Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Síða 4
Jón Bjarnason þingmaður vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, leigir íbúð af Blönduósbæ, á meðan um tuttugu manns eru á biðlista eftir íbúð hjá bænum. „Þessar íbúðir eru ekki félagslegar sem slíkar og þeim er ekki úthlutað eftir félagslegum gild- um eins og út frá grundvelli tekna. Núverandi staða og langur biðlisti gæti þó breytt því,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduós- bæjar. Var nóg af lausum íbúðum Jóna Fanney segir ekki stefnu bæj- arins að segja upp fólki leigu á með- an leigjendur uppfylla húsaleigu- samning. Jón hefur búið í íbúðinni í átta ár eða síðan hann varð þing- maður og flutti frá Hólum þar sem hann var skólastjóri áður. „Þegar ég fékk þessa íbúð leigða var fullt af lausum íbúðum sem ekki voru einu sinni í útleigu. Ég hef verið að reyna að finna mér íbúð á Blönduósi til að kaupa en framboðið er lítið,“ segir Jón Bjarnason. Hann segir sveitarfé- lagið ekki hafa rætt við hann um að finna sér annað húsnæði enda fáar íbúðir í boði. Jón segist leigja íbúð- ina, sem er fjögurra herbergja, á 52 þúsund krónur á mánuði en hún er hans annað heimili en sjálfur á hann eina íbúð í Reykjavík. „Við erum mik- ið hérna á sumrin, í jólafríum, páska- fríum og oft um helgar og börnin mín hafa unnið hér í bænum á sumrin,“ segir Jón. Fær 120 þúsund í húsnæðis- kostnað Alþingismenn kjördæma fyr- ir utan Reykjavíkurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi fá mánaðar- lega greiddar 86.200 krónur á mán- uði í húsnæðis- og dvalarkostnað sem bætist við ofan á þingfararkaup þeirra. Þeir þingmenn sem halda að- alheimili utan höfuðborgarsvæðis- ins og halda annað heimili í Reykja- vík geta óskað eftir 40 prósenta álagi ofan á húsnæðiskostnaðinn, svo framarlega sem viðkomandi beri kostnað af íbúð utan Reykjavíkur sem hann nýtir allt árið og nýtir til búsetu. „Ég man ekki hvort ég óskaði eftir þessu en hafi ég átt rétt á því hef ég vafalaust gert það. Það er bara sam- kvæmt reglum Alþingis,“ segir Jón og bendir á að það kosti sitt að reka tvö heimili því það feli meðal annars í sér tvö innbú. Hann fær 120 þús- und krónur frá Alþingi til að standa straum af þeim kostnaði. Jón segir mikilvægt að eiga heimili í sínu kjör- dæmi því þar þurfi að sinna ýmsum verkefnum. „Ég held að Blönduós- búar séu ánægðir með mig eins og ég er ánægður með þá. Það er gott að búa á Blönduósi og þar ætla ég áfram að búa,“ segir Jón. hrs@dv.is föstudagur 11. maí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Tvær milljónir renna í lögreglusjóð eftir uppboð á óskilamunum: Óskilahjól styrkja lögreglumenn Allur ágóði af hjólauppboði lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu rennur í sérstakan lögreglustjóð sem nýttur er til að styrkja lögreglumenn með ýmsum hætti og auka félagsstarf þeirra. Lögreglukórinn fær iðulega fjárstyrk úr lögreglustjóðnum og allir lögreglumenn hafa aðgang að kórn- um. Í ár söfnuðust tæpar tvær milljón- ir í sjóðinn er ríflega 350 reiðhjól seld- ust, reiðhjól sem lögreglan fékk í sína vörslu eftir að eigendur þeirra týndu þeim eða skildu eftir, ellegar óprúttnir einstaklingar höfðu tekið þau ófrjálsri hendi og skilið þau eftir víða um borg- ina. Halldór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri höfuðborgarlögregl- unnar og umsjónarmaður sjóðs- ins, segir bráðabirgðauppgjör nærri tveimur milljónum. Hann ítrekar að ekki sé um starfsmannasjóð að ræða sem styrki samkomur beinlínis. „Þetta eru hjól sem einhver grípur ófrjálsri hendi skilur eftir á gagnstéttum eða inn í görðum hjá fólki. Um sjóðinn gilda ákveðnar reglur. Lögreglufélagið úthlutar úr sjóðnum og allir lögreglu- menn njóta góðs af. Það er ekki verið að nota sjóðinn í skemmtanir,“ segir Halldór. Óskar Sigurpálsson, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur, segir sjóðinn ævafornan. „Sjóðurinn var stofnaður með konungsbréfi árið 1938. Lögregl- unni ber að halda utan um óskilamuni og andvirði sölu þeirra rennur í sjóð- inn. Sjóðurinn er eyrnamerktur menn- ingar- og félagsstarfi lögreglu. Úthlut- unin hefur að mestu farið í sjúkrasjóð, íþróttamál og lögreglukórinn,“ segir Óskar. trausti@dv.is Öflugur lögreglusjóður andvirði uppboð lögreglunnar á óskilamunum rennur í lögreglustjóð til styrktar lögreglumönnum. Vinstriflokkar bæta við sig Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Samfylkingin bæta við sig fylgi, en stjórnin heldur ekki velli, samkvæmt skoðana- könnun Capacent Gallup sem birtist í gær. Samfylkingin mælist með 26% fylgi, en var með 25% á miðviku- dag. Vinstri græn mælast með 16% fylgi en voru með 14,5% í fyrradag. Fylgi Framsóknarflokksins mælist lægra en í fyrradag og er tæp 14% í stað tæpra 15% á miðvikudag. Sjálfstæðisflokkur stendur nánast í stað og mælist með 36% fylgi. Frjálslyndir mæl- ast með tæpra 7% fylgi og Ís- landshreyfingin með 2%, en var með rúm 3% í fyrradag. Þrjátíufalt dýrara á Íslandi Það kostar sitt að styðja Eirík Hauksson með símakosningu í Finnlandi samkvæmt nýrri verð- könnun Neytendasamtakanna á Íslandi. Hvert símaatkvæði kost- ar Íslendinga 100 krónur en til samanburðar kostar það frændur vora Dani þrjár krónur. Því voru Íslendingar krafnir um 3.200 pró- sentum hærra gjald en Danir. Meðalverð í tíu löndum Evr- ópu sem könnunin tekur til er um 45 krónur. Símtalið er næst dýrast í Póllandi þar sem Eurov- ision-aðdáendur þurfa að greiða 56 krónur fyrir símtalið. Í ratleik eftir próflok „Þau eru búin að fara í ratleik út um allan Hveragerðisbæ, undir stjórn Arctic Rafting. Svo fóru þau í sund og fengu hamborgaraveislu í lok dags,“ sagði Magnea Magnúsdóttir foreldri og einn af skipuleggjendum óvissuferðar 10. bekkinga úr Breiðholtsskóla. Magnea segir ferðina vera árvissan atburð sem foreldrar skipuleggi helst sjálfir. Ferðin tekur tvo daga og síðari daginn var krökkunum boðið í flúðasiglingu niður Hvítá. „Ég var að fá SMS frá einum nema og hann var uppgefinn og ánægður eftir átök dagsins.“ Vara við hruni Varað er við hruni úr íshelli á Sólheimajökli. Innan við ár er síðan ferða- maður lést þegar hluti úr íshelli í Hrafntinnuskeri hrundi yfir hann. Íshellirinn í Sólheima- jökli breytist daglega. Greini- legar sprungur eru í hellinum og ísinn er þunnur. Björgun- arsveitarmaður í Víkverja kom upp skilti fyrir framan hellinn þar sem lesa má á fimm tungu- málum um hætturnar sem þar leynast. Jón Bjarnason, þingmaður vinstri grænna, leigir íbúð af Blönduósbæ á 52 þúsund krónur á mánuði. Um tuttugu eru á biðlista eftir íbúð hjá bænum. Jón segir ekki hafa verið biðlista þegar hann flutti í íbúðina fyrir átta árum. Jón fær greiddar 120 þúsund krónur í húsnæðiskostnað ofan á þingfararkaup. ÞINGMAÐUR Í BÆJAR- ÍBÚÐ Á BLÖNDUÓSI HJÖrdís rut sigurJónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Húsnæðis- og dvalarkostnaður - alþingismaður fyrir kjördæmi utan reykjavíkurkjördæma suður og norður og suðvesturkjördæmis fær mánaðarlega greiddar [86.200 kr.] í húsnæðis- og dvalarkostnað. - Haldi alþingismaður, sem á aðalheimili utan reykjavíkurkjör- dæma suður og norður og suðvesturkjördæmis, annað heimili í reykjavík getur hann óskað eftir að fá greitt álag, 40%, á fjárhæð skv. 1. mgr. með „aðal- heimili“ þingmanns er átt við skráð íbúðarhúsnæði sem er aðsetur þingmannsins í kjördæminu og hann á eða leigir, hefur kostnað af allt árið og nýtir til búsetu. „Þegar ég fékk þessa íbúð leigða var fullt af lausum íbúðum sem ekki voru einu sinni í útleigu. ég hef verið að reyna að finna mér íbúð á Blönduósi til að kaupa en fram- boðið er lítið“ Blokkin sem Jón býr í Jón segist nýta íbúðina mikið á sumrin og í öðrum fríum enda finnst honum gott að vera á Blönduósi. dV-mynd reglur um þingfararkostnað Jón Bjarnason Þingmaður- inn býr í bæjaríbúð sem hann leigir af Blönduósbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.