Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 51
49 mm Hg og kvenna 15.34 mm Hg, sem er marktækur munur. Meðalaugnþrýstingur allra þátttakenda var 15.24 mm Hg, með staðalfráviki 3.89 mm. Lægri en 21 mm höfðu 97.5%. Minna en 1% augna höfðu þrýsting hærri en 28 mm Hg. Enginn marktækur munur var á meðal- augnþrýstingi hægra og vinstra auga og höfðu 62.8% sama þrýsting á báðum. Allir, sem höfðu meira en 3 mm Hg mun á augnþrýstingi hægra og vinstra auga, höfðu hærri þrýstinginn yfir 21 mm (5%), cg þeir, sem höfðu meira en 7 mm Hg mismun höfðu kliniska gláku (glaucoma simplex). Þeir, sem höfðu 20 mm Hg augnþrýsting og þar yfir voru rannsakaðir sérstaklega með tilliti til gláku. Þeim, sem höfðu 22 mm Hg augnþrýsting eða meira á öðru hvoru auga og þeim, sem höfðu papillu grunsamlega um glákubreytingar, án þess að um þrýstingshækkun væri að ræða, var fylgt eftir með reglubundnum skoðunum a.m.k. árlega í 2—11 ár (93 menn). Tutt- ugu cg níu þeirra fengu gláku síðar, 31%. Sex þeirra höfðu 22 mm Hg augnþrýsting við fyrstu komu og jafnmargir 23 mm Hg, en hinir höfðu enn hærri augnþrýsting. Tveir menn, 48 ára gamall karl, sem hafði við frumskoðun 20 mm Hg augnþrýsting og 49 ára gömul kona, sem hafði 21 mm Hg, komu til skoðunar fjórum og sex ár- um síðar og voru þá með byrjandi gláku- einkenni. Gláka fannst hjá 119 sjúklingum (2.67%), við frumskoðun, 3.6% meðal karla og 2.06% meðal kvenna. Glákutil- felli voru fá í aldurshópunum innan við sextugt (0.4% og 0.8%), en fjölgaði úr því línulega upp í 12% (3.2%, 7.4% og 12%). Augnþrýstingur þess fimmtungs, sem kom í augnskoðun cftar en einu sinni á athugunartimanum og ekki hafði gláku, hélst óbreyttur að kalla frá einni skoðun til annarrar. SKIL. Höfundur augnþrýstingsmælisins, sem notaður var. Goldmann, mældi í samvinnu við Schmidt- (1957) 400 normal augu og fann meðalaugnþrýsting 15.45 mm Hg, 99.5% höfðu lægri þrýsting en 22 mm Hg. Ýmsir aðrir hafa kannað augnþrýsting með þessum mæli. í hópskoðun á Suður-Wales (8174 augu), þar sem fertugir og eldri voru skoðaðir, fundu Graham og Hollows3 (1964) meðal- augnþrýsting 16.3 mm Hg með staðalfrá- viki 3 mm. Aðrir hafa fengið ýmist hærri eða lægri meðalgildi á minni hópum. Ætla má, að efniviðurinn í þessari sam- antekt sé þjóðfélagið í hnotskurn, þar sem tæplega 7 % íslendinga á þessum aldri voru mældir. Hérlendis kcma allir til augn- lækna til að fá gleraugu, en algengt er, að fólk erlendis fái gleraugu beint frá gler- augnasérfræðingi án skoðunar hjá augn- 1 ækni, svo gera má ráð fyrir hærra sjúkra- hlutfalli 1 efniviði erlendra augnlækna. Þessari grein var ekki ætlað að fjalla um gláku, þó að óhjákvæmilegt sér að fara nokkrum orðum um glákutíðnina í þessum efniviði. Hún er svipuð og Leyd- hecker4 (1959) fann í umfangsmikilli rann- sókn á glákutíðni (2.31%) á fertugum og eldri. Guðmundur Björnsson1 (1967) fann 4.8% gláku meðal fimmtugra og eldri. Til samanbuiðar má nefna, að í þessum efni- viði fannst gláka við frumskoðun hjá 3.7% þeirra, sem voru orðnir fimmtugir, en hækkaði í 4,6% á athugunartímabilinu. Niðurstöður þessara mælinga styrkja þá skoðun, að augnþrýstingur 23—24 mm Hg sé sennilega ofan við heilbrigð mörk. Þó má ekki gleyma þvi, að glákugreining verð- ur ekki gevð með augnþrýstingsmælingu einni. Rík ástæða er til að augnþrýstingsprófa alla, sem komnir eru á miðjan aldur, og æskilegt væri að færa aldursmörkin niður fyrir fertugt, því að samanburður mælinga frá einni skoðun til annarrar er mikilvæg- ur, þar sem augnþrýstingur heilbrigðs auga breytist ekki teljandi með hækkandi aldri. SUMMARY. The intra-ocular pressure of 8924 eyes of 40 years and older was measured with Gold- mann’s applanation tonometer as a part of a routine eye examination. The mean intra- ocular pressure was 15.24 mm Hg, with a standard deviation of 3.89 mm Hg. 95.6% having pressures equal to or less than 20 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.