Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 92
1016
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Félagsfundur
Svæfinga- og giörgæslu-
læknafélags Islands
Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn
8. desember í húsakynnum læknafélaganna að
Hlíðasmára 8. Fundurinn byrjar klukkan 17:00.
Fundarefni:
• Merki félagsins.
• Innheimtuform félagsgjalda.
• Svæfingar á landsbyggðinni.
• Frítökumálið o.fl.
Kaffiveitingar.
Ný stjórn
Aðalfundur Félags íslenskra heimilislækna
var haldinn 16. október síðastliðinn. Þar var
félaginu kosin ný stjórn og er hún þannig skip-
uð: Þórir B. Kolbcinsson formaður, Haukur
Valdimarsson varaformaður, Omar Ragnars-
son gjaldkeri, Gísli Þórörn Júlíusson ritari og
Guðrún Gunnarsdóttir meðstjórnandi. Vara-
stjórn skipa: Valþór Stefánsson ritstjóri frétta-
bréfs FÍH, Katrín Fjelsted, Hafsteinn Skúla-
son og Jón Steinar Jónsson.
Öldungadeild
Lí
Félagar og aðrir öldungar!
Jólafagnaðurinn verður 15.
desember í Kornhlöðunni,
Bankastræti 2.
Húsið opnað klukkan 18:30.
Tilkynnið þátttöku í síma LÍ,
564 4100.
Stjórnin
íslenski brjóstakrabbameinshópurinn
íslenski brjóstakrabbameinshópurinn (Ice-
landic Breast Cancer Group, IBCG) var stofn-
aður 24. október 1999. Þetta er samstarfshópur
lækna sem sinna greiningu og meðferð brjósta-
krabbameins. Sú vinna fer fram á mörgum
stofnunum og koma að verki læknar úr mörg-
um sérgreinum. Full þörf er á samræmingu
þessarar vinnu.
Tilgangur hópsins er margþættur en nefna
má:
1) semja, gefa út og hafa til stöðugrar endur-
skoðunar lágmarksstaðla um greiningu og
meðferð brjóstakrabbameins,
2) hafa eftirlit með framkvæmd staðlanna,
meðal annars með reglulegum samráðsfund-
um og vinna þannig að virku gæðaeftirliti,
3) stofna og reka upplýsingabanka með heilsu-
farsupplýsingum sjúklinga með brjósta-
krabbamein í því skyni meðal annars að
a) efla klínískar vísindarannsóknir á brjósta-
krabbameini,
b) stuðla að samstarfi við lækna og aðra fræði-
menn sem vinna við grunnrannsóknir á
brjóstakrabbameini, og
c) stuðla að samstarfi við sambærilega hópa
erlendis og tryggja aðild íslands að fjöl-
þjóðlegum samtökum sem að þessum mál-
um vinna.
Fyrir hönd stjómar IB,
Þorvaldur Jónsson, formaður
Stjórn íslenska brjóstakrabbameinshópsins
skipa:
Anna Björg Halldórsdóttir, röntgendeild leit-
arsviðs Krabbameinsfélags Islands. Netfang:
annab@krabb.is
Helgi Sigurðsson, krabbameinslækningadeild
Landspítalans. Netfang: helgisi@rsp.is
Jón Gunnlaugur Jónasson, Rannsóknastofu
Háskólans í meinafræði. Netfang: jongj @rsp.is
Páll H. Möller, handlækningadeild Landspít-
alans. Netfang: pallm@rsp.is
Sigurður Björnsson, blóðsjúkdóma- og krabba-
meinslækningadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur. Netfang: sbjonc@shr.is
Þorvaldur Jónsson, skurðlækningadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur. Netfang: thorvjo@shr.is
(Fréttatilkynn ing)