferðum sem nú eru tiltækar í mæðravernd og við um- önnun nýbura. Meðal þeirra voru einkum and- vana fæðingar barna sem ekki voru vaxtarskert og meðganga hafði staðið í 28 vikur eða lengur (27,8%) og fósturdauði við meðgöngu skemmri en 28 vikur (13,3%). Um Mbarnanna (18,3% af öllum dauðsföllum) fæddust löngu fyrir tímann (örburar; meðganga skemmri en 28 vikur). Alyktanir: Norræna flokkunin gaf góða mynd af dauðsföllum þar sem bæði fundust þættir sem hugsanlega gátu haft áhrif á útkomu þungunar og tilvik þar sem ekkert varð að gert. Flokkunin getur auðveldað samanburð milli landa og tímabila. Inngangur Þegar fæðingaskráning hófst hérlendis 1972 var brotið blað í sögu fæðinga- og nýburafræða á íslandi. Þeir dr. Gunnlaugur Snædal yfirlækn- ir og síðar prófessor á Kvennadeild Landspítal- ans og Gunnar Biering yfirlæknir á Barnaspít- ala Hringsins höfðu veg og vanda af skráning- unni, með aðstoð Bertu Snædal ritara. Þessi samvinna stóð fram til ársins 1993 og birtist árangur hennar í erlendum og innlendum tíma- ritum (1-3). Tölvufærsla gagna hófst árið 1982. Frá 1994 hafa Gestur Pálsson sérfræðingur á vökudeild Barnaspítala Hringsins og Reynir T. Geirsson prófessor á Kvennadeild haft umsjón með fæðingarskráningunni með aðstoð Guð- rúnar Garðarsdóttir ritara skráningarinnar. A sama tíma var Ragnheiður I. Bjarnadóttir fæð- inga- og kvensjúkdómalæknir fengin til að hafa umsjón með burðarmálsdauðatilfellum (peri- natal audit) og skrá og flokka burðarmálstilfelli samkvæmt nýju samnorrænu kerfi sem lýst verður hér á eftir. Burðarmálsdauði (perinatal mortality) tekur til andvana fæðingar barns eða dauða barns á fyrstu viku lífsins. Öll lifandi fædd börn sem deyja á fyrstu viku (early neonatal death) eru talin með, óháð meðgöngulengd. Varðandi and- vana fædd börn var áður miðað við að með- gangan væri orðin 28 fullgengnar vikur eða að fæðingarþyngd væri 1000 g eða meira, en yngri og léttari börn talin til fósturláta. Þessi skil- greining er enn víða notuð, meðal annars í sumum nágrannalöndum, svo sem Svíþjóð. Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur hins vegar mælt með að talin séu með öll andvana fædd böm eftir 22 vikna meðgöngu eða þau sem vega yfir 500 g, sé meðgöngulengdin ekki þekkt. Þessi skilgreining var kynnt í ICD 9 sjúkdómaflokkuninni og enn frekar í ICD 10 (4). Skráð hefur verið samkvæmt þessu hér- lendis frá 1987, en burðarmálsdauði reiknaður opinberlega með þessu móti frá 1994. Burðar- málsdauðatíðni (perinatal mortality rate) er fjöldi andvana fæddra barna og dáinna á fyrstu viku deilt með fjölda fæddra barna, venjulega lýst á 1000 allra fæddra barna. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að flokka burðarmálsdauða. Wigglesworth (5) skoðaði tilfellin út frá meinafræði- og lífeðlis- fræðilegu sjónarhomi og Cole (6) og Hey (7) notuðu fæðingarfræðilega áhættuþætti annars vegar og sjúkdóma hjá fóstri/nýbura hins vegar til að flokka dánarorsakir. Báðar þessar flokk- unaraðferðir geta verið nokkuð flóknar þegar skilgreina á og skrá þá þætti sem ollu dauða barnsins. Þannig nota Hey og samverkamenn 24 flokka sem lýsa orsakaþáttum hjá fóstri og nýbura. Öðrum flokkunaraðferðum hefur verið lýst sem taka mið af flokkunum Cole og Hey, svonefndri útvíkkaðri (extended) Aberdeen flokkun, þar sem reynt er að draga flokkana saman og einfalda þá. Þessi flokkun var notuð í rannsóknum Ingibjargar Georgsdóttur og sam- verkamanna á íslenskum fæðingarskráningar- gögnum (8) og í Danmörku af Vitting-Ander- sen og félögum (9). Notkun ólíkra flokkunar- aðferða gerir samanburð á orsökuin burðar- málsdauða á milli landa oft erfiðan eða jafnvel illmögulegan. Vorið 1995 komu nokkrir fæðinga- og barna- læknar frá öllum Norðurlöndum saman (þar á meðal RIB) til að kynna sér og þróa betur nýja flokkunaraðferð sem nota skyldi í öllum lönd- unum til að auðvelda samanburð. Kveikjan að þessu var að tíðni burðarmálsdauða hafði verið marktækt hærri í Danmörku en í Svíþjóð allt frá árinu 1950. Árið 1991 var tíðni burðarmáls- dauða til dæmis 8,0 á 1000 fæðingar í Dan- mörku miðað við 6,5 á 1000 í Svíþjóð (10) og þótti dönskum barna- og fæðingalæknum svo og heilbrigðisyfirvöldum þörf á að kanna ástæður þess. Haft var að leiðarljósi við gerð flokkunarinnar að hægt væri að skilgreina flokka þar sem unnt yrði að fækka tilfellum með umbótum í heilbrigðisþjónustu (poten- tially avoidable). Flokkunin yrði þá tengd vandamálum í mæðra- og nýburavemd og gæti gefið vísbendingar um hvernig mætti fækka

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.