Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 16
14
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
VII. ráðstefnan um rannsóknir
í læknadeild Háskóla íslands
5.-7. janúar 1995
Fyrsta ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild
var haldin 1981 og er nú komin á sú hefð að halda
slíka ráðstefnu annað hvert ár. Arið 1981 voru
nokkuð skiptar skoðanir um þetta framtak, sum-
um fannst þetta óþarfi vegna þess að næg tækifæri
væru til að kynna niðurstöður sínar á ráðstefnum
erlendis enn öðrum fannst að varla væri nægur
efniviður í slíka ráðstefnu með íslensku efni ein-
göngu. Ráðstefnan 1981 kom mörgum á óvart,
kynnt voru áhugaverð rannsóknarverkefni sem
fáir vissu um og almennt má segja að margir hafi
orðið undrandi á því hve mikil rannsóknarstarf-
semi var í gangi á vegum læknadeildar. Ég trúi því
að þessar ráðstefnur hafi haft örvandi áhrif á
rannsóknir í læknadeild, fólk hefur séð að ýmis-
legt er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og á
ráðstefnunum hafa skapast kynni og tengsl milli
rannsóknarhópa sem stundum hafa leitt til nánari
tengsla og samvinnu.
A þessum 13 árum hefur orðið mikil breyting á
rannsóknarstarfsemi í læknadeild sem sést meðal
annars af stöðugri aukningu rannsóknarverkefna
sem kynnt eru á þessum ráðstefnum okkar. Og
aukningin heldur enn áfram, á ráðstefnunni 1992
voru kynnt 144 verkefni, nú eru þau 204 sem er
ríflega 40% aukning. Ég sé enga ástæðu til að ætla
annað en að þetta endurspegli aukna rannsóknar-
starfsemi, þrátt fyrir samdrátt og mjög erfiðar ytri
aðstæður.
Hvers konar rannsóknarumhverfi er þá Há-
skóli Islands og læknadeild? Ekki er hægt að svara
þessari spurningu nema með samanburði, það er
bera Háskóla Islands saman við þá háskóla og
rannsóknarstofnanir sem við þekkjum af eigin
reynslu erlendis frá. Ef við gerum þetta verður
allur samanburður ákaflega óhagstæður fyrir
okkur. Við getum skoðað laun háskólakennara,
hlutfallslegan fjölda kennara og nemenda, fjár-
veitingar til Háskólans miðað við stúdentafjölda,
fjárveitingar til rannsókna sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu eða eitthvað annað, og alltaf lendum
við í flokki þjóða sem við viljum alls ekki bera
okkur saman við.
En þrátt fyrir þessa vondu stöðu eru sem sagt
stundaðar blómlegar rannsóknir við læknadeild,
sem ber vott um fórnfýsi og þrautseigju þeirra
sem í hlut eiga.
Magnús Jóhannsson,
formaður Vísindanefndar læknadeildar
Vísindanefnd læknadeildar
Háskóla Islands skipa eftirtaldir:
Atli Dagbjartsson
Karl Kristinsson
Magnús Jóhannsson
Ólafur Andrésson
Steinn Jónsson