Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 53

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 983 dauðsföllum (problem-orientated approach). Þetta samnorræna kerfi kallast Nordic Perinatal Death Classification (NPCD). Farið hefur verið yfir öll burðarmálsdauðatilfelli hérlendis frá 1994 til og með 1998 og þau flokkuð sam- kvæmt þessari aðferð. Efniviður og aðferðir Fengnar voru mæðraskrár, læknabréf frá barnadeildum og krufningaskýrslur fyrir öll börn á landinu sem fæddust andvana (eftir 22 vikur eða sem vógu yfir 500 g) eða dóu á fyrstu viku eftir fæðingu (eftir sjö daga eða skemmri tíma). Stuðst var við upplýsingar frá fæðingar- skráningunni og beðið um skýrslur jafnharðan og tilkynning barst um burðarmálsdauða utan Kvennadeildar eða vökudeildar Barnaspítalans á Landspítalanum. Öll tilfellin voru flokkuð samkvæmt NPCD kerfinu, sem byggist á eftirfarandi breytum: 1) Meðfœddur galli (fetal malformations). 2) Dauðsfall Jyrii; í eða eftir fœðingu (time of death in relation to delivery). 3) Vaxtarskerðing (growth retardation). Miðað er við fæðingarþyngd undir tveimur staðal- frávikum frá meðalþyngd íslenskra barna. Þessi breyta á við andvana fædd börn. A)Meðgöngulengd (gestational age) í full- gengnum vikum (innan við 28 vikur, 28-34 vikur og yfir 34 vikur). 5)Apgar stig (innan við 7 við fimm mínútur). Ofangreindum breytum er raðað eftir klín- ísku vægi (priority) sem skýrist á eftirfarandi hátt: 1) Meðfæddir gallar hafa mest vægi (absolute priority). Óháð því hvenær viðkomandi bam dó (fyrir, í eða eftir fæðingu) hefði í fæstum tilfellum verið hægt að koma í veg fyrir dauða þess. Það sem helst getur fækkað dauðsföllum barna í þessum flokki er bætt fósturgreining og þá fleiri fóstureyðingar vegna fósturgalla. 2) Hvenær barn deyr gefur oftast til kynna hvar bæta má heilbrigðisþjónustuna. Að vísu get- ur barn dáið síðar (til dæmis í fæðingu eða fljótlega þar á eftir) vegna vandamála á fyrri stigum (til dæmis vegna vaxtarskerðingar á meðgöngu). Koma má í veg fyrir flest dauðs- föll barna í fæðingu með góðu eftirliti og fæðingarhjálp. 3) Tíðni andvana fæðinga vaxtarskertra barna getur endurspeglað gæði mæðraverndar þar sem bætt greining ætti að leiða til aðgerða til að ljúka meðgöngunni og afstýra þannig dauða barns í móðurkviði. 4) Meðgöngulengd er breyta sem endurspeglar meðal annars árangur nýburalækninga. 5) Astand barns við fæðingu endurspeglar gæði fæðingarhjálpar og oft einnig nýburalækn- inga (til dæmis árangur endurlífgunar). Ut frá ofantöldum breytum eru síðan mynd- aðir 13 flokkar: I. Meðfæddur galli. II. Andvana fæðing vaxtarskerts einbura eft- ir 28 vikna meðgöngu eða lengri. III. Andvana fæðing einbura eftir 28 vikna meðgöngu eða lengri. IV. Andvana fæðing einbura fyrir 28 vikna meðgöngu. V. Andvana fæðing fjölbura. VI. Dauðsfall í fæðingu eftir 28 vikna með- göngu eða lengri. VII. Dauðsfall í fæðingu fyrir 28 vikna með- göngu. VIII. Dauðsfall nýbura. Fyrirburi (innan við 34 vikur) og Apgar stig 7 eða meira eftir fimm mínútur. IX. Dauðsfall nýbura. Fyrirburi (innan við 34 vikur) og Apgar stig innan við 6 eftir fimm mínútur. X. Dauðsfall nýbura. Eftir 34 vikur eða meira og Apgar stig 7 eða meira eftir fimm mínútur. XI. Dauðsfall nýbura. Eftir 34 vikur eða meira og Apgar stig innan við 6 eftir fimm mínútur. XII. Dauðsfall nýbura. Fyrir 28 vikna með- göngu. XIII. Óflokkað. Gert er ráð fyrir unnt sé að hafa áhrif á og fækka mjög í þremur ofangreindra flokka (po- tentially avoidable), það er að segja flokkum II, VI og VIII, með afburðagóðri heilbrigðisþjón- ustu (11). Hins vegar er erfitt að hafa áhrif á flokk III þar sem með nútíma rannsóknarað- ferðum er ómögulegt að sjá fyrir andvana fæð- ingar barna sem eru hvorki vaxtarskert né hafa meðfædda galla. Meðgöngulengd var í öllum tilvikum miðuð við niðurstöðu 18-19 vikna ómskoðunar. Upplýsingar voru fengnar með leyfi for- svarsmanna fæðingarskráningarinnar á Islandi. Niðurstöður Alls dóu 158 börn á fimm ára tímabilinu sem

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.