Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 26
24 ið upp úr þessari svörun er að sjálfsögðu óæskilegt að gefa stóra skammta af deyfi- lyfjum áður en rannsóknin er gerð.1 Hins vegar verður ástungan auðveldari, ef sjúk- lingarnir eru rannsakaðir í svæfingu eða hafa fengið sterka lyfjaforgjöf. Nokkrir sjúklinganna voru rannsakaðir í svæfingu og gekk þá greinilega betur að komast í liðþófann L5-S1. Sársaukasvörunin hefur verið talin óá- reiðanleg1 og er það sennilega ekki síður þegar hliðarástunga er notuð. Allir sjúk- lingarnir höfðu verki, þegar þeir komu til rannsóknar. Aðeins 2 sjúklingar af 12, sem rannsakaðir voru vakandi, fengu rótar- verki, þegar sprautað var skuggaefni í hryggþófana. Annar þessara sjúklinga reyndist siðan hafa hlaup í þeim þófa, sem gaf rótarverkina, en hinn aðeins hrörnun- arbreytingar. Bráðir fylgikvillar urðu engir við þær discografiur, sem gerðar hafa verið á deild- inni til þessa. Þeir sjúklingar, sem rann- sakaðir voru vakandi, fengu allir óþægindi, þegar stungið var á hryggþófanum og verki í sambandi við innspýtingu á skuggaefni. Þessi óþægindj hurfu fljótlega. í sjúkraskýrélum er getið um einn sjúk- ling, sem kvartaði um aukna rótarverki eftir rannsóknina. Þessi sjúklingur fór fljótlega í aðgerð. í Ijós kom frítt hrygg- þófahlaup L4-L5 og örþunnt aftara lang- band. Eftir aðgerð heilsaðist sjúklingi vel og útskrifaðist í góðu ástandi. Annar sjúklingur var skorinn upp fljót- lega eftir rannsókn. Nokkrum dögum síðar fékk hann sára bakverki. Myndir teknar á öðru sjúkrahúsi nokkrum vikum síðar, sýndu vott af úrátu í endaplötum og lækk- aðan hryggþófa. í þessu tilfelli er ekki hægt að útiloka að smitun hafi orðið í hryggþófanum af völdum discografiunnar. Prófessor Wellauer nefnir ekki smitun sem fylgikvilla við discografiu. Collis getur um einn smitaðan hryggþófa af 2087 hrygg- þófum, sem rannsakaðir voru. Túlkun röntgenmyndanna veldur sjaldn- ast erfiðleikum. Stuðst hefur verið við handbækur, einkum Lumbar Discography eftir John Collis og Lumbar Discographv and Low back Pain eftir Donald Bauer. Kjarninn í heilbrigðum hryggþófa er nokkuð mismunandi að stærð og lögun. Mynd 2: — A: Eðlilegur hryggþófi. B: Hryggþófahrörnun. Hann liggur aðeins fyrir aftan miðjan hryggþófann og hefur oftast efra og neðra hólf, sem tengd eru saman á mjórri ræmu, oftast í miðju, en stundum fyrir aftan miðju. Þetta mitti kjarnans er mismunandi áberandi og er ekki alltaf til staðar. Lögun hryggþófakjarnans hefur verið líkt við flibbahnapp.11 Við hrörnun hverfur mittið úr kjarnanum og hólfin renna saman. Mittið er mismunandi áberandi eftir því, hve miklu skuggaefni er sprautað inn í kjarnann. Sé hann yfirfylltur hverfur mitt- ið. Heilbrigður kjarni tekur yfir 2/5—3/5 af miðhluta hryggþófans.1 Við hrörnun eykst þetta hlutfall og að lokum getur kjarninn fyllt út í mestan hluta þófans. Á velheppnaðri discografiu má greina hvort hryggþófi er eðlilegur eða hvort um er að ræða hrörnunarbreytingar á hinum ýmsu stigum. Myndirnar sýna einnig fram á hryggþófahlaup og rifur í aftara lang- bandi. Sjúkdómsgreiningarnar geta sam- svarandi orðið eftirfarandi: 1) Eðlilegur hryggþófi, 2) Hryggþófahrörnun, 3) Hrygg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.