Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 87
85 að Erlingur Þorsteinsson, læknir, varð fyrstur til að nota aðgerðarsmásjá hér á landi við heyrnarbætandi aðgerðir og ritaði hann árin 1969 og 1972 um það í Lækna- blaðið. Það kom fljótt í ljós, að aðgerðarsmásjá var mjög gagnleg við augnskurðlækningar. Kom það gleggst í ljós við aðerðir á slysa- sárum á glæru og við glæruígræðslur. Síð- an hefur þróun innan augnlækninga beinst að því að hanna aðgerðarsmásjár sérstak- lega fyrir augnaðgerðir (mynd 1). 1. mynd: — Aðgerðarsmásjá á Landakots- spítala, Zeiss OpMi 2. Það er mjög mikilvægt, meðan verið er að venjast smásjárskurðlækningum, að gera sem flestar slíkar aðgerðir, til þess að fá nægilega þjálfun. Yfirvinna þarf ýmsa byrjunarörðugleika, aðlaga sig nýrri að- gerðartækni og læra að samhæfa snerti-, stöðu- og sjónskynjun við smásjármagn- aðar hreyfingar á mjög litlu aðgerðarsvæði. Þessir örðugleikar eru léttvægir saman- borið við þá kosti, sem stækkunin veitir. Árið 1961 kom fyrst fram tvöföld að- gerðarsmásjá (double microscope), sem gerði þeim, sem aðstoðaði, kleift að fylgjast betur með aðgerðinni og veita betri aðstoð. Með slíkri aðgerðarsmásjá get- ur sá, sem aðstoðar, séð aðgerðarsvæðið í sömu eða svipaðri stækkun og skurðlækn- irinn, við þá þætti aðgerðarinnar, þar sem slíkt er nauðsynlegt, þótt honum sé öðrum þræði ætlað að fylgjast með því, sem er utan við sjálft aðgerðarsvæðið. Þannig er tvöfalda aðgerðarsmásjáin mjög nauðsyn- leg til þjálfunar lækna í augnlækninga- námi. Að sjálfsögðu hefur þessi breyting á aðgerðartækni leitt í ljós ýmis vandamál, sem þurft hefur að yfirstíga og hefur þró- unin á þessu sviði á undanförnum árum miðað að því að leysa þau. Við skulum líta á þau vandamál, sem varða aðgerðarsmásjá og skurðáhöld ann- ars vegar og aðgerðartækni hins vegar. Smásjáin er fest á traustan stand, sem ýmist er festur í loft skurðstofunnar, og er sú festing álitin best, eða smásjáin er fest á gólfstand. Þessar festingar þurfa að vera sterkbyggðar, því að smásjáin verður að vera fullkomlega stöðug við aðgerðina. Skurðlæknirinn þarf að hafa stöðugt sæti og góðar armstoðir. Best er að þetta séu hlutir, sem sérstaklega hafa verið hann- aðir til nota við smásjáraðgerðir á augum. Fjarlægð þarf að vera þægileg á milli smá- sjárinnar og skurðsviðsins og er best um 30 cm. Ef fjarlægðin er meiri verður vinnu- aðstaðan óþægileg cg ekki ætti hún að vera minni en 15 cm, til þess að nægilegt svigrúm sé fyrir hendur og áhöld. Smá- sjáin þarf að vera vel hreyfanleg og auð- veld að stilla og best er að hafa þessar hreyfingar rafstýrðar, einkum stillingu á brennivídd, svo að augnlæknirinn þurfi ekki að gera hlé á vinnu sinni til stillinga. Einnig þarf sjálf smásjáin að vera lítil, svo að hún skyggi síður á aðgerðarsvæðið, þegar horft er framhjá henni. Venjulega er best að hafa tífalda stækkun, stundum getur verið þægilegra að hafa minni stækk- un til að fá betra heildaryfirlit, en á hinn bóginn þarf oft meiri stækkun við vissa þætti aðgerðar. Best er að hafa rennistækk- un (zoom), því að þá sér skurðlæknirinn stöðugt svæðið, sem hann er að vinna við, en einnig er oft notuð þrepstækkun. Á nýrri gerðum af tvöföldum aðgerðarsmá-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.