Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 61
59 Þorkell Bjarnason, Sigurgeir Kjartansson og Óiafur Gunnlaugsson ANDSTREYMIS SMOKRUN SMÁGIRNIS I MAGA. (Retrograde jejunogastric intussusception.) INNGANGUR. Andstreymar, innhverfingar eða smokr- anir eru nauðasjaldgæfir, oft síðbornir fylgikvillar við magaskurði og er forsenda þeirra maga-smágirnistenging (Billroth II) af einhverju tagi. Innan við 200 tilfellum hefur verið lýst (4) og enginn höfundur hefur fleiri en tvö tilfelli. Fyrstu maga-smágirnistengingu gerði Anton Wöffler um 1881 (5) og 33 árum síðar lýsti Bozzi(r’) fyrstur þessum fylgi- kvilla þeirrar aðgerðar. Aleman(4) greinir mlli þriggja meginflokka, eftir því hvern- ig smágirnismagasmokrun ber að. A. Forstreymis, þar sem aðfærandi lykkja tengingar hverfist inn í magann. B. Andstreymis, þar sem fráfærandi lykkja tengingar gengur upp í maga, og C. smokrun á báðum lykkjum upp í maga samtímis. Um 75% þeirra tilfella er lýst hefur verið til þessa heyra til flokks B. Sjald- gæfastur er flokkur C. eða um 10%. Von Brunn gerði fyrstur manna röntgen- greiningu á þessu fyrirbæri 1924, (2) en yfirleitt varð nokkur bið á greiningu, og fram að 1944 höfðu aðeins 4 tilfelli verið greind fyrir uppskurð, en í 30% tilfella beið greining krufningar. Algengustu einkenni voru blóðug upp- köst og fengu sjúklingar yfirleitt meðferð eins og um blæðandi tengingarsár væri að ræða, það er vökvagjöf og magaskolun fyrstu 24—48 klst. Reynslan hefur sýnt að skjótrar greiningar er þörf, en dánar- tíðni þeirra sjúklinga sem skornir eru inn- an 48 klst. um 10,5%, en eftir 48 klst. er hún komin upp í 53,8% (2). ORSAKIR. Um orsakir er fátt eitt vitað. Lýst hefur verið hækkuðum magasýrum, slöppum Fig 1 —Schematic drawings of anatomic types of jejunogastric intussusception. In A, B and C the antecedent operation was partial gastric resection, with Billroth II anasitomosis- In A the afferent loop is involved; in B the efferent loop; in C both loops are affected. The same three types may occur although at operation only gastro- enterostomy is preformed. Example not shown.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.