Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 71

Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 71
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 999 Bleiuþvottur var á árum áð- ur býsna fyrirferðarmikill þáttur í heimavinnu ungra mæðra og áður en tauþurrkar- ar komu til sögunnar mátti ráða aldursskiptingu fjöl- skyldna af þvotti þeim sem hékk á snúrum heimilanna. Væru börnin ung og mörg voru snúrurnar oft fullar af skjannahvítum bleium, sem blöktu glaðlega í golunni. í þann tíð var það takmark mæðranna að draga sem fyrst úr bleiuþvottinum og venja börnin á kopp eins fljótt og þess var nokkur kostur. Orðin, pissa og kúka, bættust því snemma í orðaforða barnanna oft ekki langt á eftir orðunum, mamma og pabbi. I kaffíboð- um og saumaklúbbum svo og ef ungar mæður með börn í kerrum mættust á götu var þess getið með stolti að hún Gunna eða hann Nonni væru nú farin að „segja til sín“. Svo var það á sjötta og sjö- unda áratugnum að sálfræð- ingar og geðlæknar fóru að láta í ljós efasemdir um að agi væri hollur fyrir börn og ung- linga. Hann gæti hugsanlega leitt til alvarlega geðrænna vandamála síðar á ævinni. Þessar kenningar leiddu síðan af sér að agaleysi er nú orðið svo alvarlegt vandamál í skól- um, og raunar þjóðfélaginu öllu, að skólamenn og yfír- Dr. Pampers Tæpitungu- laust Arni Björnsson skrifar völd menntamála ræða það nú í fúlustu alvöru hvernig end- urreisa megi aga og bæta þannig slakan árangur af upp- eldisstarfí skólanna. Umræðan um endurögun- ina nær þó ekki til bleiubarna því nú fást rakadrægar einnota bleiur og börn með blautan og brenndan rass heyra sögunni til. Höfundi er ekki kunnugt um að lærðar greinar hafi ver- ið skrifaðar um langtímaáhrif þess að hafa þurran rass þó menn séu farnir að gera því skóna að yfirdrifið hreinlæti geti valdið veiklun í ónæmis- kerfinu. En þetta með agann er víst ekki algilt því einn frægur amerískur barnageð- læknir og lærisveinar hans hafa skrifað um það lærðar greinar að það sé hollt fyrir andlegan þroska barna að þau fái að ganga sem lengst með bleiu, helst fram á grunnskóla- aldur. Þessari kenningu hefur verið tekið fagnandi af fram- leiðendum einnotableia sem nú markaðssetja framleiðslu sína ákaflega með stuðningi af ummælum barnalæknisins fræga. Einhverjum smáskugga mun það þó hafa brugðið á frægðarljóma hans þegar það spurðist að hann væri á laun- um hjá hinu heimsþekkta bleiufyrirtæki Pampers. Menn skyldu aldrei vanmeta mark- aðinn. En á þessi bleiuumræða er- indi á síður Læknablaðsins okkar? Það mundi varla taka því fyrir bleiufyrirtæki að ráða til sín íslenskan sam- starfslækni og þó? Er einhver mórall í bleiusögunni sem vér, íslenskir læknar, getum dregið lærdóm af? Eða hafa íslenskir læknar þegar tileinkað sér bleiumóralinn svo rækilega að hann teljist sjálfsagður innan stéttarinnar? Þessum spurn- ingum verður látið ósvarað hér og nú en kollegunum gef- inn kostur á að líta í eigin barm og meta það hvort þeim beri heiðurstiti llinn, Dr. Pampers.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.