Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 79

Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 79
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 1005 íðorðasafn lækna 117 Aðstoð óskast Tvö óskyld verkefni hafa beðið úrlausnar í nokkurn tíma. Annað er stakt fræði- heiti, comorbidity, með þrjár mismunandi en skyldar merk- ingar, en hitt er þriggja liða samsetning, elective cesarean section, með einni merkingu. Engar viðunandi lausnir hafa litið dagsins ljós og því er hér beðið um aðstoð. Nokkrar orðaskýringar fylgja í þeirri von að þær létti á hugmynda- tregðunni. Comorbidity Þetta heiti finnst ekki í Ið- orðasafni lækna, en þar má fínna latneska orðið morbus, sjúkdómur, og ýmsar enskar afleiður þess, svo sem lýsing- arorðið morbid, 1. sjúklegui: 2. óhollur, heilsuspillandi, og nafnorðið morbidity: 1. sóttarfar. 2. sjúkdómsástand. 3. sjúkrahlutfall. HlutfaU sjúkra af heildaríbúafjölda. Uppflettingar í nokkrum öðrum orðabókum leiða í ljós svolítið mismunandi áherslur í útskýringum á morbidity, en þær má taka saman og ein- falda á eftirfarandi hátt: 1. sjúk- leiki, sjúkdómsástand, van- heilsa. 2. sjúklegt ástand, sjúklegur eiginleiki. 3. sjúkra- hlutfall, þ.e. hlutfall sjúklinga, sjúkdómstilfella eða sjúkleika í tilteknu þýði (population), á tilteknu landssvæði, á tiltekn- um tíma eða við tilteknar kring- umstæður. Comorbidity finnst í lækn- isfræðiorðabók Stedmans: samfarandi en óskylt mein eða sjúkdómur; venjulega notað í faraldursfræði til að gefa til kynna samferð tveggja eða fleiri sjúkdóma eða sjúkdóms- fyrirbæra. Þessa lýsingu má jafnvel túlka þannig að heitið comorbidity megi nota um meinið eða sjúkdóminn, sem fylgir þeim upphaflega eða þeim sem er aðalsjúkdómur- inn. Svo mun þó almennt ekki vera gert. Skilgreiningin á co- morbidity í Medline gagna- safninu er þessi: Það að sam- an fari fleiri sjúkdómar eða að fyrir hendi séu aðrir sjúk- dómar til viðbótar þeim sem upphaflega greindist eða því lykilástandi sem var tilefni rannsóknar. Athugun undirrit- aðs á nokkrum greinum úr Medline staðfesti að heitið co- morbidity vísar í hið marg- þætta sjúkdómsástand, en ekki þá einstöku sjúkdóma sem það mynda. í einni grein- inni var reyndar notað annað heiti multimorbidity til að tákna það sama. Loks rakst undirritaður einnig á heitin comorbidity index og co- morbidity measure. Orðhlutaskýring gefur til kynna að co- sé latneskt for- skeyti, sem ýmist birtist sem co-, col-, com- eða con- í samsettum orðum, og má þýða með íslensku forskeyt- unum með-, sam-, saman-, við- eða jafn-. Elective cesarean section íðorðasafn lækna tilgreinir það sem flestir vita, að skurð- aðgerðin cesarean section sé keisaraskurður, á latínu sectio caesarea. Lýsingarorð- ið cesarean er stundum notað eitt sér sem nafnorð, a cesarean, sér- staklega í bandarískri læknis- fræði, og merkir þá það sama. Það að kenna þessa sérstöku skurðaðgerð við keisara, hefur gjarnan verið talið byggjast á því að rómverski hershöfðing- inn og einvaldurinn Gajus Júl- íus Sesar (100-44 f. Kr.) hafi verið dreginn í heiminn með þessari skurðaðgerð. Nú má hins vegar lesa þá skýringu í læknisfræðiorðabók Sted- mans að aðgerðin sé kennd við keisara af því að hún hafi verði tilgreind í rómversku lögbókinni Lex cesarea frá því 715 f.Kr. og sé þannig miklu eldri en Gajus Júlíus. Hafa ber það sem sannara reynist. Enska lýsingarorðið elec- tive má þýða með íslensku orðunum kjörinn, valfrjáls eða með forskeytinu val-. Elective cesarean section verður þá valfrjáls eða valinn keisaraskurður, andstætt keis- araskurði sem ekki er hægt að komast hjá að gera, til dæmis við bráðatilvik. Iðorðasafn lækna birtir eingöngu spurn- ingarmerki „?“ með flettunni elective operation. Slíka að- gerð má nefna valaðgerð, en valkeisaraskurður og stytt- ingin valkeisari eru ekki eins lipurleg og undirritaður vildi. Því er óskað eftir tillögum les- enda. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.